Litli Bergþór - 01.07.2017, Síða 8
8 Litli-Bergþór
Nú er um ár liðið frá því að þjónustu- og
framkvæmdasviði var breytt í Framkvæmda-
og veitusvið Bláskógabyggðar. Stærsta breyt-
ingin fól í sér að Bláskógaveitur voru færðar
undir sviðið og starfsmönnum fjölgað um einn.
Starfsárið hefur verið viðburðaríkt og áskor-
anir og óvæntar uppákomur hafa sprottið upp
bak við hvern hól.
Stiklað á stóru
Á framkvæmdasviðinu stendur upp úr myglu-
vandinn sem kom upp í leikskólanum. Þrátt fyrir
erfiðar ákvarðanir og vanda sem við stóðum
frammi fyrir þegar myglan uppgötvaðist, fór
allt vel og má þar fyrst og fremst þakka mjög
jákvæðum og lausnamiðuðum stjórnendum og
starfsfólki leikskólans og grunnskólans. Við búum
líka vel að eiga að menn eins og Steina í Bisk-
verk, sem er boðinn og búinn að bjarga málunum
þegar á þarf að halda.
Við teljum okkur vera búna að koma í veg fyrir
rakann sem fóðraði mygluna og nú er beðið eftir
að rakastigið í gólfi og veggjum komist á það
stig að hægt sé að fara að slípa og eyða síðustu
leifunum af myglunni. Það ferli gerist hægt en
stefnir í rétta átt.
Fráveitumál tóku drjúgan tíma fyrstu misserin.
Það kom í ljós að rotþróin við tjaldsvæðið
var ónýt og þurfti að hafa hraðar hendur og
koma niður nýrri rotþró. Það var gert með
framtíðarmarkmið í fráveitumálum í Reykholti í
huga. Það verk vann Doddi (Þórarinn) í Fellskoti
(BD vélar). Nú er unnið að því að
tengja Aratungutorfuna, Friðheima,
Gufuhlíð, Birkihlíð og Espiflöt við
nýju fráveituna. Síðan verður haldið
áfram í stefnumótun í fráveitumálum
í allri Bláskógabyggð. Til að mynda
stendur til að byggja rotþrær og
hreinsistöðvar í Laugarási og Reyk-
holti til að mæta ört stækkandi
byggð og kröfum.
Hvað varðar aðrar framkvæmdir,
hefur markmiðið verið að sinna
daglegum uppákomum og viðhaldi.
Þar er af nógu að taka og hefur
Framkvæmda- og veitusvið
Bláskógabyggðar
Bjarni Dan, Jónas Þóris, Loftur Jónasar, Einar Guðmunds og Steini í Bisk-verki
á leið að skoða framkvæmdir við fjallaskála.
Karl Ragnarsson frá Eflu mældi mjög mikla rakamettun
í leikskólanum.