Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 84
84 7. desember 2018 R okkhljómsveitin Vintage Caravan var stofnuð af fjór- um strákum frá Álftanesi fyrir tólf árum. Síðan þá hafa þeir gefið út fjórar plötur, flutt til útlanda og komist á samning hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki þungarokks heims. Meðlimirnir Óskar, Alexander og Stefán ræddu við DV. Eltu drauminn út með Norrænu Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 þegar meðlimirnir voru að- eins tíu eða ellefu ára gamlir. Þetta voru þeir Óskar Logi Ágústsson, Halldór Gunnar Pálsson og Guð- jón Reynisson. Þannig var skipun bandsins fyrstu fjögur árin. Árið 2009 lentu þeir í þriðja sæti á Mús- íktilraunum og tóku fyrstu plötuna upp í kjölfarið í verðlaunahljóð- verstímunum. Óskar segir: „Eftir Músíktilraunir fórum við að spila á fullu. Þetta var algjört ævintýri. Ég man að ég fór niður í bæ og tékkaði á öllum stöðum sem hægt var að spila á og við bókuð- um mjög margar helgar. Frá 2009 til 2013 vorum við eiginlega að spila flestar helgar hérna heima.“ Mannabreytingar urðu árið 2010. Halldór Gunnar hætti og Páll Sólmundur kom inn. Það ár spil- aði Vintage Caravan á tónlistarhá- tíðinni Gærunni sem Óskar seg- ir að hafi verið stórt skref fyrir þá. Þeir spiluðu einnig í fyrsta skipti á Iceland Airwaves. Páll hætti árið 2012 og þá kom Alexander Örn Númason inn. Það ár gáfu þeir út sína aðra plötu, Voyage. „Með innkomu Alexanders fór bandið á miklu hærra flug,“ segir Óskar. „Árið eftir fengum við út- gáfusamning við Nuclear Blast, sem er risastórt þýskt útgáfufyrir- tæki.“ Alexander segir: „Í framhaldi af því endurútgáf- um við Voyage hjá Nuclear Blast og fengum bókunarþjónustu til liðs við okkur. Svo fórum við bara beint að túra. Við ákváðum að flytja til Danmerkur svo það værir auðveldara fyrir okkur að taka tón- leika úti, af því að við vorum að fá fullt af svona tilboðum. Allir fyrstu túrar úti eru þannig að fólk er mjög mikið að borga með þeim, til dæmis flugið og fleira. Við svindl- uðum pínu og fluttum út og vor- um þar í tvö ár.“ Óskar bætir við: „Við hættum í vinnunni og skildum allt eftir til að elta draum- inn. Við fengum hugmyndina að þessu á miðvikudegi. Vorum bún- ir að finna stað og búnir að ákveða að fara á föstudegi. Mánuði seinna vorum við farnir út með Norrænu.“ Flókið að eiga kærustur í tónleikaferð Árið 2015 tóku þeir upp plötuna Arrival í félagsheimili í Borgarfirðin- um. Skömmu síðar hætti Guðjón sem trymbill og Stefán Ari Stefáns- son kom inn í stað hans. Starfið þið alfarið við tónlistina? Stefán: „Að mestu leyti er tón- listin forgangsatriði. En svo hefur maður verið að taka auka störf, sem barþjónn hér og þar og eitthvað svo- leiðis.“ Óskar kennir á gítar og Alexand- er starfar sem sviðsmaður. Þegar þið eruð á túr og eruð að spila mikið, náið þið þá að fram- fleyta ykkur alfarið á tónlistinni? Alexander: „Við getum það og það er líka nauðsyn. Það er svo mik- ið að gera hjá okkur og því erfitt að fá vinnu þegar maður er í burtu sex mánuði á ári.“ Óskar: „Caravan er það stór hluti af okkar lífi að það tekur mest- allan tímann hjá okkur. Sem er ekki slæmur hlutur, þetta er skemmtileg- asta vinna í heimi.“ Fáið þið aldrei leiða á þessu? Stefán: „Kannski mest þreyttir á því að búa í ferðatöskunni. Mann langar að fara heim í sturtu og eitt- hvað og svo fara út aftur.“ Óskar tekur undir þetta og Al- exander segir: „Svo eru bara allir aðrir í vinnunni eða í skóla og maður situr heima hugsar: Hvað á ég að gera núna?