Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 46
46 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 AÐRAR MEÐFERÐIR ERU: Nálastungur á meðgöngu Ljósmæðurnar Súsanna Knútsdóttir og Margrét Unnur Sigtryggsdóttir hafa sinnt nálastungum á meðgöngu hjá fyrirtækinu þar sem ýmsir meðferðarmöguleikar eru í boði, svo sem við ógleði, grindarverkjum og undirbúningsnálar svo eitthvað sé nefnt. Nuddnámskeið fyrir verðandi foreldra hefur verið í höndum Margrétar Unnar Sigtryggsdóttur ljósmóður þar sem hún hefur kennt nuddtækni til notkunar í fæðingu og hvernig hægt sé að nudda ýmis álagssvæði á meðgöngu til að bæta líðan kvenna. Brjóstagjafafræðsla er nýhafin hjá fyrirtækinu og er Ingibjörg Eiríks- dóttir, ljósmóðir og brjóstaráðgjafi, með þá fræðslu. Ingibjörgu þarf vart að kynna enda starfað lengi sem ljósmóðir og er hafsjór af fróðleik um allt sem tengist meðgöngu og brjóstagjöf. Nýburarnir eru einnig velkomnir í 9 mánuði en Elsa Ruth Gylfa- dóttir ljósmóðir er með námskeið fyrir nýbakaða foreldra sem vilja læra grunntækni í ungbarnanuddi og læra þar skref fyrir skref að nudda nýbu- rann. Námskeiðið nefnir hún Stubbanudd en Elsa er viðurkenndur leið- beinandi í ungbarnanuddi frá alþjóðlegum samtökum ungbarnanudds, International Association of Infant Massage. Hypnobirth námskeiðið þarf vart að kynna en Kristbjörg Magnús- dóttir ljósmóðir hefur undanfarin ár kennt sjálfsdáleiðslutækni í fæðingu. Í stuttu máli felst í þessari aðferð að barnshafandi konur nái valdi á hugsunum sínum sem gerir þeim kleift að takast á við fæðingu án þess að sársauki, hræðsla og vanmáttur yfirskyggi upplifun þeirra. Upphafs- maður aðferðarinnar er Marie F. Mongan dáleiðslusérfræðingur sem er mörgum íslenskum ljósmæðrum að góðu kunn. Áhugavert námskeið er að hefjast hjá 9 mánuðum sem ber heitið „Ertu að verða foreldri“. Námskeiðið er fyrir verðandi foreldra og er ætlað að hjálpa þeim að undirbúa sig fyrir þær breytingar sem verða á parasambandinu við að verða foreldrar. Það eru þau Ástþóra Kristins- dóttir ljósmóðir og Ólafur Grétar Gunnarson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi sem hafa umsjón með námskeiðinu en þau eru bæði Gotttman-leiðbein- endur. Dr. Julie Gottman og dr. John Gottman eru í forystusveit fræði- manna og fjölskylduráðgjafa en rannsóknarniðurstöður þeirra hjóna hafa sýnt að með því að undirbúa pör fyrir foreldrahlutverkið skapist einstakt tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á parasambandið og velferð barnsins. Sálfræðiþjónusta Við erum einnig heppnar að hafa fengið til liðs við okkur sálfræðinginn Hrefnu Hrund Pétursdóttur en hún hefur unnið mikið með konur á meðgöngu og eftir fæðingu. Þunglyndi og kvíði á meðgöngu er vangreint vandamál af því að oft skammast konur sín fyrir hvernig þeim líður. Oftast er talað um meðgönguna sem tíma hamingju en því miður þá er það ekki raunveruleikinn fyrir allar konur. Þess vegna er mikilvægt að við ljósmæður sem verðum varar við þannig líðan hjá konu á meðgöngu eða í sængurlegu getum vísað þeim sem á þurfa að halda áfram til annarra fagstétta. Nuddmeðferðir 9 mánaða eru vinsælar og eru margvíslegar nuddmeð- ferðir í boði en ber þar fyrst að nefna meðgöngunuddið. Þar er tekið tillit til þarfa hverrar konu fyrir sig en algengustu álagssvæði á meðgöngu eru axlir, brjóstbak, mjóbak, svæði mjaðmagrindar og kálfa. Nuddið er þétt og losandi. Boðið er upp á sérstakan meðgöngubekk sem gerir barnshaf- andi konu kleift að liggja á maganum með stuðning undir kúluna sem hentar vel alla meðgönguna. Allir nuddarar hjá 9 mánuðum hafa lokið fullgildu nuddnámi og eru meðlimir í Félagi íslenskra heilsunuddara. Nuddararnir starfa sem sjálfstæðir verktakar og hafa orðið sína föstu kúnna sem koma aftur og aftur, enda er ekkert betra en að leyfa sér að fara í gott nudd endrum og sinnum. Grindarbotnsþjálfun á meðgöngu Fyrirhugað var að vera með áhugavert námskeið fyrir konur til að ná tökum á grindarbotnsæfingum á meðgöngu en það námskeið hefur enn ekki náð fótfestu. Hvort það sé vegna þess að grindarbotninn sé ekki það svæði sem konur hugi að á meðgöngunni skal ósagt látið en vitað er að með því að stunda grindarbotnsæfingar á meðgöngu þá er stuðlað að því að auðveldara sé að ná upp fyrri styrk og fyrirbyggja ýmist vandamál, eins og þvagleka eftir fæðingu. Leiðbeinandi þessa námskeiðs er Guðrún Magnúsdóttir sjúkraþjálfari. Jóga Hatha-jóga er tvisvar í viku þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, hugleiðslu, öndun og slökun. Þetta eru jógatímar á persónulegum nótum í litlum hópi en mest geta 12 verið saman í hóp. Sigríður Herdís Ásgeirsdóttir sér um jógakennsluna sem kennd hefur verið á mánu- dögum og fimmtudögum. Eins og sjá má þá veitir fyrirtækið 9 mánuðir – ljósmæðrasetur margvíslega þjónustu þar sem þjónusta ljósmæðra er í aðalhlutverki og viljum við gjarnan auka þjónustu þeirra enn frekar. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður tíminn að leiða í ljós en hugmyndirnar eru margar, og eins og segir í inngangi greinarinnar þá eigum við enn stóra drauma sem vonandi eiga eftir að rætast. Með góðri samvinnu og stuðningi ljósmæðra væri hægt að auka hlut ljósmæðra í sjálfstæðum rekstri og þá ætti draumurinn um samfellda og hagkvæma þjónustu til verðandi foreldra að verða að veruleika. Við ljúkum því þessari umfjöllun okkar á svipuðum nótum og í lokaverkefni okkar forðum daga en þá töldum við rétt að konur ættu að hafa val um að nýta sér hagkvæma barn- eignarþjónustu sem væri í höndum ljósmæðra. Það væri efnahagslega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið allt og fæli í sér persónulegan ávinning fyrir konur og fjölskyldur þeirra. Við erum sama sinnis í dag. Með bestu kveðju, Elín Arna Gunnarsdóttir og Guðrún I. Gunnlaugsdóttir Ljósmæður Kristbjörk kynnti ilmkjarnaolíur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.