Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 48
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ Tónskóli Hörpunnar hefur verið starfandi í Grafarvogi í hartnær 20 ár. Skólinn sér aðallega um kennslu á grunnstigi en er þó með fáeina nemendur á miðstigi. „Hér erum við með góða tónlistarkennara sem kenna á píanó/hljómborð, fiðlu, gítar, þverflautu, klarinett, harmoniku, raf- og kontrabassa og saxófón. Svo kennum við einnig einsöng og míkrófónsöng ásamt því að kenna tónfræði og tónheyrn. Einnig erum við með forskólakennslu fyrir hópa á blokkflautu. Á veturna hafa verið haldin kvöldnámskeið fyrir fullorðna í gítarleik með það að markmiði að geta leikið undir almennan söng,“ segir Svanhvít Sigurðardóttir, skólastjóri og kennari við skólann. Tökum nýjum nemendum fagnandi „Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þeim börnum sem stunda tónlistarnám vegnar betur í lífinu, þau eru einbeittari, skipulagðari og allajafna hamingjusamari. Tónlistarnám styrkir fólk í öllu sem það tekur sér fyrir hendur síðar meir. Það þjálfar hlustun, minni, hrynskyn, fínhreyfingar og margt fleira. Svo ekki sé nefnd getan til þess að spila á hljóðfæri. Það er tjáning sem má engan veginn vanmeta. Við höfum barist fyrir því lengi að borgaryfirvöld leiðrétti styrkjaframlag til tónskólans. Við fáum styrk fyrir um 68 nemendur en erum nú með 120 nemendur. Okkar stefna hefur alltaf verið sú að öll börn og unglingar fái tækifæri til þess að læra á hljóðfæri og því höfum við ekki vísað nemendum frá, heldur þvert á móti tekið þeim fagnandi,“ segir Svanhvít. Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá Kennt á mörgum stöðum Auk þess að kenna í höfustöðvunum í Spönginni er Tónskóli Hörpunnar með kennslu í mörgum grunnskólum borgarinnar á skólatíma. Hljóðfærakennsla á vegum skólans fer nú fram í 10 grunnskólum, en þeir eru; Kelduskóli Korpa, Kelduskóli Vík, Vættaskóli Engi, Vættaskóli Borgir, Húsaskóli, Sæmundarskóli, Ártúnsskóli, Réttarholtsskóli, Háaleitisskóli Hvassaleiti og Háaleitisskóli Álftamýri. Það er aldrei of seint að byrja „Þótt við séum fyrst og fremst að kenna börnum á grunnskólaaldri erum við einnig með eldri nemendur. Elsti nemandinn okkar tók þátt í gítarnámskeiði og var hann 88 ára. Hann er sönnun þess að það er einfaldlega aldrei of seint að byrja að læra á hljóðfæri. Einu forsendurnar fyrir tónlistarnámi er í raun vilji. Ef fólk vill læra þá á það einfaldlega að skella sér í nám. Það er svo gott fyrir sálina,“ segir Svanhvít. Jólatónleikar Tónskólans Þess má geta að í næstu viku verða jólatónleikar Tónskólans haldnir í Borgum, Kirkjuseli Grafarvogskirkju í Spönginni. Þar koma fram allir nemendur skólans. Tvennir tónleikar verða haldnir á þriðjudag 11. des. kl. 17.30 og 19 og tvennir á fimmtudag 13. des. 17.30 og 19. Frítt er inn á tónleikana. Skráning fyrir vorönn í Tónskóla Hörpunnar er hafin á vefnum rafraen.reykjavik.is Nánari upplýsingar má nálgast á harpan.is Skólinn er staðsettur í Spönginni 37–39, Grafarvogi Sími: 567-0399 Vefpóstur: harpan@harpan.is n TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR: Gott nám fyrir sálina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.