Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 22
22 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Þessi fræðilega samantekt ljósmæðranema fjallar um öryggi og fæðingarstaði þar sem ljósmæður eru leiðandi fagaðilar. Efnið er eðli- lega ofarlega í huga nemanda sem er að hefja nám. Ljóst er að fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað stórlega síðustu áratugina. Á sama tíma er umræðan sterk um nauðsyn þessa að konur og fjölskyldur fái barneignarþjónustu í sinni heimabyggð. Á höfuðborgarsvæðinu er valkostur um fæðingarstað bundinn við Fæðingarvaktina á Landspítala og að fæða heima. Mikið er rætt um mikilvægi þess að í boði sé millistig á fæðingarþjónustu, svo sem á fæðingarheimili. Verkefnið er lóð á vogarskálarnar í þessari umræðu og um öryggi á fæðingarstöðum sem eru skilgreindir sem fæðingar- staður D samkvæmt leiðbeiningum um val á fæðingarstað frá Land- læknisembættinu. Niðurstöðurnar eru hvatning fyrir ljósmæður sem áhuga hafa á að auka valmöguleika í ljósmæðraþjónustunni, stofna fæðingarheimili eða þróa samfellda þjónustu á forsendum kvenna í gegnum barneignarferlið, milli heimilis og heilbrigðisstofnana. Ólöf Ásta Ólafsdóttir INNGANGUR Undanfarin ár hefur þjónustustig fæðingarstaða lækkað og skurð- stofum víða um land verið lokað vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerf- inu. Án skurðstofu og starfsfólks hennar er ekki hægt að grípa inn í fæðingu, svo sem með mænurótardeyfingu eða keisaraskurði. Land- læknisembættið (2007) hefur gefið út leiðbeiningar um áhættumat og val á fæðingarstað fyrir barnshafandi konur til að tryggja öryggi í fæðingu og gæði þjónustunnar. Þjónustustig eru flokkuð miðað við íslenskar aðstæður, frá A til D. A táknar hátækni fæðingardeild, til dæmis Landspítala, og D fæðingarstaði sem henta heilbrigðum konum sem gengið hafa í gegnum eðlilega 37‒42 vikna meðgöngu og vænta fæðingar án fyrirsjáanlegra vandamála að mati læknis og ljósmóður. Samkvæmt þessum leiðbeiningum flokkast til dæmis fæðingardeildin í Vestmannaeyjum undir þjónustustig D. Þar er ekki lengur sólar- hringsvakt á skurðstofunni og enginn svæfingarlæknir starfandi. Ljós- mæðraþjónusta er þó til staðar og sinnir ljósmóðir meðgönguvernd og fæðingarhjálp fyrir konur sem uppfylla framangreind skilyrði. Það er óskandi að heilbrigðar konur geti gengið í gegnum allt barn- eignarferlið í sínum heimabæ, en öryggi konu og barns er fyrir öllu. Öryggi þess að fæða utan hátækni fæðingardeildar hefur verið umdeilt. Á 20. öldinni fóru fæðingar jafnt og þétt að flytjast inn á sjúkrahús, þar sem aðgangur að fæðingarlæknum var greiður ef eitt- hvað færi úrskeiðis. Uppúr miðri 20. öldinni fæddu flestar konur á sjúkrahúsi og undir lok hennar var orðið sjaldgæft að konur fæddu heima (Kitzinger, 2005). Í dag fæða 98,2% íslenskra kvenna börn sín á sjúkrahúsum en 1,8% fæða heima (Ragnhildur I. Bjarnadóttir o.fl., 2011). Það er í samræmi við niðurstöður vestrænna rannsókna á fæðingarstöðum kvenna sem gefa skýrt til kynna að flestar fæðingar eigi sér stað á sjúkrahúsum (Overgaard, Fenger-Grøn & Sandall, 2012). Eftir að fæðingar fóru að flytjast inn á sjúkrahús hafa inngrip í fæðingu og tíðni keisaraskurða aukist til muna. Það vekur upp spurn- ingar um öryggi, ávinning og áhættu fyrir heilbrigðar barnshafandi konur að fæða á hátækni sjúkrahúsum. Á síðustu áratugum hefur því áhugi vaknað á áhrifum fæðingarumhverfis á útkomu fæðinga og ljós- mæðrastýrð fæðingarheimili hafa orðið vinsælli (Hodnett o.fl., 2009). Í þessari ritgerð verður fjallað um frístandandi fæðingarheimili. Á þeim er umönnun kvenna stjórnað af ljósmæðrum á stað sem er aðskil- inn hátækni fæðingardeild en með ákveðin tengsl við slíka deild. Þar er veitt meðgönguvernd og fæðingarhjálp fyrir konur sem eiga í lítilli hættu á vandamálum á meðgöngu og í fæðingu. Lögð er áhersla á heimilislegt umhverfi og eðlilega fæðingu með sem fæstum inngripum (Healthcare Improvement Scotland, 2012; Hodnett o.fl., 2009; Laws, Lim, Tracy og Sullivan, 2009). Frístandandi fæðingarheimili, jafnt sem minni fæðingardeildir á landsbyggðinni, falla því undir þjón- ustustig D, samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis (2007) um val á fæðingarstað. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna öryggi þess að fæða á frístandandi fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum á lands- byggðinni. Fjallað verður um öryggistilfinningu kvenna og ljósmæðra, umönnun og útkomu fæðinga á þessum fæðingarstöðum. Öryggi fæðingarheimila og minni fæðingardeilda á landsbyggðinni Hafdís Guðnadóttir, 1. árs nemi í ljósmóðurfræði N E M AV E R K E F N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.