Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 43

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 43
43Ljósmæðrablaðið - desember 2014 konum í byrjandi fæðingu heima og fylgdum þeim á þann spítala sem þær höfðu valið að eiga á. Á spítölunum gat maður mætt ansi ólíku viðmóti en því sem ég á að venjast við foreldra í fæðingu og þurfti ég oft að bíta í tunguna á mér. Sérstaklega tók það á þegar maður upplifði algjört siðleysi af hálfu lækna í einkareknum heil- brigðisrekstri sem víluðu ekki fyrir sér að segja við konur að þær væru með of stór börn eða barnið væri með naflastrenginn vafinn um hálsinn og þyrfti því konan að fara í keisaraskurð. Merkilegt hvað þetta jókst alltaf í kringum hátíðisdaga! Ég áttaði mig þar á hversu gríðarlega mikilvægt það er að hafa fyrirtæki eins og Annerley, hvað Hulda og Kristrún hafa unnið gott starf þarna og hversu mikilvæg fræðslan er í umhverfi sem þessu. Aldrei mun ég styðja einkarekna læknisþjónustu eftir þessa reynslu. Ég var svo heppin að við Annerley starfar ensk kona að nafni Conchita Amende, hún er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og Health visitor og starfar sem slík. Stuðningur hennar og vinátta get ég með sanni sagt að hafi bjargað lífi mínu, aldrei hef ég kynnst fólki sem kann eins vel að njóta lífsins líkt og hún og eiginmaður hennar gera og þau algjörlega héldu uppi félagslífi mínu með tilheyrandi kokteilum og skemmtilegheitum. Ég kynntist mörgu ofsalega góðu fólki, margt af því miklir heimsborgarar, og virkilega gaman að kynnast og ræða við en það var einmitt eitt af mörgu sem var svo stórkostlegt við þetta ævintýri. Í Hong Kong er samankomið fólk alls staðar að úr heiminum með ólíka lífsreynslu, lífssýn og viðhorf sem hefur kennt mér svo margt. Ég lærði að vera ekki feimin, að spjalla við ókunnuga og vera ekki á varðbergi líkt og við Íslendingar eigum oft til að vera heldur hugsa frekar hvað ég væri heppin að fá að kynn- ast nýju fólki og að það er alltaf pláss fyrir einn í viðbót. Þessir 13 mánuðir voru mikil áskorun fyrir mig persónulega og þó ég hafi lagt upp með í upphafi að vera úti í tvö ár þá fann ég að þessi tími væri nóg og það var mjög erfitt að segja Huldu Þóreyju og Kristrúnu frá þessari ákvörðun minni. Þær voru nú samt svo dásamlegar og virtu ákvörðun mína, hjálpuðu mér eftir bestu getu að ganga frá mínum málum og voru alltaf til staðar ef ég þurfti á aðstoð að halda. Fyrir mig var mesti lærdómurinn að mörgu leyti sá að standa með sjálfri mér og gera það sem ég vissi að mundi gera mig hamingjusama. Líkt og áður segir þá er ég mikil fjölskyldumann- eskja og ég saknaði fjölskyldu minnar mjög, sérstaklega strákanna minna sem spurðu reglulega hvort ég færi ekki að koma heim. Ég sá viðtal við séra Jónu Hrönn Bolladóttur um daginn þar sem hún talaði um þá ákvörðun þeirra hjóna að halda út til Ameríku á vit ævintýr- anna og að hún hefði gengið í gegnum ákveðna sorg þegar hún var að pakka öllu sínu og kveðja ástvini. Ég áttaði mig þá á að það var einmitt það sem ég hafði líka gengið í gegnum. Ég skildi það ekki þá en ég skil það núna og þó þetta hafi oft verið erfitt þá var þetta samt svo stórkostlegt og ég er svo þakklát Huldu Þórey og Kristrúnu fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri, ég sé sko ekki eftir að hafa farið, ég lærði svo margt, eignaðist vini fyrir lífstíð og áttaði mig enn frekar á hversu sterk ég er. Einnig fékk ég tækifæri til að ferðast um staði sem ég efast um að ég mundi nokkurn tímann annars fara til, eins og Shanghai, Thailands og Víetnam, ólíkir staðir en allir svo magnaðir. Já lífið getur verið stórkostlegt. Ólafía Aradóttir Ljósmóðir á meðgöngu- og sængurkvennagangi Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.