Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Síða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Síða 22
22 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Þessi fræðilega samantekt ljósmæðranema fjallar um öryggi og fæðingarstaði þar sem ljósmæður eru leiðandi fagaðilar. Efnið er eðli- lega ofarlega í huga nemanda sem er að hefja nám. Ljóst er að fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað stórlega síðustu áratugina. Á sama tíma er umræðan sterk um nauðsyn þessa að konur og fjölskyldur fái barneignarþjónustu í sinni heimabyggð. Á höfuðborgarsvæðinu er valkostur um fæðingarstað bundinn við Fæðingarvaktina á Landspítala og að fæða heima. Mikið er rætt um mikilvægi þess að í boði sé millistig á fæðingarþjónustu, svo sem á fæðingarheimili. Verkefnið er lóð á vogarskálarnar í þessari umræðu og um öryggi á fæðingarstöðum sem eru skilgreindir sem fæðingar- staður D samkvæmt leiðbeiningum um val á fæðingarstað frá Land- læknisembættinu. Niðurstöðurnar eru hvatning fyrir ljósmæður sem áhuga hafa á að auka valmöguleika í ljósmæðraþjónustunni, stofna fæðingarheimili eða þróa samfellda þjónustu á forsendum kvenna í gegnum barneignarferlið, milli heimilis og heilbrigðisstofnana. Ólöf Ásta Ólafsdóttir INNGANGUR Undanfarin ár hefur þjónustustig fæðingarstaða lækkað og skurð- stofum víða um land verið lokað vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerf- inu. Án skurðstofu og starfsfólks hennar er ekki hægt að grípa inn í fæðingu, svo sem með mænurótardeyfingu eða keisaraskurði. Land- læknisembættið (2007) hefur gefið út leiðbeiningar um áhættumat og val á fæðingarstað fyrir barnshafandi konur til að tryggja öryggi í fæðingu og gæði þjónustunnar. Þjónustustig eru flokkuð miðað við íslenskar aðstæður, frá A til D. A táknar hátækni fæðingardeild, til dæmis Landspítala, og D fæðingarstaði sem henta heilbrigðum konum sem gengið hafa í gegnum eðlilega 37‒42 vikna meðgöngu og vænta fæðingar án fyrirsjáanlegra vandamála að mati læknis og ljósmóður. Samkvæmt þessum leiðbeiningum flokkast til dæmis fæðingardeildin í Vestmannaeyjum undir þjónustustig D. Þar er ekki lengur sólar- hringsvakt á skurðstofunni og enginn svæfingarlæknir starfandi. Ljós- mæðraþjónusta er þó til staðar og sinnir ljósmóðir meðgönguvernd og fæðingarhjálp fyrir konur sem uppfylla framangreind skilyrði. Það er óskandi að heilbrigðar konur geti gengið í gegnum allt barn- eignarferlið í sínum heimabæ, en öryggi konu og barns er fyrir öllu. Öryggi þess að fæða utan hátækni fæðingardeildar hefur verið umdeilt. Á 20. öldinni fóru fæðingar jafnt og þétt að flytjast inn á sjúkrahús, þar sem aðgangur að fæðingarlæknum var greiður ef eitt- hvað færi úrskeiðis. Uppúr miðri 20. öldinni fæddu flestar konur á sjúkrahúsi og undir lok hennar var orðið sjaldgæft að konur fæddu heima (Kitzinger, 2005). Í dag fæða 98,2% íslenskra kvenna börn sín á sjúkrahúsum en 1,8% fæða heima (Ragnhildur I. Bjarnadóttir o.fl., 2011). Það er í samræmi við niðurstöður vestrænna rannsókna á fæðingarstöðum kvenna sem gefa skýrt til kynna að flestar fæðingar eigi sér stað á sjúkrahúsum (Overgaard, Fenger-Grøn & Sandall, 2012). Eftir að fæðingar fóru að flytjast inn á sjúkrahús hafa inngrip í fæðingu og tíðni keisaraskurða aukist til muna. Það vekur upp spurn- ingar um öryggi, ávinning og áhættu fyrir heilbrigðar barnshafandi konur að fæða á hátækni sjúkrahúsum. Á síðustu áratugum hefur því áhugi vaknað á áhrifum fæðingarumhverfis á útkomu fæðinga og ljós- mæðrastýrð fæðingarheimili hafa orðið vinsælli (Hodnett o.fl., 2009). Í þessari ritgerð verður fjallað um frístandandi fæðingarheimili. Á þeim er umönnun kvenna stjórnað af ljósmæðrum á stað sem er aðskil- inn hátækni fæðingardeild en með ákveðin tengsl við slíka deild. Þar er veitt meðgönguvernd og fæðingarhjálp fyrir konur sem eiga í lítilli hættu á vandamálum á meðgöngu og í fæðingu. Lögð er áhersla á heimilislegt umhverfi og eðlilega fæðingu með sem fæstum inngripum (Healthcare Improvement Scotland, 2012; Hodnett o.fl., 2009; Laws, Lim, Tracy og Sullivan, 2009). Frístandandi fæðingarheimili, jafnt sem minni fæðingardeildir á landsbyggðinni, falla því undir þjón- ustustig D, samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis (2007) um val á fæðingarstað. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna öryggi þess að fæða á frístandandi fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum á lands- byggðinni. Fjallað verður um öryggistilfinningu kvenna og ljósmæðra, umönnun og útkomu fæðinga á þessum fæðingarstöðum. Öryggi fæðingarheimila og minni fæðingardeilda á landsbyggðinni Hafdís Guðnadóttir, 1. árs nemi í ljósmóðurfræði N E M AV E R K E F N I

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.