Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Blaðsíða 20
20 Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Þegar barn fæðist í sjálfkrafa hvirfilfæðingu fylgja axlir oftast á eftir höfði og fæðast í sömu hríð. Við það að barnið færist niður fæðingar- veginn stuðla samdrættir legsins að því að höfuð barnsins, axlir þess og líkami snúast eftir lögun grindarinnar og vöðvum fæðingarvegarins og rýmið sem barnið hefur í grindinni nýtist eins vel og kostur er. Axlarklemma er bráðaatvik sem getur orðið í fæðingu þegar axlir barnsins snúast ekki á eðlilegan hátt undan lífbeini eða af efsta spjaldhryggjarlið, festast þar og hættuástand getur skapast (Fraser og Cooper, 2008; Kreitzer, 2009; Medforth, Battersby, Evans, Marsh og Walker, 2006; Thorogood og Hendy, 2006). Upp úr 1990 var það tilfinning okkar sem störfuðum á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, að axlarklemmum þar færi fjölgandi og nokkur börn urðu fyrir varanlegum skaða af völdum axlarklemmu. Til að skoða þetta nánar voru teknar saman upplýsingar frá Fæðingar- skrá Íslands (2011) og kemur þar fram að á árunum 1991‒2000 voru skráðar 27 axlarklemmur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja (ICD O66.0) og 25 börn voru skráð með skaða á efri útlimum, þar af 16 með Erbs lömun (taugaskaða í efri útlimum) (ICD P14.0) og níu með viðbeinsbrot (ICD P13.4). Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið þróuð aðferð til að losa axlir sem reynst hefur mjög vel. Heiðurinn af þeirri aðferð eiga Guðrún Guðbjartsdóttir ljósmóðir og Konráð Lúðvíksson fæðingar- læknir. Í samráði við þau hefur þessi aðferð verið kölluð Krókurinn. Í rannsókn til meistaraprófs í ljósmóðurfræðum, sem fjallar um þekk- ingu og reynslu ljósmæðra af axlarklemmu í fæðingu, er Króknum fyrst formlega lýst (Björg Sigurðardóttir, 2012). Þegar Krókurinn er notaður er farið með hönd upp í fæðingarveg móður, meðfram baki barnsins, við aftari öxl og niður fyrir olnboga. Hönd barnsins er því næst færð rólega fram fyrir líkama þess og upp fyrir höfuð og út úr fæðingarveginum, verður rýmið þá meira í fæðingarveginum sem auðveldar fæðingu barnsins. Með þessari aðferð er einnig auðveldara að ná hönd barnsins ef hún liggur aftur fyrir bakið eða niður með síðunni. Svipar þessari aðferð að sumu leyti til þeirrar aðferðar sem kölluð hefur verið Barnum aðferð (Kreitzer, 2009), eða losun aftari handleggs. Þá er líka gott að beita Króknum ásamt og með Gaskin aðferðinni, en þegar hún er notuð er móðurinni hjálpað til að snúa sér á fjóra fætur (Mercer og Erickson-Owens, 2009), er þá oft auðveldara að komast að til að beita Króknum og losa axlirnar. Eftir að markvisst var farið að nota Krókinn til að losa axlir hefur börnum sem greinast með skaða á efri útlimum fækkað verulega á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja samkvæmt tölum frá Fæðingarskrá Íslands (2011). Á árunum 2001‒2010 voru skráðar 50 axlarklemmur (ICD O66.0) og fjögur börn voru skráð með skaða á efri útlimum, þar af tvö börn með greininguna Erbs lömun (ICD P14.0) og tvö með viðbeins- brot (ICD P13.4) (Fæðingarskrá Íslands, 2011). Þegar þessi tvö tíu ára tímabil sem hér er greint frá eru borin saman (sjá töflu 1) sést að frá 1991‒2000 voru skráðar 27 axlarklemmur og greindir 25 skaðar á börnum En á seinna tímabil- inu, frá 2001‒2010, voru skráðar nærri helmingi fleiri axlarklemmur, en einungis fjórir skaðar á börnum. Vissulega þarfnast þessar tölur frekari skoðunar, en eru engu að síður mjög áhugaverðar og væri vel þess virði að kanna þær betur. HEIMILDIR Björg Sigurðardóttir. (2012). Þekking og reynsla ljósmæðra af axlarklemmu í fæðingu „... mér finnst ég alveg hafa komist í gegnum það…“. Óbirt MS-ritgerð: Háskóli Íslands, Námsbraut í ljósmóðurfræðum. Reykjavík: Háskólaprent ehf. Fraser, D. M. og Cooper, M. A. (2008). Survival guide to midwifery. Edinburgh: Churchill Livingstone. Fæðingarskrá Íslands. (2011, 8. nóvember). Upplýsingar úr fæðingarskráningu Íslands 1991–2010. Guðrún Garðarsdóttir (ritstjóri). Óútgefið. Kreitzer, M. S. (2009). Recognition, classification and management of shoulder dystocia: The relationship to causation of brachial plexus injury. Í J. A. O´Leary (ritstjóri), Shoulder dystocia and birth injury (bls. 179‒208). Tampa: Humana Press. Medforth, J., Battersby, S., Evans, M., Marsh, B. og Walker, M. (2006). Oxford handbook of midwifery. Oxford: University press. Mercer, J. S. og Erickson-Owens, D. A. (2009). The midwifery view of shoulder dystocia. Í J. A. O´Leary (ritstjóri), Shoulder dystocia and birth injury (3. útgáfa), (bls. 269‒283). Tampa: Humana press. Thorogood, C. og Hendy, S. (2006). Life-threatening emergencies. Í S. Pairman, J. Pincombe, C. Thorogood og S. Tracy (ritstjórar), Midwifery, preparation for practice (bls. 756‒802). Sydney: Elsevier Australia. Krókurinn Árangursrík aðferð til að bregðast við axlarklemmu í fæðingu Mynd 1. Yfi rlit yfi r tíðni axlarklemmu og áverka á börnum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 1991‒2000 og 2001‒2010 Björg Sigurðardóttir ljósmóðir B.ed., M.Sc á heilbrigðisstofnun Suðurnesja F R Æ Ð S L U G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.