Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 7
7Ljósmæðrablaðið - desember 2014 R I T R Ý N D G R E I N ÚTDRÁTTUR Í ýmsum fræðigreinum og bókum er talað um að eitt af því sem ljós- mæður og læknar sem starfa við fæðingar óttist sé axlarklemma í fæðingu án þess að þessi fullyrðing sé studd með vísun í rannsóknir. Tilgangur rannsóknarinnar sem greinin byggist á var að reyna að fá fram viðhorf íslenskra ljósmæðra til axlarklemmu í fæðingu, byggð á eigin þekkingu og reynslu. Þátttakendur í rannsókninni voru 17 ljósmæður og einn ljósmóð- urnemi. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, rýnihóparannsókn. Voru þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki og skiptust þeir í þrjá hópa. Eitt viðtal var tekið við hvern hóp. Stuðst var við fyrir- bærafræðilega og menningarbundna nálgun við söfnun og greiningu gagna. Greind voru þrjú meginþemu með undirþemum: Öryggi, virðing, samvinna og traust; Þekking – fagleg reynsla, að þekkja aðferðirnar; Erfið lífsreynsla – „maður verður heilsulaus á sálinni“. Frásagnir ljósmæðranna endurspegluðu staðgóða þekkingu á viðbrögðum við axlarklemmu og mikilvægi tengsla og trausts milli þeirra og konu í fæðingu, þörfina fyrir þverfaglega samvinnu og að þekking þeirra og reynsla væri virt. Þær hafa upplifað erfiðleika og áföll í tengslum við starfið, en leitast við að finna leiðir til að styrkja sig og halda áfram. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að þörf sé á sálfélags- legu teymi sem stutt geti við bakið á ljósmæðrum sem lenda í áföllum sem tengjast starfi þeirra. Tímabært er að huga að því að skrá axlarklemmur betur, en opinberar tölur hér á landi eru ekki aðgengi- legar. Þá sýna niðurstöðurnar að vel má flokka axlarklemmur eftir alvarleika sem getur þá líka stuðlað að markvissari vinnubrögðum við að losa axlir í fæðingu. Lykilorð: Axlarklemma, fæðing, ljósmæður, erfið reynsla, þekking. ABSTRACT In various scientific articles and books it is stated that one of the things that midwives and obstetricians fear most during a birth is the occurrence of a shoulder dystocia. This statement is, however, rarely supported by research. The purpose of this study was to explore the attitude of Icelandic midwives towards shoulder dystocia, built on their own knowledge and experience. It is a qualitative research based on focus group interviews. Participants in the study were 17 midwives and one midwifery student. Participants were chosen with a convenience sampling and were split into three groups. Each group was interviewed once. Phenomenological and ethnographical approaches were used when conducting and analysing the interviews. Three main themes with subthemes were identified: Safety, cooper- ation, trust; Knowledge – professional experience, “a step ahead”; Difficult experience “your soul suffers as a result“. The midwives’ narratives show professional knowledge about interventions needed in handling shoulder dystocia and the importance of trust and conn- ection with the woman giving birth. Furthermore, they emphas- ised the need for interdisciplinary cooperation and that their own knowledge and work experience would be recognised. They have experienced difficulty and trauma in their professional practice and seek to find ways to gain the strength to carry on their work. Based on the results the conclusion can be drawn that a psychosocial team is needed to support midwives that have experienced trauma in their work and help them work through the experience. Furthermore, the frequency of shoulder dystocia needs to be better documented as presently the official number in Iceland is not available. Additionally, the results show that shoulder dystocia Þekking og reynsla ljósmæðra af axlarklemmu í fæðingu „... ef ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur ...“ RANNSÓKN Fyrirspurnir Björg Sigurðardóttir bjorg@hss.is Ólöf Ásta Ólafsdóttir 2 ljósmóðir PhD Björg Sigurðardóttir 1 ljósmóðir M.Sc. 1. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2. Lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði Hjúkrunarfræðideild HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.