Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.2018, Side 39
Tómstundir og útivist 7. desember 2018 KYNNINGARBLAÐ KEILUSAMBAND ÍSLANDS: Spennandi alþjóðamót fyrir keppnisfólkið og skemmtileg utandeild fyrir almenning Keila er vinsæl íþrótt og starfsemi Keilusambands Íslands er með blóma. Æfingar í keilu eru nú sóttar í sex íþróttafélögum á landinu en æfingagjöld eru með því lægsta sem þekkist í íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Keiluiðkun er fyrst og fremst skemmtilegt og heilbrigt tómstundagaman en fyrir þá sem vilja æfa af kappi og ná langt í íþróttinni eru spennandi viðburðir handan við hornið, meðal annars alþjóðleg mót ungmenna. „Við höfum notið góðs af afreksstefnu stjórnvalda í íþróttum og höfum skrifað undir samning við afrekssjóð ÍSÍ. Ríkið leggur þar til nokkra fjármuni og það eru spennandi viðburðir framundan á næsta ári,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, formaður Keilusambands Íslands, og rekur helstu stórmót næsta árs: „Evrópumót ungmenna undir 18 ára aldri verður haldið í Vín í Austurríki dagana 6. til 24. mars. Þetta er stærsta sviðið fyrir þessa krakka í keilunni til að komast á og eftir miklu að slægjast. Í júní verður síðan heimsmeistaramót karla í München í Þýskalandi. Í lok ágúst verður heimsmeistarakeppni kvenna haldin í Las Vegas.“ Heimsmeistaramót og Evrópumót eru haldin annaðhvert ár og raðast upp þannig að það víxlast á karla- og kvennamót. Það eru því alþjóðleg stórmót á hverju ári og Íslendingar senda ávallt keppendur á þessi mót. „Rúsínan í pylsuendann er síðan Norðurlandamót ungmenna sem haldið verður í Egilshöll í um miðjan nóvember. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið hérlendis,“ segir Jóhann. Allar upplýsingar um æfingatíma einstakra félaga, æfingagjöld sem og fréttir af starfseminni almennt er að finna á vefnum kli.is og Facebook- síðunni Keilusamband Íslands Utandeildin í keilu – hentar öllum Utandeildin í keilu er skemmtilegur vettvangur fyrir fyrirtæki og aðra hópa. Keppt er í fjórum riðlum og keppir hver riðill einu sinni í mánuði. Keppninni lýkur síðan með úrslitakeppni í vor. „Þetta er forgjafarkeppni og allir keppendur eru jafnaðir út. Þetta þýðir að byrjandi í keilu getur komið þarna inn og átt möguleika í keppanda sem er lengra kominn. Fyrst og fremst snýst þetta um að eiga skemmtilega stund saman,“ segir Jóhann. Nánari upplýsingar um utandeildina er einnig að finna á vefnum kli.is. n Ástrós Pétursdóttir, einn fremsi kvenkeilari landsins Stefán Claessen ÍR Þorleifur Jón Hreiðarsson Ungmennalandslið Íslands á Evrópumóti ungmenna 2017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.