Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Side 8
8 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 can be categorised based on severity which can lead to more effici- ent methods when releasing the shoulders during birth. Keywords: Shoulder dystocia, birth, midwives, experience, knowledge. INNGANGUR Ljósmæður líta á meðgöngu og fæðingu sem eðlilegt ferli sem ber að styðja, í samráði við konuna og fjölskyldu hennar (Ljósmæðrafélag Íslands, 2000), en jafnframt er þeim ljóst að upp geta komið bráða- atvik sem ber að bregðast við til að fyrirbyggja skaða og vanheilsu hjá móður og barni. Undir slík atvik flokkast axlarklemma í fæðingu sem verður þegar höfuð barns er fætt og axlir fæðast ekki í kjölfarið (Kreitzer, 2009). Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að ljósmóðurstarfið er streituvaldandi (Leinweber og Rowe, 2008; Mollart, Skinner, Newing og Foureur, 2011; Schrøder, 2011). Í stórri danskri rannsókn sem gerð var á starfs- umhverfi opinberra starfsmanna (Borritz o.fl., 2006) kom fram að meira ber á kulnun í starfi og einkalífi ljósmæðra en hjá flestum öðrum stéttum opinberra starfsmanna. Þrátt fyrir þetta hefur reynsla og þekk- ing ljósmæðra af því að takast á við erfiðar fæðingar eða bráðaatvik í fæðingu ekki mikið verið rannsökuð. Baxley og Gobbo (2004), ljós- mæðurnar Mercer og Erickson-Ovens (2009) og O´Leary fæðingar- læknir (2009a) taka það fram í umfjöllun sinni um axlarklemmu að ljósmæður og fæðingarlæknar eigi það sameiginlegt að verða hrædd og líða illa í tengslum við slíkar fæðingar án þess þó að styðja það nánar með vísun í rannsóknir. Denham (2007) bendir á að fagfólk í heilbrigðisþjónustu upplifi áfall ekki síður en skjólstæðingar þeirra þegar eitthvað óeðlilegt hendir í starfi. Margrét Blöndal (2007) skilgreinir áfall sem sterk streitu- viðbrögð í kjölfar óvæntra atburða. Geta alvarleg bráðaatvik eins og axlarklemma vissulega flokkast undir slíka atburði ekki síst þegar áverkar á móður og/eða barni fylgja í kjölfarið. Í fræðilegri samantekt Sheen, Slade og Spiby (2013) um reynslu og upplifun heilbrigðisstarfsmanna af störfum sínum kemur fram að tals- verðar líkur séu á því að ljósmæður upplifi vanlíðan í starfi sem hafi áhrif á heilsu þeirra, en þörf sé á frekari rannsóknum og nauðsynlegt að huga að velferð ljósmæðra og stuðningi við þær. Annar höfundur þessarar greinar (B.S.) hefur starfað á Íslandi sem ljósmóðir á landsbyggðinni í yfir þrjátíu ár og þekkir af eigin raun þær erfiðu tilfinningar sem upp geta komið þegar tekist er á við axlarklemmu í fæðingu. Hinn (Ó.Á.Ó.) hefur haft umsjón með kennslu íslenskra ljósmæðra um þetta efni í nær tuttugu ár. Með það í huga að ekki hafa fundist rannsóknir um þetta efni hérlendis var ákveðið að skoða reynslu og þekkingu íslenskra ljósmæðra af axlarklemmu í rann- sókn til meistaraprófs í ljósmóðurfræði (Björg Sigurðardóttir, 2012) sem þessi grein byggist á. Leitast var við að fá svör við því hvernig ljósmæður upplifa og bregðast við axlarklemmu í fæðingu, hvernig þær nýta faglega þekkingu í þeim aðstæðum og hvernig þær vinna úr reynslunni. AXLARKLEMMA Þegar barn fæðist í sjálfkrafa hvirfilfæðingu stuðla samdrættir legs- ins að því að höfuð þess, axlir og líkami snúist eftir lögun mjaðma- grindarinnar og vöðvum fæðingarvegarins. Rýmið sem barnið hefur í grindinni nýtist eins vel og kostur er og gjarnan fæðast axlir í sömu hríð og höfuðið. Axlarklemma er bráðaatvik sem getur orðið í fæðingu þegar axlir barnsins snúast ekki á eðlilegan hátt