Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 8
8 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 can be categorised based on severity which can lead to more effici- ent methods when releasing the shoulders during birth. Keywords: Shoulder dystocia, birth, midwives, experience, knowledge. INNGANGUR Ljósmæður líta á meðgöngu og fæðingu sem eðlilegt ferli sem ber að styðja, í samráði við konuna og fjölskyldu hennar (Ljósmæðrafélag Íslands, 2000), en jafnframt er þeim ljóst að upp geta komið bráða- atvik sem ber að bregðast við til að fyrirbyggja skaða og vanheilsu hjá móður og barni. Undir slík atvik flokkast axlarklemma í fæðingu sem verður þegar höfuð barns er fætt og axlir fæðast ekki í kjölfarið (Kreitzer, 2009). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að ljósmóðurstarfið er streituvaldandi (Leinweber og Rowe, 2008; Mollart, Skinner, Newing og Foureur, 2011; Schrøder, 2011). Í stórri danskri rannsókn sem gerð var á starfs- umhverfi opinberra starfsmanna (Borritz o.fl., 2006) kom fram að meira ber á kulnun í starfi og einkalífi ljósmæðra en hjá flestum öðrum stéttum opinberra starfsmanna. Þrátt fyrir þetta hefur reynsla og þekk- ing ljósmæðra af því að takast á við erfiðar fæðingar eða bráðaatvik í fæðingu ekki mikið verið rannsökuð. Baxley og Gobbo (2004), ljós- mæðurnar Mercer og Erickson-Ovens (2009) og O´Leary fæðingar- læknir (2009a) taka það fram í umfjöllun sinni um axlarklemmu að ljósmæður og fæðingarlæknar eigi það sameiginlegt að verða hrædd og líða illa í tengslum við slíkar fæðingar án þess þó að styðja það nánar með vísun í rannsóknir. Denham (2007) bendir á að fagfólk í heilbrigðisþjónustu upplifi áfall ekki síður en skjólstæðingar þeirra þegar eitthvað óeðlilegt hendir í starfi. Margrét Blöndal (2007) skilgreinir áfall sem sterk streitu- viðbrögð í kjölfar óvæntra atburða. Geta alvarleg bráðaatvik eins og axlarklemma vissulega flokkast undir slíka atburði ekki síst þegar áverkar á móður og/eða barni fylgja í kjölfarið. Í fræðilegri samantekt Sheen, Slade og Spiby (2013) um reynslu og upplifun heilbrigðisstarfsmanna af störfum sínum kemur fram að tals- verðar líkur séu á því að ljósmæður upplifi vanlíðan í starfi sem hafi áhrif á heilsu þeirra, en þörf sé á frekari rannsóknum og nauðsynlegt að huga að velferð ljósmæðra og stuðningi við þær. Annar höfundur þessarar greinar (B.S.) hefur starfað á Íslandi sem ljósmóðir á landsbyggðinni í yfir þrjátíu ár og þekkir af eigin raun þær erfiðu tilfinningar sem upp geta komið þegar tekist er á við axlarklemmu í fæðingu. Hinn (Ó.Á.Ó.) hefur haft umsjón með kennslu íslenskra ljósmæðra um þetta efni í nær tuttugu ár. Með það í huga að ekki hafa fundist rannsóknir um þetta efni hérlendis var ákveðið að skoða reynslu og þekkingu íslenskra ljósmæðra af axlarklemmu í rann- sókn til meistaraprófs í ljósmóðurfræði (Björg Sigurðardóttir, 2012) sem þessi grein byggist á. Leitast var við að fá svör við því hvernig ljósmæður upplifa og bregðast við axlarklemmu í fæðingu, hvernig þær nýta faglega þekkingu í þeim aðstæðum og hvernig þær vinna úr reynslunni. AXLARKLEMMA Þegar barn fæðist í sjálfkrafa hvirfilfæðingu stuðla samdrættir legs- ins að því að höfuð þess, axlir og líkami snúist eftir lögun mjaðma- grindarinnar og vöðvum fæðingarvegarins. Rýmið sem barnið hefur í grindinni nýtist eins vel og kostur er og gjarnan fæðast axlir í sömu hríð og höfuðið. Axlarklemma er bráðaatvik sem getur orðið í fæðingu þegar axlir barnsins snúast ekki