Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 11
11Ljósmæðrablaðið - desember 2014 stuðning þegar á þyrfti að halda. Eru þessar frásagnir þeirra í samræmi við niðurstöður Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) að í sambandi milli ljósmæðra og kvenna þróist innsæisþekking sem byggist bæði á reynslu í starfi og andlegri meðvitund. Erfið lífsreynsla – „maður verður heilsulaus á sálinni“ Það virtist sem ljósmæðurnar væru ekki vanar að tala um eigin tilf- inningar og líðan, öfugt við aðra hluta umræðnanna þar sem þurfti lítillar hvatningar við. Atburðirnir stóðu þeim samt sem áður ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum og lýstu þær því hvernig þær fundu fyrir líkamlegum einkennum eins og spennu og streitu þegar þær sögðu frá: „Maður bara gerir það sem maður þarf að gera, þetta er bara eins og að lenda í slysi, þú gerir og þú ert jafn hissa og aðrir eftir á að þú hafir brugðist rétt við ... að maður hafi virkað.“ Upplifun þeirra virtist vera að augnablikið væri þrungið spennu sem breyttist í undrun eftir á að viðbrögðin hafi verið ósjálfráð og rétt, en svo kom þessi vanlíðan: „... maður kannski fer bara að gráta eða tjá sig mikið um það, sjokkið kemur eftir á já, já ... maður er stundum alveg í sjokki ...“. Þessar frásagnir koma heim og saman við rannsóknir þar sem bent hefur verið á að mikið álag fylgi störfum ljósmæðra. Í kjölfarið geti komið alvarleg streitueinkenni eins og óeðlileg þreyta, aukinn hjartsláttur, einkenni frá meltingarfærum, afturlit til atburðarins, þunglyndi og jafnvel kulnun í starfi og brotthvarf úr vinnu (Borritz, 2006; Denham, 2007; Fahey og Monaghan, 2005; Hávar Sigur- jónsson, 2012a, 2012b; Hildingsson, Westlund og Wiklund, 2013; Mollart, Newing og Foureur, 2009; Schrøder, 2011). Þá töldu þátt- takendur rannsóknarinnar að mikil þörf sé á stöðugri upprifjun og endurmenntun ljósmæðra og nauðsynlegt sé að huga að líðan þeirra í starfi og stuðningi við þær, eins og Sheen o.fl., (2013) segja í fræðilegri samantekt um líðan heilbrigðis-starfsmanna. Þegar ljósmæðurnar voru inntar nánar eftir því hvort þær hefðu upplifað gleði yfir að hafa bjargað barni voru þær hugsandi og svolítið hikandi í svörum: „... alveg örugglega, kannski meira svona léttir ...“. Tilfinningarnar voru greinilega blendnar og einni sagðist svo frá: Ég held að það séu blendnar tilfinningar, alla vega hjá mér, bæði er æðislegt að þetta gekk og börnin komu heil, en líka úff þú veist, ekki hjúkkit þetta slapp fyrir horn, heldur Guði sé lof að ég gat notað það sem ég kann, að það virkaði bara ... já þetta er meira svona blendið ... Ljósmæðurnar voru sammála um nauðsyn þess að vinna úr reynsl- unni. Leituðust þær við það hver á sinn hátt og eftir því hvernig vinnu- aðstæður þeirra voru. Stundum dugði þeim að sjá að allt var í lagi með móður og barn og næsta fæðing á eftir væri eðlileg. Þá töldu þær að gagnlegt væri að ræða við samstarfsfólk, ef það var í boði, gjarnan þá sem einnig voru viðstaddir fæðinguna. Á það hefur verið bent að samtöl af þessu tagi geti hjálpað til við að vinna úr erfiðri reynslu og séu oft nægileg til að byrja úrvinnslu áfalls (Margrét Blöndal, 2007). Þrátt fyrir að slíkar samræður geti verið gagnlegar verður að hafa í huga að stundum þarf aðstoð frá utanaðkomandi fagmönnum til að leiða viðræðurnar, hvort heldur þær eru fyrir einn eða fleiri (Mollart o.fl., 2011; Hávar Sigurjónsson, 2012a; Schrøder, 2011). Ljósmæðurnar gerðu sér vel grein fyrir þessu og ræddu nauðsynina á slíkri aðstoð af áhuga og skilningi. Ein þeirra nefndi að það þyrfti að vera vakandi fyrir líðan samstarfsfólksins, að ekki væri hægt að ætlast til þess að starfs- menn sjálfir leituðu sér hjálpar: „Ég veit ekki alltaf hvort fólk veit hvað því líður illa ... ég held að það komi aftan að því þegar það fer að opna sig og sem sagt setja orð á tilfinningarnar, þá kemur þetta kannski mikið sterkara ...