Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 65
TÍMAVÉLIN 657. desember 2018 H ákon Sturluson var einbúi sem bjó á Hjallkárseyri við Arnarfjörð á síðustu öld. Líkt og Gísli á Upp­ sölum varð hann nokkuð þekkt­ ur þegar hann kom fyrir sjón­ ir landsmanna í viðtölum bæði í sjónvarpi og dagblöðum. Eins og fleiri einbúar var Hákon kynlegur kvistur með sérstakar skoðanir. Bjó hann án allra nútímaþæginda og hafði í sig með sauðfjárbúskap og refaskytteríi. Ekki hrifinn af heimsóknum Það var Ómar Ragnarsson sem vakti fyrst athygli landans á Há­ koni árið 1984 í Stiklum. Hjall­ kárseyri var þá eitt minnsta bæj­ arstæði á landinu, norðan megin í Arnarfirði, mitt á milli Hrafnseyr­ ar og Mjólkárvirkjunar. Þá heim­ sótti Ómar hann með mynda­ tökuliði en Hákon kunni því illa. „Ég er ekki hrifinn af því,“ sagði Hákon um heimsóknina en brosti þó. Þegar Ómar spurði Há­ kon hvort hann væri ekki ánægð­ ur með að fjallvegurinn yrði opn­ aður í báðar áttir neitaði hann því. „Það er alveg djöfull. Það er allur friður búinn.“ Sagðist hann kunna vel við sig í einverunni upp til fjalla. „Helst þar sem ég sé engan.“ Hákon var Barðstrendingur að uppruna og gjarnan kallaður Konni og var sum árin á Þingeyri yfir veturinn. Hann gat þó sjaldn­ ast beðið eftir að komast aftur heim á eyrina þó að húsið þar væri lítið og hrörlegt bárujárns­ hús. Las ekkert og var sama um útlendinga Hákon bjó áður á jörðinni Borg í Arnarfirði. Var hann þá með konu að nafni Guðmunda. En jörðin var tekin eignarnámi þegar Mjólkárvirkjun var byggð. Var honum boðið að vera þar áfram ef hann sinnti mjólkurframleiðslu fyrir starfsfólk virkjunarinnar. En hann vildi engar kýr hafa. Á níunda áratugnum og fram á þann tíunda, þegar hann var orðinn aldraður maður, bjó hann þar án allra nútímaþæginda. Raf­ magn, heitt vatn, sími og sjónvarp var þar ekkert. Sjálfur sagði hann að það blési og fennti í gegnum veggina. Hann nýtti þó hitann af sauðfénu og hundarnir voru hans félagsskapur. „Þægindin eru nóg fyrir mig,“ sagði Hákon. Honum sagðist hins vegar ekkert líða neitt sérstaklega vel þarna, frekar en annars stað­ ar. „Nei og andskoti. Mér líður bara enn þá verr í kaupstað.“ Eina tæknin sem Hákon hafði var útvarpstæki. Notaði hann það einungis til þess að hlusta á veð­ urfréttir. Ekkert las hann heldur. Með öðrum fréttum, innlendum eða erlendum, fylgdist hann ekk­ ert. „Þetta útlenda kjaftæði. Djöf­ ulinn kemur mér það við þó þeir drepi eitt og eitt kvikindi einhvers staðar úti í heimi?“ Hákon hafði hins vegar skoð­ anir á ýmsum málum. Fannst honum til dæmis að það ætti að leggja niður alla stóriðju í landinu. „Andskotans vitleysan í Straumsvík og Grundartanga. Þeir ættu að vera með þetta helvíti í eyðimörkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera með þetta helvíti þar sem að gróður er, þetta drepur allan gróður. Við eigum bara að vera nægjusamir eins og ég. Gamli tíminn var miklu betri heldur en þessi djöfulsins vit­ leysa sem núna er. Mikið betri.“ Læknirinn í sjúkrabörunum Sem dæmi um sérvisku Hákon­ ar þá nefndi hann einn hund­ inn á bænum með pomp og prakt. Var honum kastað í læk og fékk nafnið Snæbjörn. Þá gekk hann gjarnan með bréf­ pokahatt. Aðeins einu sinni í viku eldaði hann fyrir sig og hundana. Þá mjög mikið. Þrátt fyrir að vera einbúi á afskekktum stað þá var Hákon nokkuð víðförull. Hafði hann meðal annars búið í Reykjavík um tíma. Endrum og sinnum hitti hann nærsveitunga sína, á mannamótum og samkomum. Til dæmis þegar Vigdís Finn­ bogadóttir heimsótti sveitina. Sagðist hann hafa kosið hana. Jafnframt sagðist hann hafa verið mikill samkvæmismaður á sínum yngri árum og leitað í glauminn. „Ætli ég drepist ekki hérna,“ sagði Hákon, þá 63 ára gamall. „Það er enginn sem bíður eftir manni hérna. Maður getur lagst bak við stein og beðið eftir góðu veðri. Ég hef nú staðið af mér él en lítið sofið.