Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 23
23Ljósmæðrablaðið - desember 2014 NIÐURSTÖÐUR Öryggi og tengsl við ljósmóður Í umfjöllun um barneignarþjónustu hefur öryggi verið lykilatriði umræðunnar. Hægt er að skynja öryggi á mismunandi hátt og því er erfitt að skilgreina það í einföldu máli. Í kafla Valgerðar Lísu Sigurðardóttur og Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) í Lausnarsteinum kemur fram að þörf fyrir öryggi geti verið af klínískum, tilfinn- ingalegum, sálrænum og trúarlegum toga. Því eru margir þættir í barneignarþjónustunni sem ráða öryggi kvenna, svo sem fæðingar- staður, stuðningur og tengsl við umönnunaraðila. Í meistararitgerð Elvu Bjargar Einarsdóttur (2007) kemur fram að rannsóknir sýni að það öryggi sem mestu máli skipti fyrir konur í fæðingu og þær sæki í umfram annað sé örugg og umhyggjusöm ljósmóðir sem styður þær og er með þeim allan tímann, sama hver fæðingarstaðurinn er. WHO (1996) telur að ljósmæður eigi að annast konur í eðlilegu barneignarferli og að við eðlilegar fæðingar séu þær ákjósanlegastar hvað varðar umönnun og kostnað. Umönnun kvenna á frístandandi fæðingarheimilum er stjórnað af ljósmæðrum og því grundvall- ast hún á hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar. Með því er átt við að þarfir og heilbrigði konunnar eru hafðar að leiðarljósi og að samband við konu byggi á gagnkvæmu trausti og virðingu. Þá sé litið á barneignarferlið sem lífeðlislegt ferli en ekki sjúkdóm og að það mótist af lífeðlisfræðilegum, tilfinningalegum og félagslegum þáttum. Ljósmæður styðja við þetta ferli, fyrirbyggja vandamál og greina frávik, sem þær bregðast við í samráði við konuna og lækni ef þörf krefur (Ljósmæðrafélag Íslands, 2000). Í meðgönguvernd og í fæðingu byggist upp traust samband á milli ljósmóður og konu. Ljósmóðir leggur stöðugt mat á heilsu konu og barns, meðal annars með tilliti til þess hvort vænta megi eðlilegrar fæðingar. Í eigindlegri rannsókn Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009), þar sem fæðingarsögur og reynsla 20 íslenskra ljósmæðra voru skoð- aðar, kom í ljós að ljósmæður þróa með sér þrjár tegundir innri þekkingar í gagnkvæmu sambandi við konuna. Þriðju tegundina kallar hún tengslaþekkingu, sem felur annars vegar í sér innsæis- þekkingu byggða á reynslu og hins vegar innsæisþekkingu byggða á andlegri meðvitund. Tengslaþekking þróast í samskiptum við konuna og lýstu íslensku ljósmæðurnar þessu sem ferli sem endar á andlegri og líkamlegri tilfinningu fyrir því hvort fæðingin gangi eðlilega fyrir sig eða ekki og hver vilji konunnar sé. Nái ljósmóðir að mynda þessi tengsl við konuna stuðlar það að öryggi móður og barns því þá nær ljósmóðirin að nota þekkingu sína til að lesa vel í aðstæðurnar, þekkja þarfir konunnar og skynja hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis. Ef Vestmannaeyjar eru teknar sem dæmi gefst þar stórt tækifæri til þess að mynda þessi tengsl. Þar eru einungis tvær ljósmæður starfandi og því líklegt að sama ljósmóðir fylgi konunni í gegnum allt barneignarferlið að því gefnu að konan gangi í gegnum heil- brigða meðgöngu og vænti eðlilegrar fæðingar. Á fæðingardeildinni er ein fæðingarstofa og því nær öruggt að ljósmóðirin sinni aðeins einni konu í fæðingu í einu. Ljósmóðirin getur því sinnt yfirsetunni með fullum huga og konan fær alla hennar athygli. Margar ljós- mæður starfandi á stærri fæðingardeildum í rannsókn Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) töluðu um að þar væri verið að rjúfa þessi tengsl með truflunum og þess vegna gátu þær ekki alltaf fundið fyrir innsæinu vinna með sér, til dæmis ef þær væru á hlaupum milli margra kvenna. Öryggistilfinning kvenna Samkvæmt framangreindum rannsóknum má ætla að konur fái betri og persónulegri þjónustu á litlum fæðingardeildum úti á landi eða frístandandi fæðingarheimilum, þar sem álagið er minna og ljósmæður hafa meiri tíma til að sinna konunni út frá hugmynda- fræði ljósmóðurfræðinnar. Í eigindlegri rannsókn Jamas, Hoga og Tanaka (2011) voru tekin djúpviðtöl við 18 konur sem höfðu fætt börn bæði á hátækni fæðingardeild sjúkrahúss og á fæðingarheimili. Í ljós komu þrjú megin þemu, sem í fyrsta lagi var „að standa frammi fyrir vandamálum sjúkrahússins“. Þá þurftu konur til dæmis að bíða eftir að rúm losnuðu og voru ekki vissar um að fá pláss, sem vakti upp kvíða