Litli Bergþór - 01.07.2017, Síða 38
38 Litli-Bergþór
Bláskógaskóli í Reykholti
er nú orðinn skóli á grænni
grein, en skólar á grænni
grein er alþjóðlegt verkefni
til að auka umhverfismennt
og styrkja umhverfisstefnu
í skólum. Þeir skólar sem
vilja komast á græna grein
í umhverfismálum leitast
við að stíga skrefin sjö.
Þegar því marki er náð fá
skólarnir leyfi til að flagga
Grænfánanum næstu tvö
ár, en sú viðurkenning fæst
endurnýjuð ef skólarnir halda
áfram góðu starfi.
Markmið verkefnisins er að:
• Bæta umhverfi skólans,
minnka úrgang og notkun á
vatni og orku.
• Efla samfélagskennd innan
• Efla alþjóðlega samkennd og tungumála-
kunnáttu.
• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki
og almenning.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur
virðingar víða í Evrópu sem tákn um
árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu
í skólum.
Grænfánaverkefninu
á Íslandi er stýrt af
Landvernd, sem er aðili að
alþjóðlegu samtökunum
FEE. Stýrihópur um
Grænfána er Landvernd
til fulltingis um allt sem
viðkemur verkefninu.
Umhverfisnefnd
Bláskógaskóla í Reykholti
var kosin vikuna 6.-10.
febrúar. Í öllum bekkjum
voru þeir sem höfðu áhuga
á að starfa í nefndinni
beðnir um að gefa sig
fram og síðan kosið á
milli þeirra aðila.
Í umhverfisnefnd eru:
1. bekkur, Íris Anna
Gunnarsdóttir
Fréttir úr Bláskógaskóla
Grænfánamynd af 4. bekk og á henni eru: Efri röð frá vinstri: Guðrún Steinunn
Jónsdóttir, Máni Arnórsson, Fjölnir Þór Morthens, Baltasar Breki Matthíasson, Lilja
Björk Sæland, Bjarni Harald Kristinsson, Dagmar Sif Morthens. Neðri röð frá
vinstri: Herdís Lillian Jensen, Hrefna Erla Hannesdóttir, Elsa Dögg Grétarsdóttir,
Freya Linda Andrea Mattsson.
skólans.
• Auka umhverfisvitund með menntun og
verkefnum innan kennslustofu og utan.
• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun
skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða
nemendur.
• Veita nemendum menntun og færni til að takast
á við umhverfismál.
Valáfangi í tálgun á unglingastigi. Nemendur að velja sér greinar sem þeir síðan
útbjuggu taflkarla úr. Leiðbeinandinn á myndinni er Halldór Guðnason, frá Efra-Seli.