Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 28
28 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Síðustu misseri hef ég oft staðið mig að því að hugsa með mér hvað við erum heppin hér á Íslandi. Fyrir utan stöku ógn sem okkur stafar af hinum ýmsu náttúruhamförum, þá virðumst við að mörgu leyti pluma okkur vel á þessu litla landi sem státar meðal annars af einni lægstu tíðni mæðradauða og burðarmálsdauða í heiminum. Þegar okkur berast fréttir erlendis frá, til dæmis af ákærðum og fang- elsuðum ljósmæðrum í Ungverjalandi og Japan, lokun fæðingar- staða í Noregi og Finnlandi, skertum starfsvettvangi ljósmæðra í Danmörku og fækkun heimafæðinga í Hollandi, þá verðum við ósköp glöð að eiga heima á Íslandi, sem er jú best í heimi, eða hvað? Þegar betur er að gáð má því miður líka finna slæmar fréttir af íslenskri barneignarþjónustu, og ef við leggjum við hlustir komumst við að því að undir niðri kraumar óánægja og reiði. Vel menntað og metnaðarfullt heilbrigðisstarfsfólk leggur sig allt fram um að sinna störfum sínum vel, en þjónustan er brotakennd og stefnulaus og ekki til þess fallin að nýta það sem býr í okkar dýrmæta mannauði. Þrátt fyrir ákall frá ljósmæðrum um árabil hefur engin heildstæð stefna um barneignarþjónustu verið mótuð á Íslandi. Þessi skortur á sameiginlegum markmiðum hefur þegar leitt af sér breytingar sem eru í besta falli umdeildar og geta hæglega ógnað þeim góða árangri sem við höfum náð. Á undanförnum árum hefur fæðingarstöðum á landinu fækkað verulega. Þar sem engin heildstæð stefna er til um það hvaða barn- eignarþjónusta skuli vera í boði á hverjum stað fyrir sig hafa stofn- anir getað tekið sjálfstæðar ákvarðanir um að loka skurðstofum og fæðingardeildum í sparnaðarskyni. Í þeim tilfellum þar sem slíkar ákvarðanir koma að ofan virðast þær einnig stýrast af fjárhagslegum skammtímasjónarmiðum frekar en heildarhagsmunum til langs tíma. Eftir sitja verðandi mæður sem þurfa ýmist að bíða fæðingar í öðru byggðarlagi eða fæða heima hjá sér fjarri bráðaþjónustu. Þriðji valkosturinn er að hætta á að fæða barn sitt á leiðinni á fæðingarstað, jafnvel fastar í snjóskafli uppi á heiði með engan sér til aðstoðar, enda búið að hola að innan stöðu ljósmóður í heimabyggðinni þar til enginn fékkst lengur til starfans. Háleitar yfirlýsingar ráðamanna um öryggi og sparnað verða hjákátlegar í ljósi þessa veruleika. Höfuðborgarsvæðið hefur ekki farið varhluta af stefnu- lausum lokunum í barneignarþjónustu. Þar hefur ekki verið rekið fæðingarheimili frá 1995, engin skipulögð samfelld þjónusta frá 2006 og nú nýverið var einu ljósmæðrastýrðu einingunni á svæð- inu lokað. Heimafæðing er nú eini valkostur kvenna á höfuðborgar- svæðinu sem kjósa samfellda ljósmæðraþjónustu eða vilja ekki fæða á sjúkrahúsi. Þegar Fæðingarheimili Reykjavíkur opnaði á sínum tíma árið 1960 svaraði það brýnni þörf, enda tók það til sín drjúgan hluta af bæði sjúkrahúsfæðingum og heimafæðingum. Ljósmæður sem sinna meðgönguvernd verða varar við að nú, ekki síður en þá, eru fjölmargar konur sem hentar hvorugt þjónustuformið og myndu fagna nýju fæðingarheimili. Skortur á heildstæðri stefnu hefur gert fagfólki erfitt fyrir að sinna starfi sínu á viðunandi hátt. Samræmd, rafræn mæðraskrá, sem er grundvöllur fyrir samfellu milli þjónustustiga í okkar brotakennda kerfi, hefur enn ekki litið dagsins ljós. Klínískar leiðbeiningar Land- læknisembættisins um meðgönguvernd voru stórt framfaraskref í að samræma fagleg vinnubrögð, en enn eru engar klínískar leiðbein- ingar til fyrir fæðingarþjónustu og sængurlegu á landsvísu. Þessi skortur á faglegri umgjörð gerir heilbrigðisstarfsmenn varnarlausa í nýju umhverfi þar sem fólk leitar í auknum mæli réttar síns gagnvart heilbrigðiskerfinu fyrir dómstólum. Líkur á mistökum í starfi aukast þegar mönnun er ekki í samræmi við raunverulega þörf fyrir þjónustu. Sami fjöldi ljósmæðra hefur verið útskrifaður á ári hverju áratugum saman meðan fjöldi fæðinga hefur aukist verulega. Engu að síður hefur stéttin á síðustu árum þurft að horfast í augu við atvinnuleysi í fyrsta sinn í sögunni. Í þessu samhengi virðast fullyrðingar um að stöðugildi ljósmæðra séu í samræmi við þjónustuþörf í besta falli óhófleg bjartsýni, í versta falli hættuleg afneitun. Staða ljósmæðra í hinu aðþrengda heilbrigðiskerfi einkenn- Með kompásinn heima á náttborði – Um ljósmæður og barneignarþjónustu í pólitískum ólgusjó Berglind Hálfdánardóttir Ljósmóðir MSc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.