og þreytu. Eftir að konurnar fengu pláss hittu þær umönnunaraðila sinn í fyrsta skipti og annað heilbrigðisstarfs- fólk sem skoðaði þær, en sumt þeirra kynnti sig ekki. Vakti það upp kvíða og óöryggi hjá konunum. Þær upplifðu staðlaða umönnun og að aðal umhugsunarefni fagaðila væri að fylgja verklagsreglum spít- alans og klára verkið af eins fljótt og hægt var. Þeim leið eins og vöru í iðnaðarframleiðslu og fannst erfitt að tjá persónulegar þarfir. Þær tjáðu skort á tilfinningalegum stuðningi og viðveru fagaðila, sem vakti upp tilfinningu um að vera yfirgefin og það jók kvíða. Annað þema rannsóknarinnar var „ástæður þess að konurnar leituðu umönnunar á fæðingarheimili“. Þær voru ráðleggingar frá heilbrigð- isstarfsfólki í meðgönguvernd og konum sem höfðu góða reynslu af fæðingarheimilunum, greiðari aðgangur að fæðingarheimilinu vegna nálægðar við heimili og skortur á heilbrigðistryggingu. Þriðja og síðasta þema rannsóknarinnar var „ánægja með fæðingarheim- ilin“. Konurnar upplifðu heimilislegt umhverfi andstætt við spítala- umhverfið, notalegt andrúmsloft, gátu slakað á og þeim leið eins og heima hjá sér. Þessir þættir eru mikilvægir í fæðingu til þess að fæðingarhormónin nái að starfa eins og þeim er ætlað. Odent (2011) hefur í skrifum sínum talað um mikilvægi oxytocins, sem er ástar- hormón og aðal fæðingarhormónið. Það kemur fæðingu af stað og viðheldur henni þar til hún er yfirstaðin. Odent talar um að til þess að oxytocinið nái fullri virkni sé mikilvægt að fæðingarstaðurinn sé notalegur og hlýlegur þannig að konan upplifi sig örugga og óhrædda. Þá hafa streituhormón, til dæmis adrenalín letjandi áhrif á losun oxytocins og því er einnig mikilvægt að konan fái að vera sem mest ótrufluð í fæðingunni. Stuðningur ljósmóður og tengsl hennar við konuna skipta miklu máli í þessu samhengi og mikilvægt að góð tengsl nái að myndast. Konurnar í rannsókn Jamas o.fl. (2011) sem fæddu á fæðingarheimilum töluðu um að samskipti við fagaðila, áður en þær lögðust inn til fæðingar, hafi aukið öryggistilfinningu þeirra og ýtt undir að sterk tengsl hafi myndast við starfsfólk. Stöðug viðvera og full athygli fagaðila varð til þess að konurnar upplifðu góða umönnun og tilfinningalegur stuðningur gaf þeim tilf- inningu um öryggi og vernd. Einnig var þeim gefið tækifæri til að velja, vera við stjórn og borin var virðing fyrir vali þeirra. Þetta var andstætt við spítalaumhverfi þar sem þeim var oft ekki sagt hvað væri í gangi þegar hin ýmsu verk voru framkvæmd, til dæmis þegar oxytocin dreypi var sett upp. Þær kunnu að meta viðhorf starfsfólks á fæðingarheimilum til eðlilegrar fæðingar, það gerði þær rólegar og lét þeim líða vel. Við túlkun niðurstaðna verður þó að hafa í huga að jákvæð upplifun kvenna á fæðingarheimilum gæti hafa leitt til verri upplifunar þeirra á hátækni fæðingardeildum. Megindleg rannsókn hefur einnig verið gerð til að bera saman upplifanir kvenna af mismunandi fæðingarstöðum. Iida, Horiuchi og Porter (2012) báru saman upplifanir kvenna af kvenmiðlægri umönnun (e. women-centred care), sem er umönnun miðuð út frá konunni og því sem henni finnst mikilvægt á fæðingarheimilum, heilsugæslustöðvum og hátækni fæðingardeildum í Japan. Tengsl kvenmiðlægrar umönnunar við ánægju með þjónustu, tilfinningu fyrir stjórn í fæðingu og tengslamyndun konu og barns voru síðan könnuð. Í ljós kom að konur upplifðu kvenmiðlæga umönnun mest á fæðingarheimilum, þar voru þær ánægðastar með þjónustuna og upplifðu mesta stjórn í fæðingunni. Kvenmiðlæg umönnun var því jákvætt tengd ánægju með þjónustu og tilfinningu fyrir stjórn í fæðingu en lítið tengd tengslamyndun konu og barns. Á þessu má sjá hversu miklu góð umönnun í fæðingu getur breytt. Ætla má að fæðingin gangi betur og að konan muni hafa betri reynslu af fæðingunni ef hún upplifir góða þjónustu og hafi tilfinningu fyrir stjórn í fæðingunni. Í meistararitgerð Elvu Bjargar Einarsdóttur (2007) kemur fram að fræðimenn hafi margsinnis rætt að uppspretta jákvæðrar fæðingarreynslu sé að konur séu við stjórn í fæðingu og séu með í ákvarðanatöku um meðferð. Þvert á móti hafa konur neikvæða fæðingarreynslu hafi þær ekki stjórn, lítil áhrif á ákvarðana- töku, gerð eru óþarfa inngrip í fæðinguna, ekki er næg samfella í þjónustu eða lítill stuðningur til staðar frá ljósmóður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.