Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 37
37Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Verið er að endurnýja löggjöf um feðrun barna, en þetta varðar fyrst og fremst pör sem eru í sambúð, og vonir standa til að löggjöfin muni einnig ná til foreldra af sama kyni. Leiðbeiningar um barneignarþjónustu voru gefnar út í október 2013. Þær fjalla m.a. um fjölda skoðana í meðgönguvernd og hafa þegar haft mikil áhrif á þær. Fjallað er um heilbrigðisþjónustu fjöl- skyldunnar og leiðbeiningar um heimafæðingar (um 20 á ári) fylgja með. Árið 2011 fæddust 59.856 börn og meðalaldur fæðandi kvenna var 30,3 ár. Keisaraskurðir voru 16,3% fæðinga árið 2012 og hefur tíðnin verið nokkuð stöðug síðustu ár. Notkun sogklukku við fæðingar hefur aukist nokkuð, var 5,8% fyrir tíu árum, en var 8,7% árið 2012. Spangarskurðum hefur fækkað um 15% síðustu 10 ár og voru gerðir við 22% fæðinga árið 2012. Epiduraldeyfing var notuð við 48% fæðingar árið 2012. Haldin hefur verið skrá yfir 3. og 4. gráðu rifur frá árinu 2004 og hefur tíðnin haldist nokkuð stöðug og var 1,2% árið 2012. FÆREYJAR Órói hefur einkennt störf ljósmæðra í Færeyjum undanfarið vegna stöðu yfirljósmóður og deildarstjóra fæðingardeildar. Ein ljósmóðir hefur sinnt báðum stöðum og hafa læknar sett sig upp á móti því að yfirljósmóðir sé við deildina í fullu starfi. Í stjórn spítalans er aðeins ein ljósmóðir og hefur því eðlilega lítil áhrif meðal fjölda lækna og hjúkrunarfræðinga. Í desember 2013 var auglýst eftir yfirljósmóður. Anna Sofie Veyhe var ráðin og hóf hún störf 1. maí sl. Í félaginu eru nú 21 starfandi ljósmóðir og sjö félagar eru á eftir- launum. Samið var um laun ljósmæðra snemma árs 2013, þar sem meðal annars var samið um lífeyrisgreiðslur. Samið var um almenna launahækkun dagvinnulauna og prósentuaukningu á vaktaálag sem var 20% fyrir kvöldvaktir, 30% fyrir næturvaktir og 20% fyrir laugardaga. Ósk um styttingu vinnuviku var hafnað og er vinnuvikan 40 stundir. Fæðingar í Færeyjum voru 608 árið 2013 og að auki tvær fyrirfram ákveðnar heimafæðingar, báðar í vatni. Ljósmæður hafa áhyggjur af því að geta ekki viðhaldið þekkingu sinni og færni og leita því út fyrir landsteinana, aðallega til Danmerkur og Noregs til þess að viðhalda henni. Umræða um endurmenntun ljósmæðra og leiðir til að viðhalda færni og þekkingu er mikilvæg í öllum löndunum og hefur sérstaklega verið rædd varðandi ljósmæðraþjónustu á litlum fæðingareiningum og í dreifðum byggðum landanna. ÍSLAND Vísað er til skýrslu formanns LMFÍ frá aðalfundi félagsins. Sérstak- lega var rætt um fækkun fæðingarstaða og atvinnuleysi meðal ljós- mæðra. Tekin var upp umræða um skapabarmaaðgerðir og aðrar aðgerðir á kynfærum kvenna. Einnig var sagt frá þeim málum sem félagið hefur rekið fyrir félagsmenn sína varðandi rétt við stöðumissi. NOREGUR Starfsárið hefur einkennst af miklum átökum innan félagsins og samkeppni við ljósmæðradeild norska hjúkrunarfélagsins. Þegar þetta er skrifað hefur formaður félagsins, Marit Heiberg, látið skyndilega af störfum og nýr formaður var kosinn í ágúst á aukaaðalfundi. Ráðgert er að ritstjóri tímaritsins verði ráðinn í fulla stöðu innan skrifstofu félagsins en ekki í verktakastöðu eins og verið hefur. Meðlimir í félaginu eru 2.450 og fjölgar stöðugt. Töluverðar hræringar eru í menntun ljósmæðra. Yfirlýst stefna félagsins er að námið verði fimm ára nám sem ljúki með meistara- prófi og starfsréttindum og að hjúkrunarnám sé ekki inntökuskilyrði í námið. Þessu er norska hjúkrunarfélagið alfarið á móti og hefur málið ekki fengið brautargengi í þinginu. Þó hefur háskólanum í Tromsö boðist að skipuleggja slíkt nám í tilraunaskyni. Í tveimur skólum er nú í boði ljósmæðranám sem lýkur með meistaraprófi. Í því námi er sérstaklega kennt um útgáfu ljósmæðra á lyfseðlum sem gerir það að verkum að skipuleggja þarf námskeið fyrir allar ljósmæður um efnið. Mikil