Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 36
36 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Stjórnarfundur Norðurlandasamtaka ljósmæðra (NJF) var haldinn í Helsinki í Finnlandi dagana 11. ‒12. mars 2014. Fundurinn var haldinn á Hótel Helka sem er miðsvæðis í Helsinki og sátu hann að þessu sinni fulltrúar allra Norðurlandanna. Áslaug Valsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir sóttu fundinn fyrir Íslands hönd. Fundurinn hófst á hefðbundnum fundarstörfum. Terhi Virtanen, formaður finnska ljósmæðrafélagsins, bauð fundargesti velkomna og ræddi stuttlega fyrirkomulag fundarins og hagnýta þætti. Að því búnu tók forseti samtakanna við fundarstjórn. Fundarmenn kynntu sig stuttlega. Að því loknu var gengið til hefðbundinnar dagskrár sem fólst m.a. í samþykkt fundarboðunar, vali á fundarritara, yfirferð og samþykkt fundargerðar síðasta fundar sem haldinn var í Osló 2013. Forseti flutti skýrslu sína og farið var yfir póstlista stjórnarmeðlima. Að venju höfðu öll löndin sent skýrslu sína til fundarins fyrirfram. Fulltrúi hvers lands kynnti meginefni sinnar skýrslu og svaraði fyrir- spurnum. Skýrslurnar liggja frammi á skrifstofu Ljósmæðrafélags Íslands og er hægt að lesa þær þar. Hér á eftir verður stiklað á stóru úr skýrslum landanna og umræðum um þær. DANMÖRK Haustið 2014 mun hefjast meistaranám (kandídatsnám samkvæmt danska háskólakerfinu) í ljósmóðurfræði (Midwifery science) við Syddanska háskólann í Óðinsvéum. Háskólinn í Árhúsum hafði einnig boðist til að hafa slíkt nám, en talið var að það myndi skapa óheppilega samkeppni um nemendur þar sem ekki er gert ráð fyrir að fleiri en 20‒30 nemendur séu teknir inn árlega. Ráðgert er að meðgönguvernd færist til sveitarfélaga í stað þess að hafa heyrt undir hvert hinna fimm amta áður og þar með skapað gott tækifæri til samfellu í þjónustu. Ekki er gert ráð fyrir að sængur- leguþjónusta flytjist til sveitarfélaga. Stöðugildum ljósmæðra hefur fjölgað um 400 fullar stöður frá árinu 2007, meðal annars vegna þess að ljósmæður starfa meira við meðgönguvernd, ómskoðanir og sæng- urlegu. Gert er ráð fyrir að ljósmæður komi meira að nýburaþjónustu en það hefur ekki verið svo fram til þessa. Ljósmæðrafélagið vinnur að stefnumörkun um sex meginstöpla ljósmæðraþjónustu í landinu. Allir stjórnmálamenn landsins hafa fengið senda skilgreiningu á störfum ljósmæðra frá árinu 2012 (sjá: http://www.jordemoder- foreningen.dk/fileadmin/Politik_og_organisation/Politik_og_ visioner/2012_Strateginotat_efter_kongres_og_HB_2012.pdf). Um þetta var fjallað ítarlega í fundargerð síðasta árs. Mjög mikilvægt skjal og virkilega þess virði að lesa það. Ljósmæður starfa í auknum mæli í einkareknum einingum, bæði sem sjálfstæðir verktakar og einnig sem ráðnir starfsmenn. Það nýjasta er opnun fæðingardeildar sem ljósmóðir á og rekur. Fjár- mögnun kemur frá hinu opinbera, að einhverju leyti í formi verkefna. FINNLAND Breytingar á heilbrigðiskerfinu hafa orðið á þann veg að fæðingar- deildum með færri en 1.000 fæðingar á ári hefur verið lokað sem hefur valdið miklum óróa í samfélaginu. Ennþá eru 12 sjúkrahús með 1.000 fæðingar eða færri og er búist við lokun þeirra fljótlega. Ljósmæður hafa þungar áhyggjur af þessu og segja ófremdarástand skapast víða. Sem dæmi hefur óskipulögðum heimafæðingum/vega- fæðingum fjölgað og fjöldi kvenna þarf að ferðast mörg hundruð kílómetra á fæðingarstað. Atvinnuleysi meðal finnskra ljósmæðra er enn lágt og skortur er á ljósmæðrum. Fæðingardeildir í landinu eru nú um 30 og er búist við að þeim muni enn fækka. Verið er að ræða flokkun sjúkrahúsa og kvenna í lága áhættu og mikla áhættu. Eins og áður sagði hefur fæðingum á leið á fæðingarstað fjölgað og 2011 voru þær 35. Árið 2012 fæddust svo 63 börn á leið á sjúkrahús og 60 börn (123 börn samtals) fæddust utan sjúkrahúss af öðrum ástæðum (ekki fyrirfram ákveðin heimafæðing). Fyrir tíu árum var þessi tala 65 börn samtals. Að auki hafa 20 heimafæðingar verið fyrirfram ákveðnar. Stjórnarfundur NJF Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Hildur Kristjánsdóttir, forseti Norðurlandasamtaka ljósmæðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.