“ Sagðist hann vilja láta heygja sig í báti uppi á hól, eins og fornmenn gerðu. Hákon var þekkt refaskytta og skaut hátt í tíu tófur á hverj­ um vetri. Tók hann af þeim skinnin og verkaði þau sjálfur. Annað skaut hann ekki. Stæka óbeit hafði hann hins vegar á minknum. „Hann er viðbjóður,“ sagði hann ómyrkur í máli við Ómar. „Ég hef nú skotið þá ef þeir koma í færi. Ég hef skotið fjóra minka.“ Um það leyti sem Ómar heim­ sótti Hákon fékk gamli maðurinn hjartaáfall. Neitaði hann fyrst um sinn að fara með sjúkrabílnum til Ísafjarðar. Eftir þriggja tíma reki­ stefnu féllst hann á að fara en sat frammi í og hafði kindabyssu í beltinu. Læknirinn sem var með í för þurfti að liggja á sjúkrabörun­ um á leiðinni til baka. Hákon náði sér og var í nokkur ár til viðbótar á Hjallkárseyri við búskap og refaskytterí. Hann lést þann 3. október árið 1992, sjötug­ ur að aldri. Bærinn að Hjallkárs­ eyri er nú horfinn sem og húsin sem þar stóðu. n Hákon Sturluson einbúi var kynlegur kvistur n Engin nútímaþægindi n Ekki hrifinn af heimsóknum „Djöfulinn kemur mér það við þótt þeir drepi eitt og eitt kvikindi einhvers staðar úti í heimi? Messufall vegna ölvunar séra Jóns og Sigurðar Á rið 1734 var nokkuð strembið fyrir íslensku kirkjuna og trúverðug­ leika hennar. Tveir prestar gerðust þá sekir um að koma fram í guðsþjónustu mjög ölvaðir. Svo ölvaðir að þeir ultu niður á kirkjugólfið og gátu ekki haldið áfram. Datt og gleymdi að helga vínið Jón Þórðarson var prestur á Söndum til nærri þrjátíu ára. Hann var mikið skáld og sagð­ ur göldróttur en breyskur mjög. Árið 1719 slapp hann við dóm fyrir embættisafglöp. Á allraheilagramessu árið 1734 stóð til að gifta hjón á Söndum. Séra Jón mætti hins vegar svo fullur til messunnar að hann hneig niður við alt­ arið og var lagður út af á einn kirkjubekkinn. Var hann ætíð kallaður dettir eftir það. Einn kirkjugestanna þurfti að taka að sér að halda guðsþjónust­ unni áfram og las úr húslestra­ bók fyrir salinn. Þegar því lauk var séra Jón kominn til meðvitundar aftur og sagðist geta klárað guðs­ þjónustuna. Útdeildi hann tuttugu mönnum sakramenti en gleymdi að vígja bæði vínið og brauðið. Þá gat hann held­ ur ekki gift grey hjónaefnin eftir kirkjunnar reglum. Þau héldu hins vegar að allt hefði verið með felldu og hófu að lifa eins og hjón eftir athöfn­ ina. Var séra Jón talinn ábyrg­ ur fyrir því. Séra Jón var kærður fyrir þetta atvik og um vorið sagði hann sig frá brauðinu. Fluttist hann þá í Hokinsdal og bjó þar út lífið. Klúðraði jólunum Séra Sigurður Árnason hét presturinn sem klúðraði jólunum fyrir sóknarbörnum í Landeyjum. Sigurður hafði verið á Krossi í fjórtán ár og var talinn drykkfelldur. Í eitt skipti áður hafði orðið messufall hjá honum vegna þessa. Atvikið árið 1734 átti sér stað í Voðmúlastaðakirkju, sem var útkirkja frá Krossi. Á jólanótt messaði Sigurður í kirkjunni en var svo ölvaður að hann hrundi út á kórgólfið. Líkt og í tilviki séra Jóns á Söndum var Sigurður þá bor­ inn á einn kirkjubekkinn til að sofa úr sér. En Sigurður svaf og svaf og kirkjugestir þurftu frá að hverfa án guðsþjónustu. Á jóladag var hann svo timbrað­ ur að hann gat engan veginn messað þá heldur. Á þrettándanum var sóknarfólkið boðað til séra Ólafs Gíslasonar, prófasts að Odda, til að svara fyrir atvikið. Allir sem höfðu verið í mess­ unni neituðu að svara próf­ asti og reyndist því vandasamt að kæra Sigurð. Það tókst hins vegar fyrir rest og var hann sviptur hempunni árið 1738. n Stiklur Hákon með bréfpokahattinn. Hjallkárseyri Húsin eru nú öll horfin. Messuvín Tveir prestar ófærir um að sinna guðsþjónustu vegna ölvunar. EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.