Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Síða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2014, Síða 25
25Ljósmæðrablaðið - desember 2014 Með því að nota mild þvottaefni eins og MILT, dregur þú úr líkum á því að þú eða einhverjir í þinni fjölskyldu fái ofnæmi eða exem. ÁN OFNÆMIS- VALDANDI EFNA FARÐU MILDUM HÖNDUM UM ÞIG, ÞVOTTINN OG UMHVERFIÐ 40 ÞVOTTAR Í 2 KG PAKKA Þú þarft minna af MILT því það er sérþróað fyrir íslenskt vatn. rannsóknir sýnt sömu niðurstöður (Birthplace in England Colla- borative Group, 2011; da Silva o.fl., 2012; Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Ef flutningstími og útkoma fæðinga eftir flutning er skoðuð gerðu Rowe o.fl. (2013) rannsókn sem tók til 5.904 kvenna í Englandi sem fluttar voru í og eftir fæðingu frá fæðingarheimilum á hátækni fæðingardeild. Meðal flutningstími frá því ákveðið var að flytja konu og þar til fyrsta skoðun var gerð á hátækni sjúkrahúsi var 60 mínútur miðað við 20‒40 km vegalengd. Flestir flutningar voru ekki bráðir og neyðartilvik voru sjaldgæf. Sýnt hefur verið fram á að til þess að sem stystur tími líði frá ákvörðun um flutning þar til konan fær viðeigandi meðferð á hátæknisjúkrahúsi skipti góð samskipti á milli fagaðila stofnana lykilmáli (Rowe o.fl., 2013). Á Íslandi hafa minni fæðingardeildir úti á landi góð tengsl við hátækni fæðingardeild Landspítalans. Gera má ráð fyrir svipuðum flutnings- tíma frá fæðingardeildinni í Vestmannaeyjum á Landspítala. Þar með talin skipulagning flutnings, sem tók að meðaltali 20 mínútur í rannsókn Rowe o.fl. (2013), keyrsla út á flugvöll (3‒5 mínútur), flug til Reykjavíkur (u.þ.b. 20 mínútur) og keyrsla frá flugvelli upp á Landspítala (u.þ.b. 5 mínútur). Þó þarf að taka mið af veðurfærð og sýndi rannsókn Rowe o.fl. (2013) að við ákvarðanir um flutn- ing tóku ljósmæður mið af landfræðilegum aðstæðum, umferð og veðurfærð. Eftir að konurnar sem fluttar voru höfðu fengið fyrstu skoðun á hátækni fæðingardeild liðu að meðaltali 3,3 klukku- stundir þar til þær fæddu börn sín. Af þeim börnum sem fæddust innan klukkustundar frá fyrstu skoðun á hátækni fæðingardeild voru 0,3% með < 7 í apgar eftir 5 mínútur, notuð voru áhöld í 6% tilfella og keisaraskurður gerður í 1,8% tilfella. Má því segja að flutningur hafi ekki slæm áhrif á útkomu fæðinga, enda hafa rann- sóknir ítrekað sýnt jafna útkomu fæðinga hvort sem konur hefji fæðingu á fæðingarheimili eða hátækni sjúkrahúsi (Benatar o.fl., 2013; Birthplace in England Collaborative group, 2011; Healthcare Improvement Scotland, 2012; Overgaard o.fl., 2011). SAMANTEKT - LOKAORÐ Samkvæmt þessari fræðilegu úttekt er öruggt fyrir heilbrigðar konur sem vænta eðlilegrar fæðingar að fæða á frístandandi fæðingarheim- ilum eða minni fæðingardeildum á landsbyggðinni. Í leiðbeiningum Landlæknisembættisins (2007) eru tilgreind þau skilyrði sem kona verður að uppfylla til þess að geta fætt á þjónustustigi D. Einnig kemur fram undir hvaða kringumstæðum flytja eigi konu í og eftir fæðingu frá þjónustustigi D á hærra þjónustustig. Í heimabæ sínum njóta konur umönnunar ljósmóður sem þær þekkja og hugmyndafræði ljósmóðurfræðinnar fær að njóta sín, þær eru nálægt sínum nánustu í umhverfi sem þær þekkja. Þá eru meiri líkur á að fæðingarhormónin nái að starfa eðlilega og að adrenalínið skemmi ekki fyrir, þar sem konan finnur síður fyrir kvíða eða streitu (Odent, 2011). Rannsóknir hafa ekki sýnt marktækan mun á útkomu fæðinga hvort sem heilbrigðar konur sem vænta eðlilegrar fæðingar hefji fæðingu á frístandandi fæðingarheimilum eða hátækni fæðingar- deild. Hins vegar hafa þær sýnt marktækt minni líkur á keisara- skurði og inngripum í fæðingu, hefji kona fæðingu á frístandandi fæðingarheimili (Benatar o.fl., 2013; Birthplace in England Colla- borative group, 2011; Healthcare Improvement Scotland, 2012; Overgaard o.fl., 2011). Komi eitthvað upp á í fæðingu á frístandandi fæðingarheimilum eða minni fæðingardeildum á landsbyggðinni er konan flutt á hátækni fæðingardeild. Í rannsóknunum sem skoðaðar voru var flutningstíðni frá þjónustustigi D á hátækni fæðingardeild 14,8‒20% (Birthplace in England Collaborative Group, 2011; da Silva o.fl., 2012; Overgaard, 2011; Sigrún Kristjánsdóttir, 2012). Tekið skal fram að allar rannsóknir sem skoðaðar voru tóku til frístandandi fæðingarheimila þar sem eingöngu störfuðu þjálfaðar ljósmæður og góð tengsl voru við hátækni fæðingardeild. Á Íslandi hefur ekki verið gerð samanburðarrannsókn á útkomu fæðinga heilbrigðra kvenna, sem vænta eðlilegrar fæðingar, eftir því hvort þær fæði á þjónustustigi D (litlar fæðingardeildir úti á landi)

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.