Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 52

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 52
52 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 svínvirka hefst mikið hraðnámskeið í aðlögun. Þessi fyrsti dagur á að gera ljósmóðurina í stakk búna til að starfa sjálfstætt á deildinni eftir þennan dag. Ljósmóðirin er orðin lúin í lok dags en brosir eins og vera ber. Af víkingum komin og lætur ekki slá sig út af laginu þó inni í henni sé líðanin út og suður. Spenna, eftirvænting og kaldur veruleikinn. Hér er unnið hörðum höndum og vinnutempóið hátt. Dagur tvö. Nú er komið að því að standa á eigin fótum. Vaktin er full af ljósmæðrum og barnasjúkraliðum (barnepleier = sjúkra- liði með framhaldsmenntun í umönnun barna og kvenna í kringum fæðingu og sængurlegu). Flestir heilsa kurteislega, kynna sig og bjóða þig velkomna. Svo hefst rapportið og ljósmóðirin fær úthlutað sínum verkefnum. Ekkert er spurt hvort maður hafi eitthvað um það að segja og hvað maður treystir sér í. Hér áttu að geta stokkið í allt og vera fullfær um það. Norska heilbrigðiskerfið virðist vera stærðar risi sem er jafnvel tilbúinn að gleypa litlu ljósmóðurina frá Íslandi. Þó öll aðgangsorðin séu í lagi og búið að renna einu sinni yfir það mesta er þetta mikið bákn og endalausir nýir hlutir. Hvernig virkar þetta „Dips“? Hvernig á ég að skrá í „Partus“? Hvað er þetta STAN og STAN „event“? Hverjir koma þarna eða hérna og hvar eru læknarnir og hvernig nær maður í þá? Hvernig virkar bráðanúmer og neyðarbjöllur? Get ég lært allar þessar „avdelings prosedyrer“ sem virðast gilda um allt, bæði mögulegt og ómögulegt. Endalaus hafsjór af lögum og reglum. Ljósmóðirin hringsnýst um sjálfa sig og finnur ekki nokkurn skapaðan hlut á þessari deild. Hvar eru nálarnar, vökvinn, hvar eru fyrirmælin skráð, átti ég að gera þetta svona og átti að mæla þessa konu? Átti maður að koma með hrökkbrauð með makríl eða „matpakke“ innpakkaðan í smjörpappír til að passa inn í stemmninguna í matartímanum. Matartíminn reyndist svo reyndar lúxus sem ekki var í boði nema í undantekningartilvikum. Algerlega að niðurlotum komin kemst ljósmóðirin inn á fæðingar- stofuna. Hittir þar yndislega verðandi foreldra sem eru svo þakklátir fyrir að fá ljósmóðurina sína til sín. Eftirvæntingin skín úr augunum og þolinmæðin endalaus fyrir málhelti eða hnökrum í norskunni. Léttirinn er dásamlegur. Nú getur íslenska ljósmóðirin unnið sína vinnu. Þetta kann hún. Nú er hún á heimavelli og getur lesið í aðstæður, skilur fullkomlega hvað er að gerast. Konan er að fæða og ljósið hennar skín skært. Þvílík dásamleg líðan. Auðvitað kann ljós- móðirin sitt fag og stendur sig vel. Sjálfstraustið eykst og ánægju- straumarnir hríslast um kroppinn. Nú er leiðin bara uppá við. Í lok vinnutarnar leitar hugurinn til baka og eftir stendur jákvæð upplifun. Á leiðinni í lestinni á flugvöllinn er hugurinn mun rólegri en fyrsta daginn og lítur yfir farinn veg. Þetta var spennandi, krefj- andi og margt nýtt að læra í þessu verkefni. Mikið af góðum og skemmtilegum ljósmæðrum til og börnin fæðast alls staðar eins. Sjálfsöryggið hafði fengið góða innspýtingu við að klára þetta verkefni og lifa það af. Tíminn hafði reynst drjúgur líka í hvíld frá heimilisverkunum. Þvotturinn, eldamennskan, þrif, barnastúss og daglegt amstur fór í algera hvíld og ljósmóðirin fékk góðan tíma milli vakta fyrir bara sjálfa sig. Ekki skemmir svo fyrir að eiga von á „peningatékka“ inn um bréfalúguna fljótlega. Björk Steindórsdóttir Guðrún Fema Ágústsdóttir Gréta Rún Árnadóttir Stella Steinþórsdóttir Stella og Björk. Guðrún Fema og Hrefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.