Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 81
SAKAMÁL 817. desember 2018
konuna Bessie Coldicott. Við
nánari kynni komst Norman að
því að Bessie var ekki eins krefj-
andi og Elsie. Hún var ekkert fyr-
ir að flækja hlutina og hafði unun
af lífinu. Þess var skammt að bíða
að Bessie tæki sess Elsie í huga
Normans. En um stórvægilegar
breytingar var ekki að ræða, svona
opinberlega.
Í október fór Elsie til Crow-
borough og var þar í viku. Venju
samkvæmt hélt hún til hjá ná-
grönnunum, Cosham-hjónunum,
um nætur, en var á býlinu þar til
kvölda tók.
Elsie segist vera barnshafandi
Þegar hún var komin aftur heim
til London settist hún niður og
skrifaði Norman bréf. Í bréfinu
sagði hún meðal annars að hún
væri barnshafandi. Norman svar-
aði henni í bréfi og upplýsti hana
um Bessie. Nú, Elsie sendi svarbréf
næsta dag og sagði að hann hefði
gert hana ólétta og að hún vænti
þess að hann kvæntist henni fyrir
næstu jól.
Segir ekki af frekari bréfaskrif-
um á milli þeirra, en 30. nóvem-
ber birtist Elsie óvænt á hænsna-
búinu, klukkan ellefu árdegis. Var
hún æst mjög og til að róa hana
fullvissaði Norman hana um að
þau myndu ganga í það heilaga, en
fyrst yrði hann að koma nokkrum
málum á hreint gagnvart föð-
ur sínum. Elsie fór til til London
klukkan átta þennan sama dag.
Framtíð Elsie í uppnámi
Þann 3. desember lagði Norman
leið sína til föður síns og ræddu
feðgarnir hvort tveggja fjárhags-
mál Normans og persónulegar
skyldur. Faðir Normans ráðlagði
honum að hafast ekki að hvað
giftingu áhrærði ef hann hefði
minnsta grun um að fullyrðingar
Elsie um þungun stæðust ekki.
Norman skrifaði Elsie bréf og
175.000 dalir var upphæðin á verðmiðanum sem Christie Michell Scott
setti á 6 ára, einhverfan son sinn, Mason. Christie var
þrítug þegar hún, 16. ágúst 2008, bar eld að heimili sínu í
Russelville í Alabama. Við réttarhöldin voru færðar sönnur
á að það hefði hún gert af ásettu ráði og vitandi vits kom-
ið málum þannig fyrir að Mason varð eldinum að bráð.
Ástæða þessa ódæðis var sú að Christie hugðist koma
höndum sínum yfir 175.000 dala líftryggingu sonar síns.
Henni varð ekki kápan úr því klæðinu. Kviðdómur í máli
hennar mælti með lífstíðardóm, en dómari var á öðru máli
og dæmdi hana til dauða 5. ágúst 2009.
Áskriftarklúbbur DV
Meðlimir áskriftarklúbbs DV framvísa
aðildarkorti sem er í gildi hverju sinni til að
nýta sér þau tilboð og fríðindi sem eru í boði
hverju sinni fyrir áskrifendur DV.
Áskriftarklúbbur
Áskriftarklúbbskorti
ð gildir til 31.12.201
8
Wizar lock
Wizar lock Leður 239.900 kr.
Áskriftarklúbbsverð 179.925 kr.
Wizard lock Tau 199.900 kr.
Áskriftarklúbbsverð 149.925 kr.
T I L B O Ð DV O G VO G U E
ÁSKRIFTARKLÚBBA-
Tilboðið gildir til áramóta.
F Y R I R H E I M I L I Ð
Síðumúla 30 - Reykjavík / Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri / Sími 462 3504
ELSIE, NORMAN OG BESSIE
n Elsie vildi giftast sem fyrst enda að nálgast fertugsaldurinn n Norman var tíu árum yngri og fannst ekki liggja á n Bessie birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum og breytti öllum áformum
„Elsie, sem
vakti ekki
athygli fyrir út-
lits sakir, var með
böggum hildar
enda orðin 26 ára
og einhleyp.
Í hænsnafans
Rekstur hænsnabýlis-
ins gekk upp og ofan.
Hænsnabóndinn Norman
Thorne fór út í sjálfstæðan
rekstur í kjölfar atvinnumissis.