umræða er um rétt ljósmæðra til að gefa út lyfseðla fyrir getnaðarvarnir og fóstureyðingum. Fóstureyðingum hefur fækkað í aldurshópnum 16‒20 ára, en fjölgað meðal 20‒25 ára. Norskar ljós- mæður hafa samkvæmt lögum rétt til þess að neita að taka þátt í fóst- ureyðingum. Bent var á að mörgum ljósmæðrum þætti erfitt að vera við fóstureyðingu fósturs sem er 21v 6d á einni stofu og taka á móti jafngömlu fóstri á næstu stofu þar sem allt er gert til að bjarga lífi þess. Umræða varð á fundinum um siðferðisleg álitamál sem tengjast þessu og kom fram að í Svíþjóð er mikil umræða um hvort innleiða eigi þennan rétt og sumar stéttir hafa lýst yfir andstöðu sinni með það. Ljósmæður ræða hvort hægt sé að vera ljósmóðir og vera á móti fóst- ureyðingum í ljósi þess að þær sinna konum á öllu barneignarskeiðinu. Í Svíþjóð verður ráðstefna um þessar siðferðislegu spurningar í haust. Fundurinn var sammála um að áhugavert gæti verið að kanna hvort lög um fóstureyðingar hafi áhrif á fjölda fóstureyðinga í hverju land- anna. Árið 2012 var gerð stór rannsókn í Noregi um ánægju kvenna með þjónustu í barneignarferli og kom í ljós að ánægjan er minnst með sængurleguþjónustu. Niðurstaðan var sú að allar konur ættu að fá heimaþjónustu og er horft til Íslands varðandi þetta. Því miður virð- ast íslenskar rannsóknir um efnið ekki vera til á ensku. Marktækt var að konurnar voru ánægðari í meðgönguvernd hjá ljósmóður en lækni. Norska ljósmæðrafélagið hefur hvatt til þess að skimað verði fyrir ofbeldi af öllu tagi í meðgönguvernd. SVÍÞJÓÐ Sænskar ljósmæður eru uggandi um öryggi skjólstæðinga sinna vegna fækkunar ljósmæðra og mikils vinnuálags á þeim fæðingardeildum sem eftir eru. Á þessu ári tók hópur ljósmæðra saman höndum og mótmælti harðlega þjónustu við fæðandi konur í landinu, sérstak- lega í Stokkhólmi. Þessi mótmæli hafa leitt til þess að lögð var vinna í að skoða á hverju stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn byggja ákvarðanir sínar um niðurskurð í heilbrigðismálum. Í Stokkhólmi er uppi alvarleg staða því þar vantar fæðingardeildir, starfsaðstæður eru slæmar og konur hafa ekkert val. Einkarekin fæðingardeild, sem er fjármögnuð af hinu opinbera, þar sem gert er ráð fyrir 4.000 fæðingum, var opnuð og réði til sín 80 ljósmæður á einni nóttu. Laun hafa hækkað um 4‒5.000 sænskar krónur (SEK) á nokkrum mánuðum og til eru mörg dæmi um allt að 8.000 SEK hækkun við að skipta um vinnustað. Sænskar ljósmæður horfa til danska kerfisins hvað varðar fæðingar- þjónustu en þar er gert ráð fyrir að konan hafi tækifæri til að hafa barnið hjá sér, „húð við húð“ í a.m.k. eina klukkustund eftir fæðingu og sömu ljósmóður alla fæðinguna. ÖNNUR MÁL Menntun Rætt var um fyrirhugaðan fund samtakanna um menntunarmál sem verður haldinn í ágúst nk. í Kaupmannahöfn. Fjallað var um mikil- vægi þess að skiptast á mikilvægum upplýsingum milli landanna um námskrár og innihald náms ljósmæðra. Gæti það varpað ljósi á það hvað gerir ljósmæður frá Norðurlöndum eins sterkar faglega og félagslega og raun ber vitni. Fundargerð fundarins er að finna í þessu blaði og eru menntunarmál ljósmæðra því ekki rædd frekar hér. EU-regluverk Vakin var athygli á að verið er að uppfæra EU-regluverkið um fæðingar og fæðingarþjónustu og að þar hafi á síðasta augnabliki komist inn setning um að ljósmæður starfi á viðurkenndum stofn- unum. Þetta er áhyggjuefni og danski formaðurinn benti á að í danskri þýðingu regluverksins hefði ljósmóðir dottið út og í staðinn talað um heilbrigðisstarfsmann, sem getur valdið vandræðum við túlkun í fram- tíðinni. Í finnsku þýðingunni var notað orðið ,,äitisyhuolto“ sem þýðir meðgönguvernd! Norrænt samstarf um starfsleyfi ljósmæðra Síðasta haust kom fram krafa í Danmörku um að ef ljósmæður sem eru menntaðar í Svíþjóð eða Finnlandi vilji fá starfsleyfi í Danmörku verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.