Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 37
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ
TÓNSKÓLI SIGURSVEINS:
Glæsileg tónleikadagskrá
Yngstu nemendurnir
á fullveldistónleikum
Suzukideildar.
Yngsta strengjasveitin í
Tónskóla Sigursveins.
Strengjasveit Tónskólans og
strengjanemendur frá Austurríki og
Pólllandi undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur.
Í annarlok fyrir jól er mikil uppskeruhátíð í Tónskóla Sigursveins og hundruð
nemenda koma fram á fjölbreyttri
flóru tónleika, en alls eru haldnir
um 25 tónleikar í desember.
Mjög öflugt samspil er í Tónskóla
Sigursveins, starfandi eru fjórar
strengjasveitir, fjórar gítarsveitir,
flautukór, fimm rytmasveitir og
sex píanóhringekjur, fyrir utan þá
kennslu sem fram fer í hóptímum í
forskólanum og Suzukihóptímum.
Suzukideildin hélt glæsilega
fullveldistónleika 1. des. þar sem
flutt var íslensk tónleikadagskrá. Á
gítarsveitartónleikunum kom í fyrsta
skipti fram nýstofnuð gítarsveit
áhugamanna fyrir nemendur á
framhaldsstigi og kennara.
Samstarf við Hólabrekkuskóla og FB
Starfsstöð Tónskóla Sigursveins
í Hraunbergi 2 er beint á móti
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og Hólabrekkuskóla og þar hefur
þróast náið samstarf síðustu
tvö árin. Allir nemendur í 1., 2.
og 7. bekk Hólabrekkuskóla hafa
fengið tónlistarkennslu í Tónskóla
Sigursveins og í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti hefur verið boðið upp
á tvo 5 eininga tónlistaráfanga í
rytmískri deild Tónskólans sem gæti
orðið vísir að tónlistarbraut.
Píanó Plús
Áhugasömum píanónemendum á
framhaldsstigi er boðin þátttaka
í námskeiðinu Píanó Plús sem
boðið er upp á hálfsmánaðarlega
í Tónskóla Sigursveins. Lögð
er áhersla á tækni, túlkun og
sviðsframkomu og nemendum alls
staðar af landinu er boðin þátttaka.
Samstarf við hljómsveitir erlendis
Tónskóli Sigursveins er einnig í
samstarfi við hljómsveitir erlendis,
– Youth Chamber Orchestra í
Fíladelfíu og Jugend Symphonie
Orchester Tulln í Austurríki en sú
síðarnefnda hélt glæsilega tónleika
í nóvember þar sem fram komu
einleikarar á píanó úr Tónskóla
Sigursveins og Strengjasveit
Tónskólans.
Sinfóníuhljómsveit
tónlistarskólanna
Hljómsveitarnámskeið
Sinfóníuhljómsveitar
tónlistarskólanna í janúar sem
lýkur með tónleikum 23. janúar
í Langholtskirkju þar sem flutt
verður sinfónía eftir C. Franck,
Mozart-aríur og sembalkonsert.
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna
er samstarfsverkefni Tónskóla
Sigursveins og tónlistarskólanna í
Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði,
– og er nemendum á framhaldsstigi
á öllu landinu boðin þátttaka.
Concerto grosso – Viking Barokk
Níunda febrúar verða haldnir
síðustu tónleikarnir í samnorrænu
verkefni sem kallast Concerto
grosso – Viking Barokk, og koma þar
fram fjórar atvinnumannasveitir
í barokktónlist og meira en 100
nemendur frá Finnlandi, Svíþjóð,
Noregi og Íslandi. Sams konar
tónleikar voru haldnir í Ósló og
Helsinki í nóvember og í janúar
verða tónleikar í Stokkhólmi. 45
nemendur úr Tónskóla Sigursveins
og Tónlistarskóla Kópavogs taka
þátt í tónleikum erlendis og á Íslandi
bætast við um 50 yngri nemendur.
Leikskólaverkefni
Leikskólaverkefnið er árlegt
samstarfsverkefni Tónskóla
Sigursveins og meira en 30 leikskóla
í Reykjavík og árið 2019 verða
lög eftir Jóhann G. Jóhannsson
á dagskrá. Lögin eru útsett fyrir
söng leikskólabarnanna og litla
hljóðfærahópa. Hljóðriti og nótum
er dreift í leikskólana þar sem
leikskólakennararnir kenna og æfa
með börnunum í nokkrar vikur.
Öll leikskólabörnin heimsækja
Tónskóla Sigursveins í um 40
manna hópum, syngja lögin við
undirleik nemenda í Tónskólanum.
Lokapunktur verkefnisins er opnun
Barnamenningarhátíðar í Hörpu þar
sem 600 leikskólabörn og um 120
nemendur úr Tónskólanum koma
fram.
Hægt er að sækja um námsvist
í Tónskóla Sigursveins á heimasíðu
skólans, tonskolisigursveins.is, og á
rafraen.reykjavik.is.
Upplýsingar um tónleika er að
finna á Facebook-síðunni Tónskóli
Sigursveins D. Kristinssonar. n