Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 33
KYNNINGARBLAÐ Tómstundir og útivist Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Vetur konungur er svo sannarlega mættur norður á land með tilheyrandi snjókomu og látum. „Hér á Akureyri eru skíðaiðkendur í sjöunda himni og gjörsamlega trítilóðir í að komast í brekkurnar,“ segir Sveinn Guðmundsson í útivistarversluninni Horninu á Akureyri. Allt í skíðasportið Í Horninu fæst bókstaflega allt til skíða- og brettaíþróttarinnar fyrir alla aldurshópa, byrjendur jafnt sem lengra komna. „Við erum með frábært úrval af svigskíðum og fjallaskíðum frá toppmerkjunum Elan og Völkl. Einnig erum við með frábær gönguskíði frá Peltonen. Svo erum við með gönguskíði og gönguskíðaskó frá Alpina, sem er jafnframt ráðandi í gönguskíðaskóm í dag. Ennfremur erum við með mjög vandaða svigskíðaskó frá Alpina, Dalbello og Salamon sem og Scarpa fjallaskíðaskó. Þessu til viðbótar erum við með allan annan búnað sem þarf svo sem stafi, skíðahjálma, skíðagleraugu, bindingar, skíðatöskur og skíðapoka, svo fátt sé nefnt. Og að sjálfsögðu seljum við allan fatnað fyrir sportið þannig að skíðaunnendur þurfa einfaldlega ekki að leita lengra. Hér færðu allt sem þarf,“ segir Sveinn. Klassísk jólagjöf Skíða- eða brettabúnaður er klassísk jólagjöf og hjá Horninu fæst allt frá skíðagleraugum upp í hágæða svigskíði. „Margar fjölskyldur stunda skíðaíþróttina saman og þá er tilvalið að hlaða skíðatengdum jólagjöfum undir jólatréð. Það hefur hvetjandi áhrif fyrir fjölskylduna að skella sér á skíði í jólafríinu og eyða þannig saman góðum samverustundum. Þetta er svo skemmtilegt og hollt sport,“ segir Sveinn. Allt fyrir útivistina og gjafabréf Hornið selur ekki eingöngu skíðabúnað heldur er um að ræða alhliða útivistarbúð. „Hér fást til dæmis mjög margar gerðir af gönguskóm á alla fjölskylduna, klifurbúnaður, áttavitar, reiðhjól, bakpokar, veiðibúnaður og ýmislegt annað sem freistar útivistarfríkið í fjölskyldunni. Ef þörf krefur er ekkert mál að koma og skipta út gjöfum sem henta ekki og svo fást að sjálfsögðu gjafabréf fyrir upphæðir að eigin vali,“ segir Sveinn og hvetur alla til þess að gefa útivistartengdar jólagjafir í ár. Nánari upplýsingar má nálgast á skidasport.is og utivistogveidi.is. Verslunin er staðsett að Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri Sími: 461-1516 Netpóstur: utivistogveidi@simnet.is n HORNIÐ Á AKUREYRI: Skíðin í jólapakkann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.