Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 32
32 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Hér á landi er mænurótardeyfing val konunnar, ljósmæður tala um að konur komi oft snemma á spítalann vegna þess að þær vilja ekki missa af deyfingunni. Ljósmæður sem vinna á landsbyggðinni þar sem mænurótardeyfing er ekki í boði tala um að konur komi seinna inn því þær eru ekki að missa af neinu. Finnst þér að þessi deyfing eigi að vera val eða ekki? Ég held að það sé mjög erfitt að snúa til baka því þetta er orðið svo algengt í mörgum löndum. Litið er á að mænurótardeyfing sé hluti af þjónustunni sem er í boði. En ég held að við þurfum að styðja betur við konur í latent fasanum svo að konan sé örugg og til að konur komi síðar inn á spítalann í fæðingarferlinu. Þá er gott að bjóða upp á að ljósmóðirin komi heim til kvenna í byrjun fæðingar, margar heimildir segja að það hjálpi, doulur geta einnig farið heim til kvenna til að styðja konur heima hjá sér, seinka því að þær komi inn á spítala. Ef hægt er að seinka því þá verður ekki eins mikið óskað eftir deyfingu. Gott er líka að bjóða upp á bað því það minnkar líkur á að konan óski eftir deyfingu. Nota aðrar aðferðir til verkjastillingar eins og vatnsbólur og hypnobirthing. En eitt af því sem er gott að gera er að ræða við konur um viðhorf þeirra til fæðingarverkja, hvernig þær sjái fyrir sér að vinna með verkinn frekar en að hugsa um verkjameðferð. Reyna að breyta hugsuninni um fæðingarverki. Segja að þeir séu hluti af fæðingunni, að lífeðlisfræðin sé mikilvæg. Ræða við konur um að breyta hugsuninni. Þetta getur verið erfitt því margar konur vilja mænurótardeyfingu, þær spyrja oft: „Af hverju myndi maður ekki vilja deyfingu?“ Það getur hjálpað að tala um tilgang verkjanna og lífeðlisfræðina. Hvenær finnst þér vera rétti tíminn til að ræða þetta? Það sem er víða gert í Englandi er að konum er gefinn lengri tími í mæðravernd við 36 vikna meðgöngu, þá ræðum við um fæðing- aráætlun. Við áætlum að það taki klukkutíma fyrir hverja konu. Við gefum okkur tíma til að ræða þetta, stundum förum við heim til kvennanna og ræðum þetta þar í rólegheitum yfir kaffibolla. Það þarf lengri tíma fyrir þetta, reyna að kanna trú og væntingar, þessi tími er alveg frátekinn í þetta, ekkert má trufla. Það er of seint að taka þessa umræðu í fæðingunni, þá er konan með verki og vill fá eitthvað við þeim. Heldur þú að 36 vikur sé ekki of seint fyrir þessa umræðu? Bara að þessi umræða eigi sér stað á meðgöngunni. Í Englandi er rætt við konur um hvar þær vilja fæða barnið sitt á fyrsta þriðjungi meðgöngu, ekki til að láta þær taka ákvörðun heldur til að láta þær byrja að hugsa um það. Síðar á meðgöngunni nefnum við þetta aftur, hvort þær séu búnar að taka ákvörðun. Foreldrafræðslunámskeið byrja oft í kringum 28. viku í Englandi, þá eru þær farnar að hugsa um þetta, svo þegar þær hafa náð 36 vikum eru þær komnar með hugmynd um hvernig þær vilja takast á við fæðinguna. Af hverju ekki að ræða við þær fyrr, jafnvel áður en þær verða ófrískar? Á sumum stöðum í Englandi fer kennsla fram í skólum. Það er ekki algengt en þá er kennt í unglingadeild og talað um fæðingu við tánings- stelpur og -stráka. Eins og ég segi þá er þetta ekki algengt en er að fá aukna athygli. Við þurfum að sýna fram á með heimildum að þetta sé æskilegt svo hægt sé að fá fjármagn til að gera þetta. Flestar ljósmæður vinna með konur eftir að þær verða ófrískar, ekki mikið áður, en þetta er góð hugmynd. Í erindi þínu talaðir þú um fæðingarstellingar, þú mælir með að konur sé í uppréttri