Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 15
15Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Employing a descriptive, retrospective design, data was collected from hospital medical records. Clinical information about pregn- ancy, delivery and the infants condition together with known risk factors was collected, along with their blood glucose levels and management provided. The cohort was newborns requiring monitoring of blood glucose within the first 72 hrs. after birth. A total of 955 infants were inclu- ded in the study, out of 3468 total births at the hospital in 2010. Gestational age ranged from 24–42 weeks and 77,2% were fullterm (> 37 weeks). Average birthweight was 3273 g (530–5280 g), 32,5% were admitted to the neonatal intensive care unit and 30,2% were observed there for a short period of time. The total prevalence of hypoglycemia (< 2,2 mmol/L) was found to be 21,2% and 19,1% in fullterm newborns. The first measurement was obtained within an hour of birth in 60% of newborns. Blood glucose was measured only once in 16,4% but median number of measurements was four during the first 72 hours. Approximately 55% had their lowest levels within two hours of birth. Being late preterm, large for gestational age and having a mother treated with insulin due to diabetes was significantly related to lower blood glucose. The prevalence of hypoglycemia was high compared to studies from other countries. This can be explained partly by the cohort being not only healthy newborns. Blood glucose monitoring was found to be in part ineffectual with a large proportion of measurem- ents taking place within an hour of birth, making it difficult to distinguish between pathological hypoglycemia and normal adapta- tion to extrauterine life. Keywords: Hypoglycemia, neonates, risk factors, blood glucose monitoring. INNGANGUR Lífeðlisleg aðlögun nýbura eftir fæðingu felur meðal annars í sér að tryggja nægilegt orkuframboð og viðhalda eðlilegum blóðsykri. Lágur blóðsykur (e. hypoglycemia) er algengasta efnaskiptavanda- málið á nýburaskeiði. Í flestum tilfellum er þessi lækkun á blóðsykri væg en hjá sumum nýburum það mikil og langvarandi að þörf er á meðhöndlun (Aylott, 2006). Þar sem áhættuþættir blóðsykurslækkunar eru flestir þekktir ráðleggur Alþjóða heilbrigðisstofnunin að eingöngu skuli skima nýbura í áhættuhópi og þá sem eru með einkenni sem bent geti til of lágs blóðsykurs (Williams, 1997). Þekking ljósmæðra, hjúkrunar- fræðinga sem og annarra sem koma að umönnun nýbura fyrst eftir fæðingu á blóðsykurstjórnun nýbura, áhættuþáttum blóðsykurslækk- unar og einkennum er nauðsynleg til að koma í veg fyrir bæði of- og vangreiningu lágs blóðsykurs. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna (1) algengi lágs blóðsykurs meðal nýbura fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu, (2) algengi helstu áhættuþátta fyrir lágum blóðsykri og (3) hvernig staðið var að eftirliti með blóðsykri þeirra, þ.e. hvenær og hversu oft blóðsykur var mældur, hversu lágur hann mældist og hvenær hann mældist lægstur. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Skilgreining of lágs blóðsykurs hjá nýburum Lengi hefur verið deilt um hvernig eigi að skilgreina of lágan blóð- sykur hjá nýburum. Notaðar hafa verið ólíkar nálganir í rannsóknum og fræðilegri umræðu en sameiginleg niðurstaða er sú að ekki sé hægt að skilgreina of lágan blóðsykur sem eitt ákveðið blóðsykur- gildi þar sem það geti verið breytilegt milli einstaklinga á grund- velli lífeðlislegs þroska og undirliggjandi sjúkdómsástands (Milcic, 2008). Þessir erfiðleikar hafa valdið því að eftirlit með blóðsykri nýbura hefur verið breytilegt og óvissa einkennt klíníska ákvarð- anatöku heilbrigðisstarfsmanna sem koma að umönnun nýbura. Slík óvissa leiðir af sér ósamræmi í klínískri ákvarðanatöku og dregur úr gæðum þjónustu við nýbura og foreldra þeirra (Cranley, Doran, Tourangeau, Kushniruk og Nagle, 2009). Til að draga úr ósamræmi af þessu tagi hefur verið lagt til