Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 39

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 39
39Ljósmæðrablaðið - desember 2014 PROMPT námskeið eru þverfaglegar æfingar fyrir lækna og ljós- mæður sem koma að meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Markmið æfinganna eru að tryggja skjót og markviss viðbrögð við bráðatilfellum og þjálfa samskipti fagfólks með áherslu á skýr skilaboð. Æfingarnar eru afrakstur áralangrar þróunarvinnu og rannsókna á Bretlandi. Bresk rannsókn (SaFE rannsóknin) sýndi að þekking, verkleg geta og samskipti bötnuðu með PROMPT þjálfun. Sama rannsókn sýndi að með innleiðingu PROMPT þjálfunar í Bristol á Englandi varð 50% fækkun á lágum apgar hjá nýburum, 50% fækkun á heilaskemmdum nýbura vegna súrefnisnauðar og 70% færri brachial plexus taugaskaðar hjá nýburum vegna axlaklemmu. Það sem einkennir PROMPT bráðaæfingarnar er: • Þjálfun á staðnum sem tilfellin geta komið upp. • 100% mæting starfsfólks á æfingarnar einu sinni á ári. • Þverfagleg þjálfun ljósmæðra og lækna. • Áhersla á teymisvinnu í bráðatilvikum. • Að kynna og bæta verkferla, oft eftir ábendingum starfsfólks á bráðaæfingunum. • Notkun á raunverulegum leikmunum, gínum og leikurum á æfingunum. PROMPT Á ÍSLANDI Í mars 2013 voru tvær ljósmæður og tveir sérfræðilæknar send á PROMPT námskeið fyrir leiðbeinendur hjá Royal College of Obstetrici- ans and Gynaecologists í London. Þau komu heim með „Course in a Box“ eða námskeið í kassa. Kassinn innihélt bók fyrir PROMPT leið- beinendur, aðra bók fyrir þátttakendur og geisladisk með fyrirlestrum og leiðbeiningum fyrir leiknar bráðaæfingar. Eftir námskeiðið í London tók við mikil vinna við að þýða æfingarnar og staðfæra miðað við íslenskar aðstæður og verklag. Fyrsti PROMPT dagurinn á kvennadeild LSH var haldinn 8. maí 2013. Áætlað er að halda fimm til sex PROMPT bráðadaga á ári. FYRIRKOMULAG PROMPT BRÁÐAÆFINGA • Allir starfsmenn fara á PROMPT dag einu sinni á ári. • Fyrirlestrar fyrir hádegi – bráðaæfingar eftir hádegi. • Þátttakendunum skipt í teymi sem vinna saman allan daginn. • Allir þátttakendur fá að láni PROMPT bók til að lesa fyrir bráðadaginn og upplýsingahefti til eignar. Fyrirlestrar og æfingar breytast milli ára. Árið 2013 var eftirfarandi tekið fyrir á PROMPT dögunum: • Bráðatilvik við deyfingar. • Endurlífgun móður. • Hlustun fósturhjartsláttar. • Blæðing eftir fæðingu. • Eclampsía. • Axlarklemma. • Endurlífgun nýbura. Í ár var svo eftirfarandi tekið fyrir: • SBAR. • Ofnæmislost/endurlífgun móður. • Hlustun fósturhjartsláttar. • Blæðing fyrir fæðingu. • Tvíburar. • Sitjandafæðingar. • Endurlífgun nýbura. LÍF OG HALLA Styrktarfélagið Líf keypti tvær sérhannaðar PROMPT æfingagínur til að nota við bráðaæfingarnar. Gínurnar eiga að hjálpa til við að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. „Börnin“ eru um 3 kg og þar með nálægt eðlilegri fæðingarþyngd, eru þau með liðamót í höndum og fótum sem gera æfingarnar raunverulegri. Grindin eða „mamman“ er einnig góð til kennslu. Hægt er að opna hana þannig að sést inn í grindina og þannig má sjá hvernig handbrögðum er beitt. Grindin hlaut nafnið Líf í höfuðið á styrktarfélaginu en „barnið“ nafnið Halla eftir tveimur leiðbeinendum á PROMPT námskeiðunum. LEIKKONUR Á PROMPT æfingunum er reynt að líkja sem mest eftir raun- verulegum aðstæðum og hafa ljósmæðranemar, hjúkrunarnemar og læknanemar aðstoðað leiðbeinendurna við að leika konur í meðgöngu og fæðingu. Leikkonurnar fá handrit sem þær styðjast við. Þær hafa sagt okkur að það sé mjög lærdómsríkt að fá að taka þátt í æfingunum. Halla Ósk Halldórsdóttir ljósmóðir. PROMPT á Íslandi PRactical Obstetric Multi-Professional Training Losun axlaklemmu æfð Endurlífgun barnshafandi konu æfð.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.