Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 47

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 47
47Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Undanfarið hefur starfsumhverfi ljósmæðra og annarra í heilbrigðiskerfinu gjörbreyst. Álag í starfi hefur víðast hvar aukist til muna, mönnun er allsstaðar í lágmarki, sparnaður kemur niður á búnaði deilda/stofnana, skjólstæðingar eru veik- ari og vandi þeirra flóknari en áður. Á niður- skurðartímum býr fólk einnig við minna starfs- öryggi en áður. Frekari niðurskurði verður ekki náð nema með uppsögnum og enginn vill verða næstur til að fá uppsagnarbréf eða minnkun á prósentu. Þetta ástand hefur nú staðið í nokkurn tíma og er farið að koma mjög sýnilega niður á fagfólki. Til félagsins hafa leitað félagsmenn sem eru þjáðir af kvíða og óánægju með að geta ekki vegna aukins álags veitt þá þjónustu sem þeir vilja veita. Fylgifiskur kvíðans er kulnun í starfi og frekari vanlíðan. Og okkar stétt er svo sannarlega ekki sú eina sem eins er ástatt fyrir í heilbrigðiskerfinu. Við aðstæður sem þessar aukast líkur á hverskonar mistökum, bæði stórum og litlum. Þrátt fyrir að ljósmæður leggi sig allar fram um að veita þá bestu þjónustu sem völ er á geta alltaf orðið bæði misskiln- ingur og mistök og ef að það gerist er mikilvægt að bregðast við á sem bestan hátt. Í ljósi þessara breytinga á starfsumhverfi og aukningar kærumála á hendur heilbrigðisstarfsfólki þótti mér rétt að setja niður nokkra punkta sem vert er að hafa í huga ef að aðstæður sem mögulega gætu dregið dilk á eftir sér koma upp. Mál eru ólík og misalvarleg, algengust eru innanbúðarmál sem leysast innan stofnunar, svo eru mál sem vísað er til umsagnar hjá landlækni og lýkur ýmist án eða með áminningu. Það nýjasta eru mál sem kærð eru af skjólstæðingum til lögreglu. Að verða allt í einu flæktur í kvörtun eða kærumál er áfall sem ekki er ráðlagt að bera einn. Ef þú ert í þessum aðstæðum ræddu það þá sem fyrst við einhvern sem þú treystir. Það getur verið starfsfé- lagi, trúnaðarmaður, deildarstjóri eða fulltrúi frá félaginu. Alls ekki standa ein með málið, trúðu einhverjum fyrir því og fáðu þann aðila til að mæta með þér á þá fundi sem boðaðir eru. Það er allt í lagi að biðja um frestun á fundi ef þú ekki treystir þér til að mæta strax og þarft að undirbúa þig betur. Það borgar sig aldrei að mæta óundir- búin. Ef ekki er gerð fundargerð á fundinum fáðu þá þinn stuðnings- aðila til að gera það og láta svo alla fundarmenn kvitta fyrir að fundi loknum. Mál af þessu tagi taka oft langan tíma og þegar á svo að fara að vísa í það sem um var rætt á fundinum er ef til vill enginn sem man hlutina eins. Það skiptir höfuðmáli að skrá vel allt í mæðraskrá. Ekki fara heim og hugsa þér að ljúka við pappírsvinnu næst þegar þú kemur á vakt. Ef þig grunar að hugsanlega geti orðið eftirmálar af atviki taktu þér þá enn betri tíma til að fara í huganum yfir allt sem gerðist og skrá það allt saman. Hafi verið önnur ljósmóðir viðstödd, berðu þá skýrsluna undir hana. Lýstu kringumstæðum (undirmönnun, óvenju mikið að gera o.s.frv.). Ef óskað er eftir greinargerð frá þér þá er nauðsynlegt að hafa í huga að greinargerðin er mikilvægt plagg í þinni málsvörn og því verður að vanda hana vel. Hafðu í huga að halda þig við staðreyndir og nákvæmlega við þá punkta sem þú ert beðin um að gera grein fyrir. Hafðu svarið hnitmiðað. Ef þú ert í vafa um hvað verið er að biðja um skaltu fara fram á frekari útskýringar. Þú getur alltaf beðið um frest til að skila greinargerð ef þú þarft á því að halda. Ekki hika við það ef þér finnst þú ekki vera tilbúin. Forðastu fræðilegan texta/útlend orð í svari þínu. Notaðu venjulega íslensku. Sjúklingar/skjólstæðingar hafa rétt til þess að klaga/kvarta/kæra undan þjónustunni. Þó að þér finnist kæran mjög ósanngjörn eða óréttlát og takir hana mjög nærri þér eða sért reið skaltu varast að láta það koma fram í svari þínu. Settu aldrei fram neikvætt mat á sjálfri þér. Þú gerir grein fyrir því af hverju þú tókst þær ákvarðanir sem þú tókst eða hvers vegna mat þitt á aðstæðum var á þann veg sem það var. Ekki bæta við gagnrýnu mati á aðstæður, þú þarft ekki að benda á það sem eftir á að hyggja hefði mátt betur fara hjá þér. Lýstu aðstæðum á hlutlausan hátt og einbeittu þér að því hvers vegna þú tókst þær ákvarðanir sem þú tókst. Þú átt ekki að taka afstöðu til þess hvort þú hafir í þessum kringumstæðum breytt rétt eða rangt. Hins vegar verður að koma fram hvort þú hafir unnið samviskusamlega og af umhyggju. Mundu eftir að láta koma fram hugsanir þínar sem leiddu til ákvarðanatöku þó að þér finnist augljóst af hverju þú gerðir eins og þú gerðir. Máli þínu til stuðnings getur þú hugsanlega vísað í verklagsreglur deildar og láttu það koma fram ef ekki eru til verklagsreglur um það atvik sem um ræðir. Hafir þú tekið aðra ákvörðun en kemur fram í verk- lagi deildar skaltu rökstyðja þá ákvörðun þína. Í byrjun greinargerðar getur þú gert grein fyrir sjálfri þér og hvernig þú kemur við sögu í umræddum atburði. Gerðu gein fyrir, eins og áður er komið fram kringumstæðum á deildinni þegar umrætt atvik átti sér stað. Þú átt rétt á að fá að sjá alla þá pappíra sem lagðir hafa verið fram vegna málsins. Þú skalt biðja um að fá þá senda heim til þín en ekki í vinnuna. Það er gott að nota tækifærið hér til að benda á það að þær sem lenda í áfalli af einhverju toga í vinnunni geta fengið greidda úr styrktarsjóði átta tíma hjá sálfræðingi að eigin vali. Fyrir þær sem starfa á LSH eru einnig í boði viðtöl hjá prestum spítalans. Þessi pistill er settur saman þar sem dæmin sýna að verulega hefur vantað aðgengilegar upplýsingar um hvernig á að snúa sér ef eitt- hvað kemur upp og hvernig á að bregðast við. Þetta er engan vegin tæmandi en hugsað sem byrjunarskref. Stuðst er við þær leiðbein- ingar sem norska og danska ljósmæðrafélagið hafa gefið út til sinna félagsmanna. Áslaug Valsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands Breytingar á starfsumhverfi ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta. Hvað er gott að hafa í huga ef að þú verður fyrir starfstengdu áfalli eða ef faglegt mat þitt er dregið í efa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.