undan lífbeini eða af efsta spjaldhryggjarlið, festast þar og hættuástand getur skapast (Fraser og Cooper, 2008; Kreitzer, 2009; Medforth, Battersby, Evans, Marsh og Walker, 2006; Thorogood og Hendy, 2006). Skilgreiningar fræðimanna á axlarklemmu eru margar hverjar á líkum nótum. Í samantekt um axlarklemmu á kvennadeild Land- spítalans á árunum 1979‒1986 er fyrirbærið skilgreint sem „erfið fæðing barns í hvirfilstöðu vegna árekstra axla við beinhluta fæðingar- gangs“ (Gerður Jónsdóttir, Jón Þorgeir Hallgrímsson, Reynir Tómas Geirsson, Marta Lárusdóttir og Atli Dagbjartsson, 1989, bls. 85). Thorogood og Hendy (2006) skilgreina axlarklemmu sem „fæðingu þar sem þörf er á því að nota sérstakar aðferðir við fæðingu axla, eftir að mildum þrýstingi [á höfuð] hefur verið beitt“ (bls. 762). Kreitzer (2009) segir einföldustu skilgreininguna á axlarklemmu vera þegar „seinkun eða hindrun sé á fæðingu axla eftir að höfuð barnsins sé fætt“ (bls. 183). Í þessari rannsókn er axlarklemma skilgreind sem „seinkun eða hindrun á að axlir fæðist sjálfkrafa, án þess að notað sé tog eða sérs- tökum aðferðum beitt“ (sbr. Kreitzer, 2009, bls. 185). Áhættuþættir og tíðni axlarklemmu Ýmsir þættir hjá móður og barni eru taldir geta aukið hættuna á axlarklemmu í fæðingu. Þeir helstu eru taldir upp í töflu 1. Inngrip í fæðingu með töng eða sogklukku eykur mikið líkur á axlarklemmu þar sem barnið fær ekki tækifæri til að snúast í fæðingarveg- inum, kemur því skakkt niður og festist (Royal College of Obstetricians and Gynaecologists (RCOG), 2007; Thorogood og Hendy, 2006; Vidarsdottir, Geirsson, Hardardottir, Valdimarsdottir og Dagbjartsson, 2011). Tíðni axlarklemmu er talin vera 0,2–2,8% (Thorogood og Hendy, 2006) og O´Leary (2009a) segir hana vera 0,15–1,7% af öllum fæðingum. Eins og fram kemur í töflu 1 eru stór börn í meiri hættu en þau minni og er tíðnin breytileg í hlutfalli við þyngd barnanna. Þrátt fyrir það er um það bil helmingur fjöldans sem lendir í axlarklemmu af eðlilegri þyngd, eða undir 4000 grömmum. Segja Baxley og Gobbo (2004) að tíðnin sé 0,6–1,4% hjá börnum sem vega á milli 2500 til 4000 grömm, en hjá börnum sem eru 4000 til 4500 grömm við fæðingu eykst tíðnin mikið og hleypur á bilinu 5–9%. Athyglivert er að opinberar skráningartölur um axlarklemmu á Íslandi eru ekki tiltækar, sem dæmi koma þær ekki fram í Skýrslu frá fæðingar- skráningunni fyrir árin 2010–2012 (Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Alexander K. Smárason og Gestur I. Pálsson, 2011, 2012, 2013). Samantekt á skráningu á axlarklemmu á Íslandi á árunum 1998– 2008 leiddi í ljós að axlarklemma varð í 0,97% fæðinga, eða hjá alls 458 börnum (Björg Sigurðardóttir, 2012; Fæðingarskrá Íslands, 2009; Hagstofa Íslands, 2014). Flokkun axlarklemmu Flokka má axlarklemmu eftir alvarleika og hvaða aðferðum þarf að beita til að losa barnið (Kreitzer, 2009; O´Leary, 2009b). Í umfjöllun sinni um axlarklemmu og meðferð hennar leggur Kreitzer (2009) til að axlarklemma sé flokkuð eftir eðli hennar, sjá töflu 2. Axlarklemmu í fæðingu um fæðingarveg skiptir hann í þrjú stig eftir því hversu erfið hún er viðfangs. (O´Leary, 2009a og 2009b). Tafla 1. Helstu ástæður axlarklemmu 1. Axlarklemma við keisaraskurð 2. Axlarklemma við fæðingu um fæðingarveg • Mjúkvefjaklemma eftir ytri snúning höfuðs • Beinklemma eftir ytri snúning • Beinklemma vegna þess að ytri snúningur verður ekki Tafla 2. Flokkun Kreitzers á axlarklemmu (Kreitzer, 2009).

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.