stellingu. Við ræddum líka um verkefnið sem er í gangi á Landspítalanum varðandi spangarstuðning til að fækka þriðju og fjórðu gráðu rifum. Eftir að þetta verklag var tekið upp þá fæða flestar konur í rúminu liggjandi á bakinu eða á hliðinni. Það mátti skynja það að þú værir ekki sammála þessari aðferð, getur þú rætt það? Já, ég er ekki sannfærður um þetta verklag. Ástæðan fyrir því að ég er ekki sannfærður um ágæti þess er að rannsóknarniðurstöður segja mér ekki að þetta sé góð aðferð. Í rannsóknum kemur fram að stell- ingar eins og upprétt staða sé betri fyrir útkomu spangar. Gögn um hvort styðja eigi við spöng eða ekki eru óljós. Það hafa verið gerðar að minnsta kosti fjórar til fimm rannsóknir um það og þær sýna að „hands off“ leiði ekki frekar af sér þriðju og fjórðu gráðu rifur. Svo þegar ég lít á þessar rannsóknarniðurstöður þá sé ég ekki ástæðu til að taka upp þetta verklag. En ég skil að ef deildin hefur háa tíðni af þriðju og fjórðu gráðu rifum, sem er vont fyrir konur, þá er eðlilegt að fundin sé aðferð til að draga úr þeim. Mér skilst að þessi norska rannsókn hafi sýnt fram á mun með þessari aðferð, en þetta er bara einn spítali og ein rannsókn. Ég myndi vilja sjá aðrar ástæður fyrir þessum rifum. Það er bein tenging við áhaldafæðingar. Hver er ástæðan fyrir því að þriðja og fjórðu gráðu rifa kemur í eðlilegar fæðingar? Athuga þarf aðrar ástæður eins og stærð barna og of háa tíðni spangarklippinga, en rannsóknir sýna fram á auknar líkur á vondum rifum þá. Ég myndi athuga þetta meðal annars áður en ég færi að breyta verklagi í „hands on“. Ég er samt ekki að gagnrýna það sem þið hafið gert hérna, mér skilst að þið hafið náð ágætum árangri í að fækka þriðju og fjórðu gráðu rifum. En ég tel að fræðin styðji ekki þetta verklag. Þú talaðir um innsæi ljósmæðra, að þær ættu að hlusta á það. Síðustu ár hafa verið búnar til verklagsreglur um margt í barn- eignarferlinu og mörgum finnst að þær fari illa saman við innsæi ljósmæðra, að með þeim sé jafnvel verið að taka sjálfstæði af ljós- mæðrum, hvað finnst þér um það? Já, það er rétt, þetta getur verið erfitt. Við vitum að ljósmæður verða öruggar í starfi með tímanum, öryggið kemur með aukinni starfs- reynslu. Rannsóknir sýna að verklagsreglur hjálpi nýútskrifuðum ljósmæðrum, ljósmæðranemum, en með reynslunni er okkur ljóst að ljósmæður geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir fyrir konur og verið þar af leiðandi sveigjanlegar. Mér finnst að verklagsreglur eigi að vera leiðbeinandi en ekki reglur sem verði að fara eftir, við ættum að vera sveigjanleg því að konur eru mismunandi. Því verðið þið að nota reynslu ykkar og dómgreind. Í erindi þínu talaðir þú um skilgreiningu á hvenær fæðing hefst (virkt stig), segðu okkur frá því. Niðurstöður margra bandarískra rannsókna segja að miða ætti við að fæðing hefjist þegar konan er komin með sex í útvíkkun. Ég get alveg verið sammála því. Aðalmálið er hins vegar hvernig á að styðja konur þangað til að því kemur, því margar konur munu glíma við fæðingarverki jafnvel í margar tíma áður en þær ná sex í útvíkkun svo við verðum að finna leið til að hjálpa þeim. Ef við ætlum ekki að sinna þeim á fæðingardeildum á þessum tíma, hvert eiga þær þá að fara? Getum við stutt þær heima hjá sér, eða einhvers staðar annars staðar? Það er góð ástæða fyrir því að miða við sex í útvíkkun, við höfum áhyggjur af keisaratíðni í Bandaríkjunum og í Englandi eru framkvæmdir of margir keisaraskurðir hjá frumbyrjum vegna ónægs Dr. Dennis Walsh ljósmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.