Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 17
17Ljósmæðrablaðið - desember 2014 sem varða mælingar á blóðsykri. Ýmist er um að ræða nafnbreytur eða jafnbilabreytur. Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá siðanefnd Landspítala, Persónuvernd (2011/020225) og Landlæknisembættinu (2011/040285). Stærð úrtaks reyndist vera 955 nýburar (27,5% lifandi fæddra barna á Landspítala 2010). Meðgöngulengd (metin út frá ómskoðun við 18.–20. viku meðgöngu) spannaði frá tæpum 24 vikum til rúmlega 42 vikna og fæðingarþyngd frá 530–5280 grömmum. Flestir (77,2%) voru fullburða (> 37 vikur) og í eðli- legri þyngd miðað við meðgöngulengd (74%). Í rannsókninni var blóðsykurslækkun skilgreind sem blóðsykur lægri en 2,2 mmól/L til samræmis við þá skilgreiningu sem notuð er í mörgum erlendum rannsóknum. Við tölfræðilega úrvinnslu gagna voru tölfræðiforritin SPSS® (útgáfa 20.0) og JMP Statistical Discovery (útgáfa 7) notuð. Notast var við lýsandi tölfræði fyrir algengi, hlutföll, miðgildi, tíðasta gildi, meðaltöl og staðalfrávik og kí-kvaðratpróf til að meta hvort mark- tækur munur væri á algengi blóðsykurslækkunar eftir ólíkum hópum innan úrtaks. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi < 0,05. NIÐURSTÖÐUR Alls mældust 202 nýburar með blóðsykur lægri en 2,2 mmól/L á fyrstu þremur sólarhringunum eftir fæðingu eða 21,2% úrtaksins í heild (sjá mynd 1). Niðurstöðurnar sýna að síðfyrirburar (fæddir eftir 34+0–36+6 vikur) voru líklegastir til að mælast með lágan blóðsykur miðað við fyrirbura fædda fyrir 34 vikna meðgöngu (p=0,004) og fullburða börn (p=0,0003). Algengi lágs blóðsykurs hjá fullburða nýburum (37+0–42+6 vikur) var 19,1% í heild, en marktækt hærra (p=0,003) hjá nýburum sem fæddir voru eftir 37 (37+0–37+6 ) vikna meðgöngu miðað við þá sem fæddust eftir 38–42 vikna meðgöngu. Þungburar voru í aukinni áhættu að mælast með lágan blóðsykur (p=0,01). Börn mæðra með sykursýki sem meðhöndluð voru með insúlíni á meðgöngu voru marktækt líklegri (p=0,02) til að lækka í blóðsykri en börn þeirra sem voru með meðgöngusykursýki meðhöndlaða með mataræði eingöngu. Miðgildi sem og tíðasta gildi aldurs nýbura við fyrstu mælingu blóðsykurs var 60 mínútur (spönn fimm mínútur til 64 klukku- stundir) enda var blóðsykur fyrst mældur hjá 59,3% nýburanna á fyrstu klukkustund eftir fæðingu og innan tveggja klukkustunda hjá alls 81,3% (sjá mynd 2). Við 30 mínútna aldur hafði blóðsykur verið mældur hjá tæplega 30% nýbura í úrtakinu. Miðgildi fjölda blóðsykursmælinga fyrstu 72 klukkustundirnar eftir fæðingu var fjórar mælingar (spönn ein til 35). Hjá 16,4% nýbura var blóðsykur aðeins mældur einu sinni fyrstu þrjá sólar- hringana eftir fæðingu og fjórum sinnum eða sjaldnar hjá tæplega 56%. Blóðsykursmælingar voru að meðaltali flestar hjá þeim nýburum sem lögðust inn á nýburagjörgæslu en fæstar hjá þeim sem eingöngu gengust undir eftirlit með blóðsykri á fæðingar- og sæng- urlegudeildum (sjá mynd 3). Í einhverjum tilvikum hófst eftirlitið á nýburagjörgæslu en var síðan haldið áfram á sængurlegudeild og öfugt. Meira en helmingur þeirra nýbura sem blóðsykur var mældur hjá einu sinni kom aldrei á nýburagjörgæslu en þeir nýburar sem komu þangað í stutt eftirlit eftir fæðingu voru marktækt líklegri til að vera mældir aðeins einu sinni en aðrir nýburar í úrtaki (p=0,004). UMRÆÐA Rúmlega 21% nýbura í heildarúrtakinu mældist með lágan blóð- sykur en 19,1% fullburða barna. Þetta hlutfall er hátt miðað við niðurstöður erlendra rannsókna þar sem algengi hjá heilbrigðum fullburða nýburum hefur mælst á bilinu 4–15% (Diwakar og Sasidhar, 2002; Hoops o.fl., 2010; Hoseth o.fl., 2000; Straussman og Levitsky, 2010). Þennan mun má að einhverju leyti skýra með ólíkri samsetningu úrtaks því í þessari rannsókn voru m.a. fyrirburar og aðrir nýburar sem þörfnuðust innlagnar á nýburagjörgæslu í lengri eða skemmri tíma og því ekki aðeins um heilbrigða fullburða nýbura að ræða. Einnig voru blóðsykursmælingar framkvæmdar í klínískum tilgangi en ekki í rannsóknarskyni eins og í mörgum hinna rannsókn- anna. Tæp 23% nýburanna voru fæddir fyrir tímann, flestir síðfyrirburar fæddir eftir 34+0–36+6 vikna meðgöngu. Algengi lágs blóðsykurs var hæst hjá þessum hópi og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Bird o.fl., 2010; Leone o.fl., 2012). Athygli rannsakenda beinist í auknum mæli að vandamálum síðfyrirbura sem hafa aðrar þarfir en fullburða börn og hefur ekki verið sinnt sem skyldi (Darcy, 2009). Fyrirburar fæddir fyrir 34. vikna meðgöngu mældust mun sjaldnar með of lágan blóðsykur sem bendir til þess að fyrirbyggj- andi meðferð hafi verið hafin tímanlega. Hjúkrunarfræðingar og læknar eru því greinilega meðvitaðir um vangetu minnstu fyrirbur- anna til að mæta orkuþörf sinni og mikilvægi þess að hefja viðeig- andi næringargjöf (Desphande og Platt, 2005). Algengi lágs blóðsykurs var marktækt hærra hjá nýburum sem fæddust eftir 37 vikna (37+0 –37+6) meðgöngu en barna sem fædd voru eftir 38 til 42 vikna meðgöngu. Það samræmist niðurstöðum rannsóknar DePuy og félaga (2009) á áhættuþáttum blóðsykur- slækkunar hjá fullburða nýburum og gefur vísbendingu um áherslur í eftirliti með blóðsykri þeirra. Mynd 1. Algengi lágs blóðsykurs eftir meðgöngulengd í vikum (N=955) Mynd 2. Dreifi ng fyrstu blóðsykursmælingar eftir aldri nýbura (N=955) Mynd 3. Fjöldi blóðsykursmælinga eftir deildum Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.