Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 18
18 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Í úrtakinu voru margir nýburar með fleiri en einn áhættu- þátt blóðsykurslækkunar en ekki var lagt mat á fjölda þeirra hjá hverjum og einum. Í rannsókn Hoops og félaga (2010) kom fram að blóðsykursgildi lækkaði marktækt hjá nýburum með fjóra eða fleiri áhættuþætti og/eða einkenni blóðsykurslækkunar. Eins og vænta mátti voru sterk tengsl milli lágs blóðsykurs barnanna og sykursýki móður sem meðhöndla þurfti með insúlíni. Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsókna (Weindling, 2009) á áhrifum sykursýki á meðgöngu á útkomu nýbura þar sem fram kemur að þörf mæðra fyrir insúlín eykur marktækt líkur á óeðlilegri blóð- sykurslækkun nýbura og öðrum fylgikvillum hjá þeim bæði í og eftir fæðingu. Blóðsykur var mældur á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir fæðingu hjá stærstum hluta úrtaksins. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að innan tveggja klukkustunda frá fæðingu er talið að ekki sé hægt að greina á milli eðlilegrar blóðsykurslækkunar og sjúk- legs ástands hjá nýburum, sérstaklega hjá fullburum (Desphande og Platt, 2005; Wight, 2006). Jafnframt er talið að svo skamm- vinnt tímabil of lágs blóðsykurs hafi ekki neikvæð áhrif á þroska nýbura (Adamkin, 2011; Boluyt o.fl., 2006; Rozance og Hay, 2010). Að einhverju leyti skýrist þetta af háu hlutfalli nýbura með áhættuþætti blóðsykurslækkunar í úrtaki en samkvæmt nýlegum gagnreyndum leiðbeiningum frá bandaríska barnalæknafélaginu (American Academy of Pediatrics) á að mæla blóðsykur hjá einkennalausum nýburum í áhættuhópum (síðfyrirburum, þung- burum, léttburum og börnum sykursjúkra mæðra) 30 mínútum eftir fyrstu gjöf en hún á að eiga sér stað innan klukkustundar frá fæðingu (Adamkin, 2011). Þannig er ekki mælt með mælingu blóðsykurs fyrir klukkustundar aldur, jafnvel þótt áhættuþættir blóðsykurslækkunar séu til staðar, en í úrtakinu í þessari rannsókn hafði blóðsykur verið mældur hjá tæplega 60% nýbura innan þess tíma. Einnig getur hátt hlutfall innlagnar og/eða eftirlits á nýbura- gjörgæslu meðal nýbura í úrtaki skýrt að hluta til fjölda mælinga á blóðsykri fyrir tveggja klukkustunda aldur þar sem algengt er að blóðsykur sé mældur við komu (Gróa Sturludóttir, Katrín Kolka Jónsdóttir, Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir, 2011) en tíðasta gildi aldurs við komu á nýburagjörgæslu var 20 mínútur. Erlendar rannsóknir á eftirliti með blóðsykri nýbura mæðra með sykursýki hafa sýnt fram á marktækan mun á aldri nýbura við fyrstu mælingu eftir því hvort eftirlit fer fram á fæðingar- og sængurlegudeild eða á nýburagjörgæslu (Weindling, 2009). Niður- stöður rannsóknarinnar hvað varðar aldur nýbura við fyrstu blóð- sykursmælingu gefa þannig vísbendingu um að ákvarðanataka um mælingu á blóðsykri byggist ekki alltaf á gagnreyndri þekkingu á blóðsykurstjórnun nýbura. Líkt og aðrar afturskyggnar rannsóknir sem byggja á gögnum úr sjúkraskrám hefur rannsókn þessi ýmsar takmarkanir. Upplýs- ingum var safnað úr þremur ólíkum gagnasöfnum og því ljóst að margir aðilar hafa komið að því upphaflega að afla, meta og skrá upplýsingarnar. Blóðsykursmælingar voru framkvæmdar af fjölda heilbrigðisstarfsmanna. Styrkur rannsóknar felst í stærð og samsetningu úrtaks. Um 70% fæðinga á landsvísu eru á Landspít- alanum (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, 2011). Flestir nýburar með áhættuþætti blóðsykurslækkunar fæðast á Landspítalanum og því líklegt að í úrtakinu sé stór hluti þýðisins. Í úrtakinu voru eingöngu þeir nýburar sem blóðsykur var mældur hjá, sem reyndist rúmur fjórðungur nýbura fæddur þetta ár á sjúkrahúsinu. Niðurstöð- urnar gefa þannig vísbendingu um algengi lágs blóðsykurs meðal íslenskra nýbura og grófa mynd af því hvernig staðið var að fram- kvæmd eftirlits með blóðsykri nýbura á kvenna- og barnasviði Landspítala. ÁLYKTANIR Algengi lágs blóðsykurs í þessari rannsókn var hátt í samanburði við niðurstöður erlendra rannsókna. Það má trúlega skýra að hluta með ótímabærum blóðsykursmælingum, sérstaklega hjá fullburða nýburum, sem valda því að ekki var hægt að greina milli eðli- legrar lífeðlislegrar aðlögunar og sjúklegs ástands. Eftirlit með blóðsykri nýbura var ómarkvisst, blóðsykur var mældur of sjaldan hjá ríflega helmingi nýbura þegar tekið er mið af gagnreyndum leiðbeiningum um eftirlit með blóðsykri eftir fæðingu. Niðurstöð- urnar gefa