að skilgreina fremur svokölluð aðgerðarmörk (e. operational thresholds) sem eru „þau mörk blóð- sykurs þar sem heilbrigðisstarfsmaður ætti að íhuga að beita viðeig- andi leiðréttandi íhlutunum í þeim tilgangi að hækka blóðsykurs- gildi“ (Cornblath o.fl., 2000). Í flestum fræðigreinum er þannig mælt með leiðréttandi íhlutunum mælist blóðsykur lægri en 2,0 mmól/L hjá nýburum og að meðferð miði að því að halda blóðsykri yfir 2,5 mmól/L. Ekki er talin ástæða til að nota önnur viðmiðunargildi fyrir fyrirbura (Cornblath o.fl., 2000; Desphande og Platt, 2005). Lífeðlisfræði blóðsykurstjórnunar nýbura Í móðurkviði er fóstrið algjörlega háð flutningi næringarefna yfir fylgju frá móður til að uppfylla orkuþarfir sínar. Fóstrið safnar orkuforða í formi glycogens og fitu, sérstaklega á síðasta þriðj- ungi meðgöngunnar (Persson, 2009). Þegar klemmt hefur verið fyrir naflastrenginn eftir fæðingu lækkar blóðsykur allra nýbura hratt en mismikið (Hay, Raju, Higgins, Kalhan og Devaskar, 2009; Milcic, 2008). Heilbrigður fullburða nýburi bregst við þessari lækkun blóðsykurs með minnkaðri insúlínframleiðslu og aukinni losun glucagons, katekólamína og skjaldkirtilshormóna. Horm- ónin stuðla að hækkun blóðsykurs með niðurbroti á glycogenforða í lifur og nýrum (e. glycogenolysis) og aukinni sykurframleiðslu í lifur úr öðrum efnum eins og glyceroli, laktati, pyruvate og vissum amínósýrum (e. gluconeogenesis) (Hatfield, Schwoebel og Lynyak, 2011). Þessi breyting á efnaskiptum nýburans gerir honum kleift að lifa sjálfstæðu lífi utan móðurkviðar og blóðsykur hækkar á þriðju klukkustund eftir fæðingu. Nýburinn nýtir einnig fleiri leiðir til orkuefnaskipta, til dæmis með niðurbroti frírra fitusýra (e. lypolysis) og myndun ketóna (e. ketogenesis) sem auðveldar honum að takast á við takmarkað fæðuframboð fyrstu dagana eftir fæðingu (Milcic, 2008; Persson, 2009). Algengi of lágs blóðsykurs hjá nýburum Algengi blóðsykurslækkunar er breytilegt eftir því hvernig rannsak- endur skilgreina of lágan blóðsykur hjá nýburum. Fjölmargar rann- sóknir lýsa algengi frá 0,4% til 40% en algengast er að sjá tölur um algengi frá 5–15% (Straussman og Levitsky, 2010). Flest bendir til að blóðsykurslækkun sé oftast skammvinn og blóðsykur hækki án inngripa hjá fullburða nýburum nema ef um sé að ræða undirliggj- andi sjúkdóm eða meðfæddan galla (Aylott, 2006). Afleiðingar of lágs blóðsykurs hjá nýburum Af heildarorkuþörf nýburans fara um 65% til heilans og er orku- gjafinn fyrst og fremst sykur (Holliday, 1971). Nægilegt framboð sykurs er því nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri heilastarfsemi. Þegar styrkur sykurs í blóði lækkar eykst framleiðsla tímabundið á öðrum orkugjöfum sem heilinn getur nýtt sér, svo sem ketónum, laktati og pýrúvati (Hay o.fl., 2009). Langvarandi lágur blóðsykur samhliða skorti á öðrum orkugjöfum veldur orkuskorti í frumum líkamans og getur þannig skaðað bæði taugunga og taugatróð. Í fræðilegri samantekt á 18 rannsóknum á áhrifum lágs blóðsykurs fyrstu vikuna eftir fæðingu á taugaþroska bæði fyrirbura og fullburða barna komust Boluyt og félagar (2006) að því að ekki væri hægt að segja með vissu hversu lágur blóðsykur þarf að vera og hve lengi til að valda varanlegum skaða á miðtaugakerfi. Niðurstöður bentu þó til að skammvinn (< 2 klst.) einstök tímabil blóðsykurslækkunar valdi líklega ekki varanlegum skaða á heila barns. Áhættuþættir of lágs blóðsykurs hjá nýburum Þótt lækkun á blóðsykri fyrst eftir fæðingu sé hluti af lífeðlislegri aðlögun allra nýbura, þá er um óeðlilegt ástand að ræða hækki hann ekki aftur innan fjögurra klukkustunda frá fæðingu (Armentrout, 2010). Undirliggjandi orsökum viðvarandi blóðsykurslækkunar má gróflega skipta í tvær gerðir (Armentrout, 2010). Sú fyrri er algengari og er vegna skerts orkuforða, einkum glycogens, í lifur og öðrum líffærum. Einnig er geta líkamans til að framleiða sykur úr öðrum næringarefnum þá skert. Síðari gerðin orsakast af aukinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.