Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Page 48
Tómstundir og útivist 7. desember 2018KYNNINGARBLAÐ Tónskóli Hörpunnar hefur verið starfandi í Grafarvogi í hartnær 20 ár. Skólinn sér aðallega um kennslu á grunnstigi en er þó með fáeina nemendur á miðstigi. „Hér erum við með góða tónlistarkennara sem kenna á píanó/hljómborð, fiðlu, gítar, þverflautu, klarinett, harmoniku, raf- og kontrabassa og saxófón. Svo kennum við einnig einsöng og míkrófónsöng ásamt því að kenna tónfræði og tónheyrn. Einnig erum við með forskólakennslu fyrir hópa á blokkflautu. Á veturna hafa verið haldin kvöldnámskeið fyrir fullorðna í gítarleik með það að markmiði að geta leikið undir almennan söng,“ segir Svanhvít Sigurðardóttir, skólastjóri og kennari við skólann. Tökum nýjum nemendum fagnandi „Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að þeim börnum sem stunda tónlistarnám vegnar betur í lífinu, þau eru einbeittari, skipulagðari og allajafna hamingjusamari. Tónlistarnám styrkir fólk í öllu sem það tekur sér fyrir hendur síðar meir. Það þjálfar hlustun, minni, hrynskyn, fínhreyfingar og margt fleira. Svo ekki sé nefnd getan til þess að spila á hljóðfæri. Það er tjáning sem má engan veginn vanmeta. Við höfum barist fyrir því lengi að borgaryfirvöld leiðrétti styrkjaframlag til tónskólans. Við fáum styrk fyrir um 68 nemendur en erum nú með 120 nemendur. Okkar stefna hefur alltaf verið sú að öll börn og unglingar fái tækifæri til þess að læra á hljóðfæri og því höfum við ekki vísað nemendum frá, heldur þvert á móti tekið þeim fagnandi,“ segir Svanhvít. Tónskóli Sigursveins: Glæsileg tónleikadagskrá Kennt á mörgum stöðum Auk þess að kenna í höfustöðvunum í Spönginni er Tónskóli Hörpunnar með kennslu í mörgum grunnskólum borgarinnar á skólatíma. Hljóðfærakennsla á vegum skólans fer nú fram í 10 grunnskólum, en þeir eru; Kelduskóli Korpa, Kelduskóli Vík, Vættaskóli Engi, Vættaskóli Borgir, Húsaskóli, Sæmundarskóli, Ártúnsskóli, Réttarholtsskóli, Háaleitisskóli Hvassaleiti og Háaleitisskóli Álftamýri. Það er aldrei of seint að byrja „Þótt við séum fyrst og fremst að kenna börnum á grunnskólaaldri erum við einnig með eldri nemendur. Elsti nemandinn okkar tók þátt í gítarnámskeiði og var hann 88 ára. Hann er sönnun þess að það er einfaldlega aldrei of seint að byrja að læra á hljóðfæri. Einu forsendurnar fyrir tónlistarnámi er í raun vilji. Ef fólk vill læra þá á það einfaldlega að skella sér í nám. Það er svo gott fyrir sálina,“ segir Svanhvít. Jólatónleikar Tónskólans Þess má geta að í næstu viku verða jólatónleikar Tónskólans haldnir í Borgum, Kirkjuseli Grafarvogskirkju í Spönginni. Þar koma fram allir nemendur skólans. Tvennir tónleikar verða haldnir á þriðjudag 11. des. kl. 17.30 og 19 og tvennir á fimmtudag 13. des. 17.30 og 19. Frítt er inn á tónleikana. Skráning fyrir vorönn í Tónskóla Hörpunnar er hafin á vefnum rafraen.reykjavik.is Nánari upplýsingar má nálgast á harpan.is Skólinn er staðsettur í Spönginni 37–39, Grafarvogi Sími: 567-0399 Vefpóstur: harpan@harpan.is n TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR: Gott nám fyrir sálina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.