Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Blaðsíða 39
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ KEILUSAMBAND ÍSLANDS: Spennandi alþjóðamót fyrir keppnisfólkið og skemmtileg utandeild fyrir almenning Keila er vinsæl íþrótt og starfsemi Keilusambands Íslands er með blóma. Æfingar í keilu eru nú sóttar í sex íþróttafélögum á landinu en æfingagjöld eru með því lægsta sem þekkist í íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Keiluiðkun er fyrst og fremst skemmtilegt og heilbrigt tómstundagaman en fyrir þá sem vilja æfa af kappi og ná langt í íþróttinni eru spennandi viðburðir handan við hornið, meðal annars alþjóðleg mót ungmenna. „Við höfum notið góðs af afreksstefnu stjórnvalda í íþróttum og höfum skrifað undir samning við afrekssjóð ÍSÍ. Ríkið leggur þar til nokkra fjármuni og það eru spennandi viðburðir framundan á næsta ári,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, formaður Keilusambands Íslands, og rekur helstu stórmót næsta árs: „Evrópumót ungmenna undir 18 ára aldri verður haldið í Vín í Austurríki dagana 6. til 24. mars. Þetta er stærsta sviðið fyrir þessa krakka í keilunni til að komast á og eftir miklu að slægjast. Í júní verður síðan heimsmeistaramót karla í München í Þýskalandi. Í lok ágúst verður heimsmeistarakeppni kvenna haldin í Las Vegas.“ Heimsmeistaramót og Evrópumót eru haldin annaðhvert ár og raðast upp þannig að það víxlast á karla- og kvennamót. Það eru því alþjóðleg stórmót á hverju ári og Íslendingar senda ávallt keppendur á þessi mót. „Rúsínan í pylsuendann er síðan Norðurlandamót ungmenna sem haldið verður í Egilshöll í um miðjan nóvember. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið hérlendis,“ segir Jóhann. Allar upplýsingar um æfingatíma einstakra félaga, æfingagjöld sem og fréttir af starfseminni almennt er að finna á vefnum kli.is og Facebook- síðunni Keilusamband Íslands Utandeildin í keilu – hentar öllum Utandeildin í keilu er skemmtilegur vettvangur fyrir fyrirtæki og aðra hópa. Keppt er í fjórum riðlum og keppir hver riðill einu sinni í mánuði. Keppninni lýkur síðan með úrslitakeppni í vor. „Þetta er forgjafarkeppni og allir keppendur eru jafnaðir út. Þetta þýðir að byrjandi í keilu getur komið þarna inn og átt möguleika í keppanda sem er lengra kominn. Fyrst og fremst snýst þetta um að eiga skemmtilega stund saman,“ segir Jóhann. Nánari upplýsingar um utandeildina er einnig að finna á vefnum kli.is. n Ástrós Pétursdóttir, einn fremsi kvenkeilari landsins Stefán Claessen ÍR Þorleifur Jón Hreiðarsson Ungmennalandslið Íslands á Evrópumóti ungmenna 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.