“ Hvernig er einkalífið þegar þið eruð að spila svona mikið, eigið þið kærustur? Alexander: „Ég bjó úti með kærustunni minni, hún er frá Austurríki. Hún hefur verið mjög dugleg að mæta á tónleika. Yfir- leitt er ekki mikið pláss fyrir ein- hverja auka manneskju í rútunni, sem er ekki að starfa við neitt hjá bandinu. Við reynum að forðast það eins mikið og við getum. Það er líka erfitt að fókusera og þetta er hörkuvinna, oft fimmtán tíma vinnudagar. Þetta er svona „hálft og hálft long distance“ en það er alltaf rosalega gott að koma heim til konunnar.“ Óskar: „Ég er með svona díl, ég reyni að hringja svona einu sinni á dag. Tékka hvort allt sé í góðu og reyna að vera ekki of fjarlæg- ur. Stundum er það erfitt, til dæm- is á seinasta tónleikaferðalagi, en maður lætur þetta ganga.“ Framleiðandinn fékk flogakast Eftir Arrival tóku við stanslaus tónleikaferðalög í þrjú ár og Óskar segir að það hafi tekið verulega á. Þeir hafi verið orðnir þreytt- ir og kulnaðir. Þá hafi þeir tekið sér hálft ár í pásu. Nýjasta platan kom síðan út á þessu ári og heitir Gateways. Alexander segir að hún hafi komið ári á eftir áætlun vegna pásunnar. „Ýmsir hlutir gerðu það að verk- um að það tókst ekki. Fyrst seink- aði ferlinu um nokkra mánuði og svo loks þegar við vorum búnir að taka upp plötuna þá fékk framleið- andinn okkar, sem ætlaði að fara blanda plötuna, flogakast undir stýri. Hann þurfti að fara á spítala og það seinkaði þessu um aðra sex mánuði. Platan hefði getað verið tilbúin miklu fyrr.“ Stefán segir að stíft tónleika- hald um Evrópu hafi tekið við af útgáfunni. „Við vorum að koma frá Rússlandi í fyrradag, við tókum tvenna tónleika þar, í Péturborg og Moskvu, sem var bara algjör snilld.“ Hvar myndu þið segja að ykkar helsti aðdáendahópur sé? Stefán: „Aðallega í Þýskalandi og löndunum þar um kring. Það eru margir rokk- og metalaðdá- endur í Þýskalandi. Útgáfufyrir- tækið okkar er þýskt og alltaf lang- best fyrir okkur að spila þar.“ Grassering í næstu bylgju Vintage Caravan treður upp á Hard Rock Cafe þann 7. desem- ber næstkomandi. Stefán segir að þeir muni spila kokteil af öllum plötunum. Síðast þegar hljóm- sveitin spilaði hér heima tóku þeir heila plötu í gegn. Nú fær fólk að heyra sama prógramm og þeir spila erlendis. Finnst ykkur vera mikill mun- ur á rokksenunni hérna heima og úti? Alexander: „Það er alltaf þessi pínu íslenski fílingur sem loðir við allt íslenskt tónlistarlíf. Þetta er miklu nánara, fólk deilir til dæm- is meira meðlimum. Það er ekk- ert óalgengt að einn sé í fjórum eða fleiri böndum, sem maður sér minna af úti. Í rokksenunni er mikið af upprennandi böndum. Mér finnst eins og seinustu ár hafi ekkert svakalega mikið verið að gerast, svona á hærra plani, fyr- ir utan þessi bönd sem hafa ver- ið í gangi lengi eins og Sólstafi, Dimmu og Skálmöld. Það virðist vera einhver grassering sem er að koma í næstu bylgju.“ Hvað er svo næst á sjóndeildar- hringnum hjá ykkur? Óskar: „Það eru að hrúgast inn fjölmargar hátíðir næsta sum- ar. Við verðum á Wacken, einni stærstu metalrokkhátíð í heim- inum. Svo eru fullt af flottum há- tíðum sem við förum að tilkynna bráðum. Eftir sumarið er planið að fara á stóran túr þar sem við hitum upp fyrir eitthvert stórt band eða tökum sjálfir svipaðan túr og við vorum að gera núna.“ n TÓNLIST Vintage Caravan slær í gegn í Þýskalandi n Plötuútgáfu seinkaði vegna flogakasts framleiðanda n Fluttu til Danmerkur til að túra„Erfitt að fá vinnu þegar maður er í burtu sex mánuði á ári Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.