Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 10
10 7. desember 2018FRÉTTIR
3 SKREF
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
• Skráningartöflur
• Eignaskiptayfirlýsingar
• Eftirfylgni
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
ÞARABAKKA 3
S. 578 6800
Einn af sonum Gunnars sagði
um leikhæfileika hans: „Ég hef oft
þrýst á hann að taka sér langt frí
frá þinginu og prufa að koma aft-
ur í leikfélagið því hann hefur ekki
verið í því síðan 1995.“
Blíður og góður en
ekki rómantískur
Elva Björk lýsti Gunnari á þann
hátt að hann væri ákveðinn og
fylginn sér. Það virðist vera sam-
dóma álit þeirra sem þekkja hann.
Þá væri hann einnig blíður og
góður en standi alltaf fast á sinni
sannfæringu.
„Hann er yfirleitt ekki róman-
tískur. Það eru til sætar hliðar á
honum. Þegar það gerist, kemur
það mér virkilega á óvart,“ sagði
Elva og bætti við að hann gæti rök-
rætt út í það óendanlega. Þegar
fjölskyldan var spurð um galla
svaraði Elva:
„Það er rosalega stuttur í hon-
um þráðurinn. Hann er rosalega
fljótur upp og getur þá verið hvass.
Hann er líka rosalega fljótur nið-
ur.“ Sigmundur Davíð sagði: „Mjög
fylginn sér og hreinskilinn og
hann segir það sem honum finnst
eða það sem hann er að hugsa.
Hann getur ekki talist undirförull
og hann gengur hreint til verks og
segir nákvæmlega það sem hon-
um finnst. Stundum finnst fólki
það óþægilegt geri ég ráð fyrir.“
Sonur hans bætti við að faðir hans
væri með mikið skap.
Kostir Gunnars Braga og aðrar
góðar sögur
Í nærmynd á Stöð 2 kom fram
að Gunnar Bragi væri mikið fyrir
karókí og tæki þá oft lagið Delæla.
Væri hann frægur um allan Skaga-
fjörð fyrir þetta. Þá bætti fyrr-
verandi kona hans við að Gunn-
ar Bragi hefði eitt sinn prófað
permanent og ekki verið svo
hrifinn af útkomunni. Þá var Elva
Björk beðin um skemmtisögu eða
eitt af vandræðalegum augnablik-
um. „Þegar ég var ólétt af Sveini
Rúnari vorum við á flokksþingi,“
byrjaði Elva Björk hlæjandi en þau
gistu þá á hóteli. „Ég var svoldið
þreytt og fór að sofa svo vakna
ég með ókunnguan mann við
hliðina á mér. Ég sprett fram úr og
opna dyrnar á hótelherberginu og
heyri í Gunnari á göngunum og ég
þruma: „Gunnar Bragi!“. Þá heyri
ég: Ég gleymdi að Elva Björk væri
með mér.“
Þá var Gunnari Braga hrósað
fyrir dugnað og góða mætingu í
þingið og að hann hefði alltaf verið
í forystuhlutverki. Einnig var rætt
um ókosti starfsins og urðu synir
hans þar fyrir svörum. Þótti þeim
nokkuð erfitt að brynja sig fyrir
neikvæðu umtali um föður sinn.
„Fólk heldur alltaf að hann sé
svo mikið fífl, þegar maður sér það
á netinu. Maður rekst á eitthvað á
netinu en við
sjáum hann
öðruvísi. Við
þekkjum hann
persónu-
lega en aðr-
ir þekkja hann
bara sem stjórnmálamann. Við
vitum hvernig hann er og það er
erfitt að sætta sig við þetta,“ sagði
einn sona hans. Bætti hann við
að ef faðir hans væri ekki á þingi
myndi hann líklega snúa aftur í
leikhúsið, reka bensínstöð eða
stjórna sjónvarpsþætti á borð við
Kastljós.
DV birti einnig nærmynd af
Gunnari Braga árið 2013 sem
skrifuð var af Inga Frey Vilhjálms-
syni. Þar sagði:
„Þegar Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra var sveit-
arstjórnarmaður Framsóknar-
flokksins í Skagafirði var talað um
það í sveitinni að hann tæki enga
ákvörðun án þess að ráðfæra sig
við Þórólf Gíslason kaupfélags-
stjóra KS. „Hann kom alltaf með
Nýja-Testamentið frá Þórólfi og
það á ekki síður við í dag,“ sagði
aðili sem þekkir vel til stjórnmála-
starfs í Skagafirði. Þetta var áður
en Gunnar Bragi settist á þing árið
2009 og utanríkisráðherrann nú-
verandi var oddviti framsóknar-
manna í sveitarstjórninni Skaga-
firði. Árið 2009 söðlaði Gunnar
Bragi um og bauð sig fram til Al-
þingis sem fyrsti þingmaður
Framsóknarflokksins í Norðvest-
urkjördæmi. Hin síðari ár hef-
ur þó samband Gunnars Braga
við Þórólf og Kaupfélagsmenn
súrnað og var ástæðan ekki síst
stuðningur Gunnars Braga við
viðskiptabann á Rússland sem
kom Kaupfélaginu illa.“
Í áðurnefndri umfjöllun Inga
Freys var einnig haft eftir ónefnd-
um heimildarmanni:
„Annar þingmaður segir að
gott hafi verið að leita til Gunnars
Braga þegar hann var þingflokks-
formaður og hefur viðkomandi
ekkert nema gott um hann að
segja: „Ég hef ekkert nema gott af
samskiptum við Gunnar Braga að
segja: Hann er lipur og viðræðu-
góður og hjálplegur og sanngjarn
myndi ég segja. Svo getur hann
verið ágætlega skemmtilegur. Af
þeim þingmönnum Framsóknar-
flokksins sem voru á þingi á síð-
asta kjörtímabili þá var best að
leita til hans með einhver mál eða
erindi. Hann er maður sem reynir
að leysa hluti.“
Tóku fleiri þingmenn í svip-
aðan streng. Annar þingmaður
sagði: „Það er gott að spjalla við
hann og eiga við hann samskipti.