til kynna að líklega megi fækka talsvert þeim börnum sem blóðsykur er mældur hjá fyrst eftir fæðingu en jafnframt að bæta þurfi eftirlit með blóðsykri ákveðinna hópa nýbura, sérstak- lega síðfyrirbura, þungbura og barna sykursjúkra mæðra sem hafa notað insúlín á meðgöngu. Til langs tíma hefur ekki verið einhugur um skilgreiningu of lágs blóðsykurs hjá nýburum og engar leiðbeiningar verið til um eftirlit með blóðsykri nýbura á kvenna- og barnasviði Landspít- ala. Ákvörðun um mælingu blóðsykurs hjá nýbura ætti að byggja á nákvæmu mati á heilsufari móður á meðgöngu, gangi fæðingar og ástandi barns með tilliti til áhættuþátta og einkenna blóðsykur- slækkunar. Niðurstöður þessarar rannsóknar bera vitni um nauðsyn gagnreyndra leiðbeininga til að styðja við klíníska ákvarðanatöku hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og lækna og draga þannig úr bæði of- og vangreiningu lágs blóðsykurs hjá nýburum. Skilgreina þarf aðgerðarmörk of lágs blóðsykurs í þeim tilgangi að draga úr breytileika í ákvarðanatöku og auka þannig gæði þjónustu við nýbura og foreldra þeirra. HEIMILDIR Adamkin, D.H. (2011). Clinical report – postnatal glucose homeostasis in late- preterm and term infants. Pediatrics, 127(3), 575–579. Alkalay, A.L., Sarnat, H.B., Flores-Sarnat, L., Elashoff, J.D., Farber, S.J. og Simmons, C.F. (2006). Population meta-analysis of low plasma glucose thresholds in full-term normal newborns. American Journal of Perinatology, 23(2), 115–119. Armentrout, D. (2010). Glucose management. Í M.T. Verklan og M. Walden (ritstj.), Core Curriculum for Neonatal Intensive Care Nursing (bls. 172– 181). St. Louis, Missouri: Saunders Elsevier. Aylott, M. (2006). The neonatal energy triangle Part 1: Metabolic adaptation. Paediatric Nursing, 18 (6), 38–42. Bird, T.M., Bronstein, J.M., Hall, R.W., Lowery, C.L., Nugent, R. og Mays, G.P. (2010). Late preterm infants: Birth outcomes and health care utilization in the first year. Pediatrics, 126(2), 311–319. Boluyt, N., von Kempen, A. og Offringa, M. (2006). Neurodevelopment after neonatal hypoglycemia: A systematic review and design of an optimal future study. Pediatrics, 117(6), 2231–2243. Cornblath, M., Hawdon, J.M., Williams, A.F., Aynsley-Green, A., Ward- Platt, M.P., Schwartz, R. og Kalhan, S.C. (2000). Controversies regarding definition of neonatal hypoglycemia: Suggested operational thresholds. Pediatrics, 105(5), 1141–1145. Cranley, L., Doran, D.M., Tourangeau, A.E., Kushniruk, A. og Nagle, L. (2009). Nurses´ uncertainty in decision-making: A literature review. Worldwiews on Evidence-Based Nursing, 6 (1), 3–15. DePuy, A.M., Coassolo, K.M., Som, D.A. og Smulian, J.C. (2009). Neonatal hypoglycemia in term, nondiabetic pregnancies. American Journal of Obstetrics & Gynecology, 200(5), 45–51. Desphande, S. og Platt, M.W. (2005). The investigation and management of neonatal hypoglycemia. Seminars in fetal and neonatal medicine, 10, 351–361. Diwakar, K.K. og Sasidhar, M.V. (2002). Plasma glucose levels in term infants who are appropriate size for gestation and exclusively breast fed. Archives of disease in childhood. Fetal and neonatal edition, 87, 46–48. Gróa Sturludóttir, Katrín Kolka Jónsdóttir, Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir (2011). Nýburar í áhættumati á vökudeild: Lýsandi rannsókn á eftirliti eins árgangs. Tímarit hjúkrunarfræðinga,87 (4), 66–71. Haninger, N.C. og Farley, C.L. (2001). Screening for hypoglycemia in healthy term neonates: effects on breastfeeding. Journal of Midwifery & Women´s Health, 46(5), 292–301. Hatfield, L., Schwoebel, A. og Lynyak, C. (2011). Caring for the infant of a diabetic mother. The American Journal of Maternal/Child Nursing, 36(1), 10–16. Hay, W.W., Raju, T. N.K., Higgins, R.D., Kalhan, S.C. og Devaskar, S.U. (2009). Knowledge gaps and research needs for understanding and treating neonatal hypoglycemia: Workshop report from Eunice Kennedy Shriver National Institute of Child Health and Human Development. The Journal of Pediatrics, 155(5), 612–617. Hewitt, V., Watts, R., Robertson, J. og Haddow, G. (2005). Nursing and midwifery management of hypoglycaemia in healthy term neonates. International Journal of Evidence Based Healthcare, 3, 169–205. Holliday, M.A. (1971). Metabolic rate and organ size during growth from infancy to maturity and during late gestation and early infancy. Pediatrics, 47(1), Suppl. 2, 169–179.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.