Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 56
Góður biti 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ
REYKJAVÍK RÖST:
Það ilmar allt af jólakanil
Veturinn er heldur betur mættur á Reykjavík Röst við Gömlu höfnina með heita kanilkaffidrykki, ekta
heimagert heitt súkkulaði með gommu
af rjóma og heitar súpur og samlokur
sem bragð er að. „Það er ótrúlega
hátíðleg stemning núna á kaffihúsinu
með útsýni yfir forkunnarfagra báta
skreytta jólaljósum, bjartan snjókrapa og
dúðaða ferðamenn,“ segir Sigurgestur
Jóhann Rúnarsson, rekstrarstjóri
kaffihússins.
Sjarmerandi kaffihús
Reykjavík Röst er sjarmerandi
kaffihús við Gömlu höfnina í Reykjavík.
„Matseðillinn er einfaldur og við reynum
eftir fremsta megni að halda verðinu
í lágmarki á bæði mat og drykk án
þess að tapa gæðum. Á morgnana
bjóðum við upp á úrval af bakkelsi,
sætabrauði, croissant-samlokur og
morgunverðarbakka. Í hádeginu og fram
eftir degi bjóðum við upp á ljúffengar
heimagerðar samlokur og súpu. Súpan
er alltaf vegan og skiptum við reglulega
um tegund.“
Hátíðleg hamingjustund
Reykjavík Röst er með úrvalsbjóra
frá Borg Brugghúsi og gott úrval af
léttvíni. Happy Hour er daglega frá kl.
15–19 á bjór, léttvíni og snafs dagsins. Á
gleðistundinni er kjörið að grípa í ýmsa
afþreyingu á staðnum eins og Jenga
eða taka stutta skák.
Dýrindis kanilkaffi
„Kaffið okkar er ítalskt gæðakaffi frá
Lavazza og bjóðum við að sjálfsögðu
upp á alla þessa hefðbundnu kaffidrykki.
Við erum einnig með æðislegan
jólacappuccino með kanilsírópi og
þeyttum rjóma og hefur hann verið að
renna vel ofan í gesti,“ segir Sigurgestur.
Nánari upplýsingar má nálgast
á reykjavikrost.is og Facebook-síðu
staðarins.
Reykjavík Röst er við Gömlu höfnina í
Reykjavík að Geirsgötu 5
Sími 552-7777
Netfang: info@reykjavikrost.is.
Opið er frá kl. 8.30–23 alla daga. n