á eðlilegan hátt undan lífbeini eða af efsta spjaldhryggjarlið, festast þar og hættuástand getur skapast (Fraser og Cooper, 2008; Kreitzer, 2009; Medforth, Battersby, Evans, Marsh og Walker, 2006; Thorogood og Hendy, 2006). Skilgreiningar fræðimanna á axlarklemmu eru margar hverjar á líkum nótum. Í samantekt um axlarklemmu á kvennadeild Land- spítalans á árunum 1979‒1986 er fyrirbærið skilgreint sem „erfið fæðing barns í hvirfilstöðu vegna árekstra axla við beinhluta fæðingar- gangs“ (Gerður Jónsdóttir, Jón Þorgeir Hallgrímsson, Reynir Tómas Geirsson, Marta Lárusdóttir og Atli Dagbjartsson, 1989, bls. 85). Thorogood og Hendy (2006) skilgreina axlarklemmu sem „fæðingu þar sem þörf er á því að nota sérstakar aðferðir við fæðingu axla, eftir að mildum þrýstingi [á höfuð] hefur verið beitt“ (bls. 762). Kreitzer (2009) segir einföldustu skilgreininguna á axlarklemmu vera þegar „seinkun eða hindrun sé á fæðingu axla eftir að höfuð barnsins sé fætt“ (bls. 183). Í þessari rannsókn er axlarklemma skilgreind sem „seinkun eða hindrun á að axlir fæðist sjálfkrafa, án þess að notað sé tog eða sérs- tökum aðferðum beitt“ (sbr. Kreitzer, 2009, bls. 185). Áhættuþættir og tíðni axlarklemmu Ýmsir þættir hjá móður og barni eru taldir geta aukið hættuna á axlarklemmu í fæðingu. Þeir helstu eru taldir upp í töflu 1. Inngrip í fæðingu með töng eða sogklukku eykur mikið líkur á axlarklemmu þar sem barnið fær ekki tækifæri til að snúast í fæðingarveg- inum, kemur því skakkt niður og festist (Royal College of Obstetricians and Gynaecologists (RCOG), 2007; Thorogood og Hendy, 2006; Vidarsdottir, Geirsson, Hardardottir, Valdimarsdottir og Dagbjartsson, 2011). Tíðni axlarklemmu er talin vera 0,2–2,8% (Thorogood og Hendy, 2006) og O´Leary (2009a) segir hana vera 0,15–1,7% af öllum fæðingum. Eins og fram kemur í töflu 1 eru stór börn í meiri hættu en þau minni og er tíðnin breytileg í hlutfalli við þyngd barnanna. Þrátt fyrir það er um það bil helmingur fjöldans sem lendir í axlarklemmu af eðlilegri þyngd, eða undir 4000 grömmum. Segja Baxley og Gobbo (2004) að tíðnin sé 0,6–1,4% hjá börnum sem vega á milli 2500 til 4000 grömm, en hjá börnum sem eru 4000 til 4500 grömm við fæðingu eykst tíðnin mikið og hleypur á bilinu 5–9%. Athyglivert er að opinberar skráningartölur um axlarklemmu á Íslandi eru ekki tiltækar, sem dæmi koma þær ekki fram í Skýrslu frá fæðingar- skráningunni fyrir árin 2010–2012 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson, 2011, 2012, 2013). Samantekt á skráningu á axlarklemmu á Íslandi á árunum 1998– 2008 leiddi í ljós að axlarklemma varð í 0,97% fæðinga, eða hjá alls 458 börnum (Björg Sigurðardóttir, 2012; Fæðingarskrá Íslands, 2009; Hagstofa Íslands, 2014). Flokkun axlarklemmu Flokka má axlarklemmu eftir alvarleika og hvaða aðferðum þarf að beita til að losa barnið (Kreitzer, 2009; O´Leary, 2009b). Í umfjöllun sinni um axlarklemmu og meðferð hennar leggur Kreitzer (2009) til að axlarklemma sé flokkuð eftir eðli hennar, sjá töflu 2. Axlarklemmu í fæðingu um fæðingarveg skiptir hann í þrjú stig eftir því hversu erfið hún er viðfangs. (O´Leary, 2009a og 2009b). Tafla 1. Helstu ástæður axlarklemmu 1. Axlarklemma við keisaraskurð 2. Axlarklemma við fæðingu um fæðingarveg • Mjúkvefjaklemma eftir ytri snúning höfuðs • Beinklemma eftir ytri snúning • Beinklemma vegna þess að ytri snúningur verður ekki Tafla 2. Flokkun Kreitzers á axlarklemmu (Kreitzer, 2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.