Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 40
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ ALLIR GETA LÆRT AÐ SYNGJA : Gjafabréf í söngtíma er frábær jólagjöf Þegar fólk kemst að því hvert starf mitt er segir það oft: „Vá! Mig hefur alltaf dreymt um að læra að syngja.“ Marga dreymir um það en láta samt ekki verða af því. Oft hefur fólk líklega á tilfinningunni að það sé nauðsynlegt að kunna að syngja áður komið er í söngtíma. En það er ekki þannig. Ég held að flestir hafi gaman af því að syngja en fólk hefur oft fyrirframgefnar hugmyndir um sönghæfileika sína og drífur sig því ekki af stað. Foreldrar hafa jafnvel haft samband við mig eftir fyrsta söngtíma barnsins og spurt: „Getur hún/hann eitthvað?“ Mér finnst þetta viðhorf ekki gefa barninu tækifæri og ég held að fullorðnir gefi sér ekki alltaf séns til að læra og njóta þess að syngja. Auðvitað höfum við fengið misjafnlega mikla hæfileika í vöggugjöf og þurfum að hafa mismikið fyrir hlutunum – engu að síður geta allir lært að syngja, við getum öll bætt okkur.“ Þetta segir Elísabet Ólafsdóttir, eða Lísa, sem rekur söngskólann Vocal-Lisa, að Hverafold 1–5, í Grafarvogi. Elísabet er söngkona og söngkennari með mikla reynslu og menntun að baki en einnig hefur hún BA-próf í sálfræði. Hluti af aðferðum hennar er að virkja sjálfstraust nemenda og fá þá til að þora að leyfa röddinni sinni að njóta sín. „Ég fæ aldrei eins mikla gæsahúð og þegar nemendur sem eiga erfitt með að hitta á réttu tónana fara skyndilega að gera einmitt það – fátt er meira gefandi,“ segir Lísa, en kennsluaðferðir hennar byggja á aðferðinni Complete Vocal Technique – CVT. Sú aðferð byggir á þeirri grunnforsendu að allir geti lært að syngja en einnig er mikil áhersla lögð á að röddinni sé beitt á heilbrigðan hátt.“ Complete Vocal Technique er söngtækni sem þróuð hefur verið í Danmörku af Cathrine Sadolin og er byggð á yfir 30 ára rannsóknarvinnu hennar á öllum söngstílum. Í rannsóknateymi Sadolin er háls, nef- og eyrnalæknir ásamt reyndum söngvurum og kennurum. Við erum feimin við að syngja hátt „Við erum svo mikið inni við á Íslandi og höfum því lært snemma að nota inniröddina okkar – það er svo oft sussað okkur og okkur sagt að hafa ekki of hátt. Er það ekki? Þetta má til dæmis sjá í messusöng, þá lætur fólk nú yfirleitt lítið fyrir sér fara. Það er í það minnsta eitthvað í menningu okkar sem veldur því að við syngjum ekki hátt þegar við komum saman, ekki nema að það sé orðið mikið stuð í samkvæminu,“ segir Lísa og hlær. Hún bendir á að hlutverk hennar sem söngkennara sé ekki síst að auka sjálfstraust og fá fólk til að þora að syngja af aðeins meiri krafti en það hefur áður gert. Söngtæknin skiptir miklu máli en hugarfarið er ekki síður mikilvægt. Í því skyni hefur hún meðal annars birt á Spotify jákvæðar staðhæfingar fyrir söngvara sem finna má undir nafni hennar, Elísabet Ólafsdóttir. Jákvæðar staðhæfingar geta verið öflugt verkfæri þegar breyta á hugarfari. Það er nauðsynlegt fara markvisst í að breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar, byggja upp sjálfstraust og trú á eigin getu og hæfileika. Jákvæðar staðhæfingar geta því nýst öllum sem syngja nú þegar eða langar til að að læra að syngja og njóta þess. Sveigjanlegur kennslutími „Mér finnst gaman að kenna öllum og þar skiptir aldur engu máli eða hvar fólk er statt tæknilega í söng. Allir hafa möguleika á að bæta sig.“ Lísa býður upp á einkakennslu fyrir alla aldurshópa, börn og fullorðna: „Ég vil gjarnan reyna að hafa tíma hjá börnum í föstum skorðum en það þarf meiri sveigjanleika hjá fullorðnum. Sumir vinna til dæmis vaktavinnu og geta augljóslega ekki alltaf mætt á sama tímanum.“ Söngtímar eru jólagjöf sem gefur lengi – sannkölluð upplifun Á vefsíðunni vocal-lisa.com er hægt að kaupa gjafabréf í söngtíma til að gefa í jólagjöf, allt frá einu upp í 10 skipti í einkatíma ásamt tíma hljóðveri. Vart er hægt að hugsa sér betri jólagjöf fyrir þann sem þráir að syngja og bæta sönghæfni sína. Á vefsíðunni eru líka ítarlegar upplýsingar um margt sem hefur verið drepið á hér, bakgrunn Lísu, CVT-söngtæknina, söngnámskeið, verðskrá og margt fleira. Vocal-Lísa er líka með lifandi Facebook-síðu undir heitinu Vocal-Lisa. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.