Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 29
B r ó ð i r m i n n L j ó n s h j a r t a 4 0 á r a TMM 2013 · 3 29 þeim tilfinningum sem hann vekur, og sá sögumaður er níu ára drengur. Galdurinn er ekki síst í því fólginn að þessi drengur skilur atburði og aðstæður sínum sérstæða skilningi. Þegar Snúður fær að heyra í fyrsta sinn af svikaranum í Þyrnirósadal og að bréfdúfan Víólanta hafi verið skotin niður bregst hann þannig við: Mér fannst það ægilegt að nokkur gæti fengið sig til þess að skjóta niður dúfu sem kæmi fljúgandi svo hvít og saklaus, jafnvel þótt hún bæri leynileg skilaboð. (56) Í gegnum frásögn drengsins fær lesandinn iðulega aðra sýn á atburði en hann. Að hluta stafar þetta af því að Snúður er ekki enn reiðubúinn að horfast í augu við erfiðleikana og hætturnar. Fyrsta morguninn ræða bræðurnir um lífið í Kirsuberjadal þar sem lifnaðarhættir eru einfaldir, auðveldir og góðir, og Jónatan ýjar að því að lífið sé ekki eins gott annars staðar í Nangijala. En sú heppni að við höfðum þá einmitt lent hingað. Einmitt hingað í Kirsuberjadal þar sem lífið var svo einfalt og auðvelt eins og Jónatan sagði. Það gat ekki verið einfaldara og auðveldara og skemmtilegra en til dæmis nú á slíkum morgni. Fyrst vaknar maður í eldhúsinu sínu af því að sólin skín inn um gluggann og fuglarnir kvaka af gleði í trjánum fyrir utan og maður sér Jónatan ganga svo hljóðlega um og bera fram brauð og mjólk á borðið fyrir mann og þegar maður er búinn að borða þá fer maður og gefur kanínunum sínum og kembir hestinum sínum. Og svo fer maður í reiðtúr, ójá, í reiðtúr og grasið er döggvað, það bara glitrar og tindrar alls staðar og býflugur og hunangsflugur suða um í kirsuberjablómunum og hesturinn þenur sig á harðastökki og maður er næstum alls ekki hræddur. Hugsa sér, maður er ekki einu sinni hræddur við að allt í einu sé þessu öllu lokið eins og yfirleitt gerist um allt sem er gott og skemmtilegt. Ekki í Nangijala! Að minnsta kosti ekki hér í Kirsuberjadal. (36–37) Lesandinn skynjar hér ógn sem sögumaður er enn ófær um að meðtaka. Þegar Snúður síðan neyðist til að takast á við ógnirnar og hættuna er hann engin sögu-hetja eins og almennt gerist í ævintýrasögum af þessu tagi og ævintýrunum sjálfum. Hann er bara lítill og hræddur níu ára strákur. Samt á hann stóran þátt í að frelsa Þyrnirósadal undan harðstjóranum Þengli. Vegna þess að bróðir hans elskar hann, treystir á hann og þarf á honum að halda og vegna þess að það er sitthvað sem maður verður að gera. Annars er maður ekki manneskja heldur lítið skítseiði. Um leið dreymir hann um fyrstu daga þeirra bræðra í Nangijala þegar þeir skemmtu sér saman og þurftu ekki að vera svo sterkir og kjarkmiklir (203). Ævintýraheimurinn er hér ekki flótti frá raunveruleikanum heldur eiga sér þar líka stað ævintýri sem ættu ekki að vera leyfileg, með skelfingu, dauða og endalausri sorg. Náttúran og illskan Í Elsku Míó minn engist náttúran undir valdi hins illa, en myndar blómstrandi umgerð hins fagra lífs sem er höfundi þóknanlegt. Ævintýralegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.