Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 20
20 7. desember 2018FRÉTTIR LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is 1 Ungmennabókum 28. nóv. – 4. des. Metsölulisti Eymundsson Ungmennabækur 28.nóv.– 4.des. 1. PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Vísar í vafasöm Youtube- myndbönd á Alþingi Varaþingmaður Miðflokksins brást ókvæða við fyrirspurn blaðamanns um heimildir fyrir málflutningi hans á Alþingi E ins og frægt er orðið fór Bergþór Ólason, þingmað- ur Miðflokksins, í leyfi í vik- unni vegna Klaustursmáls- ins svokallaða. Við sæti hans á þingi tók varaþingmaðurinn Jón Þór Þorvaldsson en áður hafði hann leyst Bergþór af hólmi í október á þessu ári. Fyrsta verk Jón Þórs á Alþingi var að stíga í ræðupúlt Alþingis og krefjast um- ræðna um yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um innflytjendur sem heitir „Global Compact for Safe Orderly and Regular Migration“. Hélt varaþingmaðurinn því fram að yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar myndi setja spurningarmerki við þann samning ef það stæði fólki til boða að taka afstöðu til hans. DV ákvað að kanna málið. Þegar betur er að gáð sést að ekki er um eiginlegan samning að ræða þar sem þjóðirnar sem skrifa undir yfirlýsinguna taka ekki á sig neinar lagalegar skuldbindingar og er það tekið margoft fram í yfirlýsingunni. Markmið yfirlýsingarnar snýst um að þjóðir heimsins séu með það sameiginlega markmið að skerpa það ferli sem fólk þarf að ganga í gegnum þegar það er að flytj- ast á milli landa vegna vinnu eða náms til dæmis, en um 258 millj- ónir manna eru innflytjendur um allan heim. Einnig er tekinn fram í yfirlýsingunni vilji þjóða að berj- ast gegn andúð og rasisma gagn- vart innflytjendum. Segir að fólk sem hefur aðra skoðun á yfirlýsingunni gæti sætt refsingu Jón Þór var í viðtali í útvarps- þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að ræða yfirlýsinguna þar sem þáttarstjórnandi hélt því fram að um bindandi samkomu- lag að ræða, sem það er ekki. Þar sagði Jón Þór meðal annars: „Ég fór að rýna í plaggið og lesa mig aðeins til og fylgjast með um- ræðum inn í Evrópuþinginu og sá þar umræður um þessa hluti og fór þá að lesa þennan samn- ing og hann er nokkuð langur og ítarlegur og byrjar á ágætum nót- um og kannski í grunninn mann- úðarmál. En eins og allir svona alþjóðasamningar þá er hann þannig gerður að þeir sem undir hann rita, það er enginn þvingað- ur til þess, en þeir sem undir hann rita þeir hins vegar gangast undir skuldbindingar og meðal annars að færa í lög í sínu heimalandi, það sem samningurinn fjallar um, eitt af því er þetta að leiða í lög þessa skipulögðu, reglubundnu fólksflutninga. Hitt er líka það að umræða síðan um þennan samn- ing, ef hann er genginn í lög, að þá má ekki hafa skoðun á hon- um, þannig að einstaklingar sem hafa skoðun á honum, það varðar refsingu ef þeir hafa aðra skoðun en samningurinn kveður á um og það megi jafnvel loka fjölmiðlum sem eru þeirrar skoðunar að, eða eru að útvarpa þeirri skoðun að þetta sé ekki gott plagg.“ DV hafði samband við Jón Þór til að spyrja hann út í ræðu hans á þinginu og yfirlýsinguna sjálfa. Spurði blaða- maður hann hvort hann hafi lesið yfirlýsinguna sjálfa og játaði hann því. Þegar hann var spurður hvaða ákvæði það væru í yfirlýsingunni sem myndi láta fólk sæta refsingu fyrir að tala gegn yfirlýsingunni eða að jafn- vel yrði hægt að loka fjölmiðlum varð fátt um svör. Vísaði þing- maðurinn á Youtube-myndband sem hann sagði blaðamanni að horfa á til að hann myndi nú skilja hvað hann væri að tala um. Mynd- bandið sem Jón Þór sendi DV var merkt ungliðahreyfingu UKIP, en UKIP er stjórnmálaflokkur í Bretlandi sem hefur verið harð- lega gagnrýndur þar í landi fyrir að ala á fordómum gagnvart útlendingum. Í myndbandinu eru fjór- ir þingmenn Evrópu- þingsins að ræða yfir- lýsinguna og segir einn þingmannanna meðal annars að með aukn- um fólksflutningi til Evrópu fylgi stórkost- leg aukning á nauðg- unum og morðum. „Fordómar þínir gagnvart Evrópu- búum eru alveg með ólíkindum“ „Ég er að biðja um umræðu. Ef þetta er svona þá getum við tekið umræðu um það, ef þetta er ekki svona þá er það bara gott mál. Það er einhver ástæða fyrir því að það er hópur þjóða sem hafa sagt sig frá því að skrifa undir þetta,“ segir Jón Þór við DV. Meðal þeirra ríkja sem ætla ekki að skrifa und- ir þessa yfirlýsingu eru Pólland, Austurríki, Ungverjaland, Ísrael og Bandaríkin ásamt því að Sannir Finnar í Finnlandi og ADF í Þýska- landi hafa lýst sig gegn þessari yf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna. „Við erum að fara skuldbinda okkur til þess að setja lög sem uppfylla ákvæði þessa samnings,“ sagði Jón Þór. Eins og kom fram að ofan er yfirlýsingin ekki skuld- binding á neinar lagabreytingar á íslenskum lögum. Þegar blaðamaður spurði Jón Þór frekar út í myndbandið sem hann sendi, meðal annars hvort hann þekkti forsögu Evrópuþing- mannanna sem töluðu á mynd- bandinu sem hann sendi til DV, brást hann illa við og vildi ekki svara þeirri spurningu. Ljóst var að honum var mikið niðri fyrir. „Þetta er bara ekki fagmannlegt sem þú ert að gera núna… Vegna þessa máls hjá Miðflokknum þá ertu að leita í dyrum og dyngjum að öllu sem gæti verið tortryggi- legt… Þú átt ekkert erindi með að spyrja mig um einhverja aðra hluti heldur þá sem ég hef sagt inn á Alþingi. Fordómar þínir gagn- vart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum… Viltu ekki bara gera þetta eins og þið hafið oft gert bara skálda í eyðurnar, þetta samtal verður ekki lengra.“ Þegar blaða- maður spurði hvort hann mætti ekki spyrja frekar út í myndbandið sem hann sendi sagði hann: „Á ég að spyrja þig út í þetta mynd- band?“ n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is „Fordómar þínir gagn- vart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum Jón Þór Þor- valdsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.