Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 40
40 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Það var ógleymanleg stund þegar við systurnar vorum boðaðar í Eirberg vorið 2013 í kaffiboð til eldri ljósusystra. Við horfðum hver á aðra og okkur var tjáð að þetta væru nýju bestu vinkonur okkar og að sambandið ætti eftir að styrkjast á næstu mánuðum. Það var hverju orði sannara. Við ákváðum að hittast á kaffihúsi í miðborginni viku fyrir skólabyrjun til að kynnast betur og þjappa hópnum saman. Við töluðum frá okkur allt vit langt fram eftir kvöldi og fundum fljótt að við höfðum dottið í lukkupottinn og á einu augabragði eignast stóran og samheldinn vinkonuhóp. Óbilandi áhugi á ljósmóðurfræðinni sameinaði hópinn fljótt og áttu kennarar eflaust í mesta basli með að halda áætlun fyrir spurn- ingum og fjörugum umræðum. Við vorum það spenntar fyrir hverri annarri að tilfinningin var nánast eins og að byrja í nýju sambandi. Þegar við settumst niður til að skrifa þessa grein komu margar skemmtilegar minningar upp í hugann. Verkefnaálagið á fyrstu skólaönn- inni kom okkur örlítið á óvart, svo ekki sé meira sagt. Við sátum gjarnan langt fram eftir nóttu og kepptumst við að klára verkefnin. Sumar enduðu með fleiri en ein gleraugu til að skerpa sýn á löngum andvökunóttum en að sjálfsögðu kom ekki til greina að gefa neitt eftir í kökubakstri fyrir verkefnakynningar og kökurnar því oft bakaðar rétt undir morgun. Mikil spenna ríkti í hópnum þegar við byrjuðum í verknámi eftir áramótin. Við héldum af stað í Hreiðrið með barnasmekki í töskunum sem ætlaðir voru fyrstu ljósubörnunum. Það var óraunveruleg tilfinning á þessum tíma- punkti að eiga eftir að taka á móti barni – í alvörunni – en núna ári síðar eru ljósubörnin okkar orðin rúmlega 200. Handavinnustykkin eru eflaust orðin álíka mörg því að í bekknum leynast margir handavinnusnillingar. Það var því ekki mikið mál að skella í tíu brjóst til að gefa okkar frábæru stóru systrum í útskriftargjöf. Hópurinn er samheldinn og hittist reglulega. Við höfum brallað ýmislegt saman bæði með eldri og yngri ljósusystrum okkar, eins og sumarbústaðarferð, partý, vísindaferð og margt fleira. Þó að við séum búnar að læra heilmikið á þessu eina og hálfa skóla- ári eigum við margt eftir ólært. Óhætt er að segja að þessi tími sé búinn að vera eins og tilfinningaleg rússíbanareið. Við höfum hlegið mikið og grátið smá en alltaf staðið þétt við bakið á hver annarri. Okkur hefur alls staðar verið vel tekið og upp úr standa kynnin við allar þær færu og flottu ljósmæður sem hafa kennt okkur og leiðbeint í skólanum og verknám- inu. Það er von okkar að við munum einn daginn standa í þeirra sporum, ríkar af reynslu og þekkingu en alltaf tilbúnar að læra eitthvað nýtt og spennandi. Það er því tilhlökkun að tilheyra þessari frábæru stétt. F.h. Oddrúnar Erla Björk Sigurðardóttir og Steinunn Rut Guðmundsdóttir Ljósusystur ODDRÚN-FÉLAG LJÓSMÆÐRANEMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.