Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 27
FÓLK - VIÐTAL 277. desember 2018 „Ég var auðvitað meðvituð um út- litið eins og allir krakkar „Ég gekk beint að leiðinu henn- ar ömmu því ég fann fyrir sterk- um tengslum við hana Fann ekki fyrir þörf til að leita Lengi var Guðrún ekki upptekin af því að finna föður sinn og föður- fjölskylduna. Ein ástæða þess var að hún er barnlaus. Hún segir: „Ég er mjög mikið fyrir börn en mig langaði ekki sjálfa til að eign- ast þau. Vegna þess fannst mér ég ekki hafa neina skyldu til að leita. Ef ég ætti börn myndi mér finn- ast ég hafa ríkari skyldu til að leita upprunans, fyrir þau.“ Það var Emil, þá fjórtán ára frændi Guðrúnar, sem hafði frum- kvæði að því að leita. Guðrún var þá 35 ára gömul. Guðrún segir að ef það hefði ekki verið fyrir þetta frumkvæði hans þá hefði hún aldrei farið út í þetta sjálf. „Ég fann ekki þessa þörf og var ekki á þeim stað að fara að leita sjálf. Núna þegar ég er búin að fara og gera þetta allt þá skil ég ekki af hverju ég var ekki byrj- uð fyrr. Þegar þetta var byrjað átt- aði ég mig á því að þetta skipti mig mjög miklu máli og það kom mér á óvart.“ Eins og þær hefðu alltaf þekkst Emil gerði nokkrar atrennur í leit sinni. Að lokum hafði hann sam- band við Karen Vigneault erfða- fræðing, sem sérhæfir sig í am- erískum ættbálkum. Þá var tekið DNA-sýni af Guðrúnu og allt kom í ljós. „Á þeim tíma var ég meira að hugsa um að gera þetta fyrir aðra en sjálfa mig. Láta fólk vita hversu auðvelt þetta væri í raun og veru. Á sama tíma var ákveðið að gera heimildarmynd um þetta og ég leit á þetta sem skemmtilegt ver- kefni og gleðiferð. En þegar ég var komin út og þetta var að raunger- ast fann ég hvað þetta var mikið til- finningamál fyrir mig. Það var sér- stök en góð lífsreynsla. Ég var mætt á svæðið og sá fólkið mitt, fólk sem var líkt mér í útliti út um allt. Ég gat speglað mig í systur minni og kynntist strax frænku minni. Þetta skipti mig máli.“ Fyrsti ættinginn í Vesturheimi sem hún heyrði í var systir henn- ar, Kimberley Linebarger, búsett í Arizona. Guðrún hafði uppá henni sjálf. Það var tilfinningaþrungið símtal. „Ég var að reyna að koma ein- hverjum hlutum að en það er ekki hægt í svona símtali. Ég vildi fá að vita hvort þau ættu börn, hvernig fjölskyldan væri, hvort ég ætti fleiri systkini og allt það. En svo man ég varla um hvað við töluðum.“ Síðan kom að þeirri stund að þær hittust í fyrsta sinn. Guðrún segir: „Hann Jón Haukur, sem gerir heimildarmyndina, sagði að það væri skrýtið að sjá hvað við náðum vel saman. Þetta small bara strax. Algjörlega áreynslulaust og án allr- ar feimni eða viðkvæmni. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst.“ Guðrún segir að sambandið milli þeirra sé ennþá jafn náið. „Ég hringdi í hana um daginn því að hún hafði misst tengdamóð- ur sína. Við töluðum saman fram á nótt.“ Sterk tengsl við ömmu Kimberley þekkti ekki föður þeirra, Henry, frekar en Guðrún. Hún var mjög ung þegar foreldrar hennar skildu og hafði engin sam- skipti við hann eftir það. Henry var í hernum og barðist bæði í Kóreu og Víetnam. Kimberley bjó með móður sinni í Norður-Karólínu fylki en skilnaðurinn tók mörg ár. Guðrún og Kimberley fóru saman á verndarsvæðið í Oklahoma og hittu frænku sína, Rose, þar. „Hún er að upplifa allt aðrar til- finningar en ég. Hann vissi ekk- ert að ég væri til en hann talaði við hana í síma nokkrum sinnum þegar hún var mjög lítil.“ Hún fékk þá höfnunartilfinn- ingu? „Já, þetta var allt öðruvísi og mjög sorglegt því að hann átti ekki önnur börn en okkur tvær.“ Henry lést árið 2006 og hitti því ekki aldrei dætur sínar. Hann gift- ist aftur seinna á lífsleiðinni en eignaðist enga fleiri afkomendur. Hjá Rose fengu þær upplýsingar um fjölskylduna. „Ég er búin að hugsa mikið um ömmu mína, móður pabba, miklu frekar en hann. Einhverra hluta vegna fæ ég hugskot af henni. Ég sá strax á myndunum að ég væri mjög lík henni. Rose sagði að ég væri miklu líkari þeim öllum held- ur en hún sjálf. Við fórum í Ný fjölskylda Otoe-Missouria ættbálkurinn telur rúmlega 3000 manns. Vill komast í ættbálkinn Ýmis hlunnindi og réttur fylgir inngöngu. Kimberley og Guðrún Eins og þær hefðu alltaf þekkst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.