Nema að hann er svolítið ör og
á það til að rjúka upp út af engu.
Oft er það vanhugsað hjá honum;
hann mætti stundum telja upp að
tíu áður en hann æsir sig.““
Gunnar Bragi er nú í sambúð
með Sunnu Gunnars Marteins-
dóttur. Hún var aðstoðarmað-
ur hans í utanríkisráðuneytinu
þegar Gunnar Bragi var þar við
völd og var á þeim tíma í sam-
búð með barnsföður sínum, Sig-
urbirni Magnúsi Gunnlaugssyni,
yngri bróður Sigmundar Davíðs.
Þegar sambúð þeirra lauk tóku
Sunna og Gunnar Bragi saman og
hófu sambúð. Eftir að Klausturs-
málið komst í hámæli greindi Ei-
ríkur Jónsson og svo Smartland
frá því að Sunna væri skráð ein-
hleyp á Facebook og mátt ætla af
þeim umfjöllunum að Klausturs-
málið hefði sett alvarlegt strik í
reikninginn. Fljótlega kom í ljós
að Sunna hafði aldrei breytt nein-
um stillingum og alltaf verið skráð
einhleyp þó svo að hún og Gunnar
Bragi væru í sambúð.
Þá vakti talsverða athygli að
Gunnar Bragi skipaði Sunnu í
stjórn Matís rétt áður en hann lét
af embætti. Einnig skipaði hann
Bergþór Ólason í sömu stjórn,
samherja sinn úr Miðflokknum og
af Klaustri.
Hræðist pillur og þolir ekki
óstundvísi
Gunnar Bragi var í viðtali við
Skagafjörður.com rétt eftir að
hann settist á þing. Hér má lesa
brot af því besta
Gunnar Bragi er í tvíburamerk-
inu. Í stjörnuspá fyrir árið 2018
segir:
„Þetta er svakalegt ár fyrir fólk
fætt í tvíburamerkinu. Árið 2017
var frekar litdauft en árið 2018
verður ár dramatískra breytinga á
öllum vígvöllum. Tvíburinn tek-
ur að sér ný verkefni, finnur sér
ný áhugamál, ætlar að éta heim-
inn árið 2018. En tvíburi, farðu þér
hægt og ekki ana út hitt og þetta
einungis til þess að komast út úr
viðjum vanans. Vaninn er stund-
um ágætur, sérstaklega til að finna
innri ró.
Það er búið að vera erfitt í ást-
arsamböndum tvíburans og árið
2018 tekur tvíburinn í langtíma-
sambandi þá ákvörðun að leita á
önnur mið, nema hjónabands-
ráðgjöf beri árangur. Einhleypir
tvíburar halda áfram að vera ein-
hleypir, en hitta nokkra spennandi
elskhuga sem víkka út sjóndeildar-
hringinn. Og vittu til kæri tvíburi,
þú færð stórkostlegt atvinnutilboð
árið 2018 sem þú getur ekki hafn-
að.“ n
Hvernig nemandi varstu?
Ágætur held ég en félagslífið
tók alltaf mikinn tíma.
Hvað er eftirminnilegast frá
fermingardeginum?
Permanentið, skil ekki hvern-
ig mamma gat gert mér það.
Enda hef ég verið með gel síð-
an.
Hvað hræðistu mest?
Pillur, held þetta sé allt plat.
Besta bíómyndin?
A fish called Wanda get alltaf
hlegið að henni. Einnig eru
myndir Monty Pyton magn-
aðar.
Uppáhalds málsháttur?
Oft lætur bensínafgreiðslu-
maður dæluna ganga. Björn
Björnsson skellti þessu á mig
eftir framboðsræðu.
Hvaða teiknimyndapersóna
höfðar mest til þín?
Grettir, því hann er svo
áhyggjulaus.
Hvert er snilldarverkið þitt í
eldhúsinu?
Fá snilldarverk þar, reyni að
vera heima á matartíma og
þvælast ekki fyrir í eldhúsinu.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari þínu?
Stundvísin. Ég er mjög upptek-
inn af því að vera stundvís. Svo
þegar það tekst ekki þá verð ég
afar pirraður.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari annarra?
Óheilindi og óstundvísi þoli
það ekki.
Hver var mikilvægasta
persóna 20. aldarinnar að
þínu mati?
Engin ein persóna, en Bill
Shankly var magnaður.
Ef þú ættir að dvelja aleinn
á eyðieyju, hvaða þrjá hluti
tækirðu með þér?
Veiðistöng, Liverpool treyjuna
og rúmið mitt. Ég á alveg ótrú-
lega gott rúm.