Litli Bergþór - 01.07.2017, Page 50
Ég elska þessa himnesku sumarmorgna þegar
við systir mín vöknum á undan öllum öðrum
og hlaupum berfættar út á grasið. Þessa morgna
þegar sólin er nýkomin upp í austri og farin að
læðast í áttina að Heklu en er ekki enn farin að
speglast í víkinni sem er suður af bænum. Og ekki
enn búin að þurrka upp döggina á grasinu. Við
skríkjum af kátínu og eintómum fögnuði yfir því
að vera einar í heiminum með fuglum himinsins
og kúnum sem heyrast baula í fjarska. Bræður
okkar eru enn ekki vaknaðir til að sækja kýrnar,
en fljótlega koma þeir niður og þess vegna er um
að gera að nýta stundina vel. Döggin er svalandi
á iljarnar en okkur er ekki kalt. Við flögrum um
eins og álfaprinsessur í skrautlegu náttfötunum
á milli hríslanna og upp og niður brekkuna í
garðinum. Stundum látum við okkur falla í grasið
en þá blotnum við og okkur verður kalt svo við
stöndum fljótt upp aftur og höldum áfram að
dansa í dögginni.
Þegar eldri bræður okkar eða foreldrar vakna
er gamanið búið. Stundum erum við skammaðar,
stundum er bara glott út í annað og okkur sagt að
klæða okkur. Við gegnum því en ekki fyrr en við
höfðum hitað okkur vel undir sænginni. Það getur
verið svalt þessa morgna en við tökum yfirleitt
ekki eftir því fyrr en eftirá.
****
Dansinn í grasinu
Ég er yngsta barnið en á systur sem er einu ári
eldri og vill alltaf vera að passa mig og svo þrjá
eldri bræður sem stríða mér stundum af einskærri
aðdáun.
„Dekurrófa“ segja bræðurnir um leið og þeir
hossa mér og henda á milli sín. Sjálfir dekra þeir
mig svo mest af öllum. Magga kallar mig litla
ljósið sitt en svo er ég líka litla lipurtáin hennar
mömmu og litla trippið hans pabba. „Af því þú ert
svo leggjalöng“ segir pabbi, „eins og lítið folald.“
Ég tölti um tún og engi óáreitt og í hamingjuvímu
yfir allri ástinni sem ég fæ og allri ástinni sem ég
á innra með mér. Já, og yfir öllu þessu lífi sem ég
á eftir að lifa. Það er sólskin alla daga.
Ég er náttúrubarn og tek að mér að búa til
hreiður handa fuglunum og tína maðka handa
ungunum þegar þeir eru komnir úr eggjunum. Ég
reyni að gleðja öll dýr og alla menn … enda eru
allir góðir við mig.
Skemmtilegast þykir mér að gleðja Möggu.
Hún er alltaf svo þakklát og tárast stundum þegar
ég birtist með eitthvað fallegt handa henni. Ég
vanda mig alveg sérstaklega þegar ég vel blóm
í blómvönd handa Möggu. Sóleyjar, fíflar og
gulmaðra eru alltaf uppistaðan því gult er fallegast.
Fjólubláar hrafnaklukkur og fjalldalafíflar eru líka
falleg blóm í vönd og
svo bláklukkur. Og
Magga kyssir mig og
knúsar fyrir fallegasta
blómvönd í heimi.
Ég á uppáhaldsdýr
sem elska mig líka.
Gæfa var heimalningur
þegar hún var lítið
lamb og ég gaf henni
alltaf mjólk úr pela.
Þessvegna elti Gæfa
mig út um allt. Nú er
Gæfa orðin fullorðin
ær en hún kemur alltaf
til mín þegar ég kalla.
Dúfa er hænan sem
hjúfrar sig saman þeg-
50 Litli-Bergþór
Ólöf Sverrisdóttir:
Útsýni yfir Hrosshagavíkina. Eyjafjallajökull í fjarska.