“. Því þyrfti stundum að benda þeim sem hefðu lent í áföllum á leiðir til hjálpar. Voru ljósmæðurnar á þeirri skoðun að þörf væri á faglegu teymi sem tæki að sér að styðja og styrkja ljósmæður, og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem lentu í erfiðri reynslu, til að vinna úr henni. Að svipaðri niðurstöðu komust þær Mollart o.fl. (2011) í rannsókn um streitu í starfi ljósmæðra og viðbrögð við henni. Irene Calvert (2014), sem gerði doktorsrannsókn sína á Nýja-Sjálandi um áhrif erfiðrar starfsreynslu á ljósmæður, hvetur til þess að settir verði á stofn faglegir stuðningshópar fyrir ljósmæður sem upplifa erfiðleika í starfi, meðal annars til að fyrirbyggja brottfall úr starfi, eins og Sheen og félagar (2013) benda einnig á. Reynsla ljósmæðranna í þessari rannsókn var sú að í sumum tilfellum er vissulega boðið upp á viðtöl en það eru þó helst stóru sjúkrahúsin sem hafa sérfræðinga á sínum snærum sem sinnt geta slíku. Þó að starfsumhverfið fari batnandi að þessu leyti vissu þær um ljósmæður sem hefðu skipt um starf, brunnið út, eftir að hafa lent í áfalli í fæðingu. Er það í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt að ljósmæður færa sig til eða hverfa úr starfi eftir mikil áföll og með þeim fer þá mikil þekking og reynsla sem er dýrt fyrir einstaklinginn, vinnustaðinn, heilbrigðis- kerfið og þjóðfélagið allt (Borritz o.fl., 2006; Hildingsson o.fl., 2013; Leinweber og Rowe, 2008; Mollart o.fl., 2009; Schrøder, 2011). Þörfin fyrir samhug og hlýju virtist alltaf vera til staðar eftir slíkan atburð sem axlarklemma í fæðingu er og það skipti greinilega miklu í huga ljósmæðranna að geta tekist á við bráðaatvik á eins farsælan hátt og kostur er, eða eins og ein ljósmóðirin orðaði það: ... ef ég hef gert allt sem ... í mínu valdi stendur þá get ég frekar feisað það ef það er eitthvað sem kemur upp á, af því að ég var vakandi við þetta og gerði alla hluti eins vel og ég gat ... STYRKLEIKAR OG VEIKLEIKAR RANNSÓKNAR Rannsókn þessi var að mestu unnin frá 2010–2012 til meistaraprófs í ljósmóðurfræðum og annar rannsakandinn að stíga sín fyrstu skref í vinnu við eigindlega rannsókn af þessu tagi. Slíkt getur sett mark sitt á viðtalstækni og úrvinnslu rannsóknarinnar. Persónuleg reynsla rannsakanda getur einnig hafa haft áhrif á greiningu og túlkun gagna. Á það hefur þó verið bent að það sé gjarnan kostur að rannsakandi þekki vel efnið sem um er fjallað og geti rýnt í niðurstöður með hlið- sjón af faglegri reynsluþekkingu úr ljósmóðurstarfi. NYTSEMI RANNSÓKNARINNAR Ætla má að nytsemi rannsóknarinnar fyrir ljósmæður og ljósmóð- urfræði sé nokkur þegar lítið sem ekkert hefur fundist skrifað um þekkingu, verklag, reynslu og líðan ljósmæðra af því að takast á við axlarklemmu. Benda niðurstöður til þess að þörf sé á að flokka axlarklemmu eftir alvarleika og taka upp formlega stigskipta skrán- ingu tilvikanna í samræmi við þær aðferðir sem þarf að nota hverju sinni til að losa barnið og rannsaka í kjölfarið hvort slík flokkun hefði áhrif á meðhöndlun. Vissulega hefur skráning á axlarklemmum batnað frá því að þessi rannsókn var gerð, en enn er þó formlegri skráningu á axlarklemmu og afleiðingum hennar ekki gerð skil í árlegri skýrslu um fæðingar á Íslandi. Slíkt er tímabært að endur- skoða. Nota má niðurstöður rannsóknarinnar til að huga að samstarfi og samvinnu mismunandi starfsstétta sjúkrahúsa og leitast við að efla samkennd og virðingu fyrir þekkingu, færni og reynslu fagstéttanna. Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar greinilega fram á þörfina fyrir sálfélagslegt teymi sem stutt getur við bakið á ljósmæðrum sem lenda í áföllum sem tengjast starfi þeirra. Þá geta þær einnig bent til þess að slík teymi þurfi að vera til staðar fyrir aðrar heilbrigðisstéttir. Slíkt getur fyrirbyggt kulnun og brottfall úr starfi. Síðast en ekki síst eru niðurstöður rannsóknarinnar innlegg í faglega umræðu ljósmóður- stéttarinnar um þekkingu ljósmæðra og verklag í daglegum störfum. LOKAORÐ Axlarklemma er bráðaatvik sem orðið getur í fæðingu og oftast án þess að gera boð á undan sér. Mikilvægt er að fagfólk sem starfar við fæðingar hafi góða faglega og verklega þekkingu til að takast á við slíkt. Af frásögnum ljósmæðranna sem þátt tóku í rannsókninni má álykta að þær séu dugandi og úrræðagóðar með mikla þekkingu og færni í að takast á við axlarklemmu í fæðingu. Engu að síður hafa þær upplifað streitu og andlegt og líkamlegt álag í kjölfar slíkra atburða. Þrátt fyrir það voru ljósmæðurnar sammála um að ef þær töldu að þær hefðu lagt sig allar fram við að losa axlirnar og fá barnið í heiminn, þá hafi verið auðveldara að takast á við reynsluna og vinna úr henni: „... komast í gegnum það... og geta haldið áfram“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.