Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2019, Page 25
KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Iðnaður er unaður Fyrir rúmlega ári fóru þeir bræður Þórir Már og Ármann Ingi Ingva-synir í rekstur á flutningafyrir- tækinu Ingvasynir. „Við byrjuðum í raun bara á tveimur jafnsterkum, en svo vatt þetta fljótt upp á sig. Næst fjárfestum við í vörubíl og svo „pickup“. Við höfum aldrei farið fram úr okkur enda erum við varkárir í eðli okkar. En á rúmu ári höf- um við stækkað ótrúlega mikið vegna þess að menn hafa hent reiður á hvað við erum traustir og snöggir að leysa verkefni,“ segir Þórir. Flytja allt milli himins og jarðar Ingvasynir eru þekktir fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð og gefa fast verð í alla flutninga. Þeir taka að sér hvers kyns flutninga, hvort heldur er á bílum eða öðrum hlutum, hvert á land sem er. Þeir bræður búa enn fremur yfir margra ára reynslu í akstri úti á landi. „Okkar aðalstofnæð eða grunn- rekstur er í bílaflutningum, en við getum í raun flutt næstum hvað sem er. Við höfum yfir að ráða vörubíl með úrvali af vögnum og tvo „pickupa“ með vagna. Þannig að við höfum líka verið í malarflutningum, flutningi á ýmiss konar vinnuvélum og mörgu fleiru,“ segir Þórir. Lítið en lipurt flutningafyrirtæki Ingvasynir er ekki stórt fyrirtæki, en samt sem áður er ekkert verkefni of stórt fyrir þá. „Við erum í samstarfi við fjöldann allan af öðrum fyrirtækjum og erum alltaf tilbúnir í samstarf við ný fyrirtæki. Ef svo fer að viðskiptavinur kemur með verkefni til okkar sem við sjáum okkur ekki fært að framkvæma vegna tíma eða annars, þá veitum við þeim verkefnum í öruggan farveg til réttra aðila. Okkar mottó er að leysa öll verkefni eins hratt, lipurlega og vel og unnt er, með öllum nauðsynlegum leiðum,“ segir Þórir. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Ingvasynir ehf. Bíla- flutninga og Verktakaþjónusta Sími: 866-7739 n INGVASYNIR: Flytja hvað sem er hvert á land sem er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.