Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 58
58 FÓLK 7. desember 2018 75.900.000 kr. SPÓAHÖFÐI 2, 270 MOSFELLSBÆR Fallegt 4-5 herbergja endaraðhús á eftirsóttum stað í Mosfellsbæ. Húsið er í heildina 179,6 fm, þar af bílskúr 29,6 fm. Mjög rúmgott risloft með óskráðum fm. nýtt í dag sem sjónvarpsherb. og skrifst. Bílskúr er með góðri lofthæð og geymslulofti (óskráður gólfflötur). Bílaplan með hitalögn. Húsið var málað að utan sumarið 2017. Halla Unnur Helgadóttir, lögg. fast. s.659 4044 Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður, aðstm., elin@gimli.is, s. 690 2602 eða halla@gimli.is Tegund Stærð Endaraðhús 179 M2 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at gimli.is / Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst hjá okkur Íslendingar á YouTube sem þú vissir kannski ekki af n Sló í gegn með grenjandi stórstjörnu n Barnabókalestur og módelsmíði Á YouTube er að finna allt á milli himins og jarðar. Slá- ir þú inn efnilegt stikkorð í leitarvélina er nokkuð ör- uggt að þú finnir eitthvað sem er við þitt hæfi. Þessi umfangsmikli vefur getur reynst mörgum hvort tveggja hin mesta gersemi og hinn mesti tímaþjófur. Því má spyrja hvaða efni sé að finna á vefnum sem stýrt sé af Íslendingum, bæði þá sem spreyta sig fyrir erlendan aðdáendahóp og innlendan. Til að svara þeirri spurningu hefur hér verið tekinn saman listi yfir íslenska „Jútúbara“ sem þú vissir ekki um. Nú er að sjá hvað er við þitt hæfi og hvort þú hlað- ir í einn áskriftarhnapp eða tvo að upptalningu lokinni. Fyrirbærið ASMR er eflaust mörgum kunnugt, en fyrir nýgræðinga má lýsa því sem lík am legri til finn ingu sem líkist fiðringi eða „kitli.“ Sú tilfinning byrj ar í höfðinu eða hár sverðinum og get ur ferðast nið- ur mæn una. Á YouTube er til ógrynni af rásum sem sérhæfa sig í þessu og þar á meðal má nefna aðganginn Nordic Whisper. Rásin er í umsjón Ingibjargar Aldísar Hilmisdóttur og hátt í 30 þúsund áhorf- endur sækja í róandi rödd hennar. Ingibjörg hefur tekjur af þessari slökunarþjónustu og hefur rásin farið ört vaxandi frá stofnun hennar árið 2016. Óskar Arnarsson, stofnandi auglýsingastofunnar 99, setti netheima á hliðina tímabundið með geysimikl- um smelli árið 2015. Umræddur „hittari“ samanstóð af myndefni af stórleikaranum Matthew McConaug- hey í grátkasti í kvikmyndinni Interstellar, en myndbandið var þannig klippt að viðbrögðin voru sýnd yfir stiklu fyrir Stjörnustríðsmyndina The Force Awakens. Myndbandið endurspeglaði tilfinningar margra að- dáenda á þeim tíma, sem margir hverjir grétu af gleði yfir nýrri kvikmynd úr þessum mikla myndabálki. Erlendir fjölmiðlar kepptust við að deila myndbandinu og var rásin hans Óskars á augabragði komin með þrjú þúsund áskrifendur. Kappinn hefur ekki verið duglegur að halda rásinni virkri þótt margt kostulegt hafi skotið upp kollinum síðan, en velgengni fyrsta myndbandsins réttlætir sess sinn í þessari upptaln- ingu. Bjarni Haraldur Sigfússon var einn aðstandenda sjónvarpsþáttarins Með okkar augum og heldur gríðarlegri virkni á rásinni sinni und- ir nafninu Blaze the Movie fan. Þar fer hann bæði yfir það nýjasta í kvikmyndahúsum og veitir einnig innsýn í áhuga sinn á fyrirbærinu Pokémon. Bjarni Haraldur talar beint í vélina og segir sínar skoðanir með engum afslætti og fyrir enskumælandi markhóp. Hann er með yfir þrjú þúsund áskrifendur og gefur út á bilinu fjögur til átta mynd- bönd á viku, að meðaltali. Flugmódelsmíðar eru í nærmynd á rás Guðjóns Ólfssonar. Hann hef- ur verið duglegur að dæla inn á samnefnda rás sína síðustu árin með áherslu á eigið áhugamál, þar sem áhorfendur skyggnast inn í ferlið og ekki síður þolinmæðina sem fylgir smíðum á fallegum flugmódel- um. Mörg þeirra eru byggð frá grunni og leiðir Guðjón áhorfendur í gegnum smíðina af mikilli innsýn og þekkingu. Sló í gegn með grenjandi stórstjörnu Á flugi í nærmynd Logandi bíóáhugi Hvíslar til unaðar Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.