Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 37
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ TÓNSKÓLI SIGURSVEINS: Glæsileg tónleikadagskrá Yngstu nemendurnir á fullveldistónleikum Suzukideildar. Yngsta strengjasveitin í Tónskóla Sigursveins. Strengjasveit Tónskólans og strengjanemendur frá Austurríki og Pólllandi undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur. Í annarlok fyrir jól er mikil uppskeruhátíð í Tónskóla Sigursveins og hundruð nemenda koma fram á fjölbreyttri flóru tónleika, en alls eru haldnir um 25 tónleikar í desember. Mjög öflugt samspil er í Tónskóla Sigursveins, starfandi eru fjórar strengjasveitir, fjórar gítarsveitir, flautukór, fimm rytmasveitir og sex píanóhringekjur, fyrir utan þá kennslu sem fram fer í hóptímum í forskólanum og Suzukihóptímum. Suzukideildin hélt glæsilega fullveldistónleika 1. des. þar sem flutt var íslensk tónleikadagskrá. Á gítarsveitartónleikunum kom í fyrsta skipti fram nýstofnuð gítarsveit áhugamanna fyrir nemendur á framhaldsstigi og kennara. Samstarf við Hólabrekkuskóla og FB Starfsstöð Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 er beint á móti Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Hólabrekkuskóla og þar hefur þróast náið samstarf síðustu tvö árin. Allir nemendur í 1., 2. og 7. bekk Hólabrekkuskóla hafa fengið tónlistarkennslu í Tónskóla Sigursveins og í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hefur verið boðið upp á tvo 5 eininga tónlistaráfanga í rytmískri deild Tónskólans sem gæti orðið vísir að tónlistarbraut. Píanó Plús Áhugasömum píanónemendum á framhaldsstigi er boðin þátttaka í námskeiðinu Píanó Plús sem boðið er upp á hálfsmánaðarlega í Tónskóla Sigursveins. Lögð er áhersla á tækni, túlkun og sviðsframkomu og nemendum alls staðar af landinu er boðin þátttaka. Samstarf við hljómsveitir erlendis Tónskóli Sigursveins er einnig í samstarfi við hljómsveitir erlendis, – Youth Chamber Orchestra í Fíladelfíu og Jugend Symphonie Orchester Tulln í Austurríki en sú síðarnefnda hélt glæsilega tónleika í nóvember þar sem fram komu einleikarar á píanó úr Tónskóla Sigursveins og Strengjasveit Tónskólans. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Hljómsveitarnámskeið Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna í janúar sem lýkur með tónleikum 23. janúar í Langholtskirkju þar sem flutt verður sinfónía eftir C. Franck, Mozart-aríur og sembalkonsert. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og tónlistarskólanna í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, – og er nemendum á framhaldsstigi á öllu landinu boðin þátttaka. Concerto grosso – Viking Barokk Níunda febrúar verða haldnir síðustu tónleikarnir í samnorrænu verkefni sem kallast Concerto grosso – Viking Barokk, og koma þar fram fjórar atvinnumannasveitir í barokktónlist og meira en 100 nemendur frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi. Sams konar tónleikar voru haldnir í Ósló og Helsinki í nóvember og í janúar verða tónleikar í Stokkhólmi. 45 nemendur úr Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs taka þátt í tónleikum erlendis og á Íslandi bætast við um 50 yngri nemendur. Leikskólaverkefni Leikskólaverkefnið er árlegt samstarfsverkefni Tónskóla Sigursveins og meira en 30 leikskóla í Reykjavík og árið 2019 verða lög eftir Jóhann G. Jóhannsson á dagskrá. Lögin eru útsett fyrir söng leikskólabarnanna og litla hljóðfærahópa. Hljóðriti og nótum er dreift í leikskólana þar sem leikskólakennararnir kenna og æfa með börnunum í nokkrar vikur. Öll leikskólabörnin heimsækja Tónskóla Sigursveins í um 40 manna hópum, syngja lögin við undirleik nemenda í Tónskólanum. Lokapunktur verkefnisins er opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpu þar sem 600 leikskólabörn og um 120 nemendur úr Tónskólanum koma fram. Hægt er að sækja um námsvist í Tónskóla Sigursveins á heimasíðu skólans, tonskolisigursveins.is, og á rafraen.reykjavik.is. Upplýsingar um tónleika er að finna á Facebook-síðunni Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.