Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 42
E g g e r t Þ ó r B e r n h a r ð s s o n 42 TMM 2013 · 3 Ljósmyndunum fjölgar verulega á síðustu áratugum aldarinnar sem fer saman með einfaldari myndavélum, ódýrari framköllun og aukinni myndavélaeign. Ekki fer þó hjá því að með æ fleiri barnaafmælum fari myndir að verða eins og endurtekin stef þótt vissulega sé áhugavert að fylgjast með fólki vaxa úr grasi, ekki síst fyrir einstaklinginn sem um er að tefla og hans nánustu. Það fann ég að minnsta kosti þegar fimmtugsafmælið mitt var í undirbúningi og ég horfði til baka með hjálp mynda. Í minningargrein um ömmu mína í Morgunblaðinu 1. maí 1992 ritaði ég meðal annars: „[Hún] … tilheyrði … þeirri kynslóð sem varð vitni að ótrúlegum breytingum í íslensku þjóðlífi og lifði tvenna tíma. Á lífsferli hennar umbyltist samfélagið og heimsmyndin öll. Sem unglingur fylgdist hún með gangi heimsstyrjaldarinnar fyrri og heyrði hryllingssögur af mannskaðanum í Reykjavík af völdum spænsku veikinnar 1918, vonaði svo innilega að hún bærist ekki í heimahérað hennar. Tók þátt í uppgangi sam- félagsins á þriðja áratugnum og horfði upp á örbirgð kreppunnar á þeim fjórða. Upplifði góðæri seinna stríðs, höft og skömmtun fimmta og sjötta áratugarins og neyslubyltinguna eftir 1960. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1939 og sá bæinn breytast í þá borg sem við höfum fyrir augunum.“ Ætli fjölskyldumyndirnar í albúmunum endurspegli þessa almennu þróun? Ekki nema að takmörkuðu leyti. Snemma árs 2012 ritaði samstarfskona mín í Háskóla Íslands meðal annars svo um ömmu sína í Facebook-færslu: „Í dag eru 105 ár síðan amma mín fæddist í lágreistum torfbæ. Hún lifði breytingar frá hlóðum til kola og olíu og áfram til rafmagns og hitaveitu, frá kamri yfir fjóshaugnum til baðherbergis, frá söltu og súru til frystivöru, frá „vona það besta“ til pensilíns, frá sendibréfum til síma, frá hestum og tveimur jafn- fljótum til bíla …“ Þarna er farið nær daglegu lífi fólks og það eru aðeins meiri líkindi til að finna myndir í fjölskyldualbúmunum sem tengjast þessum þáttum en af albúmunum að dæma voru þó sjaldan teknar myndir innanhúss fram á miðja öldina. Enda þótt fólk sé allajafna í forgrunni myndanna má þó segja að almennt sé lítið um myndir af fólki að störfum utan heimilis eða jafnvel á heimili. En er ekki vert að huga að ýmsu öðru sem er að finna á myndunum, eiginlega í bakgrunni? Hvernig birtast t.d. húsakostur, húsgögn og innan- stokksmunir, tæknivæðing heimilanna, fatnaður og tíska, skemmtanir og áhugamál, yfirbragð og útlit fólks, lífshættir og daglegt amstur? Er hægt að greina breytingar í tímans rás með hjálp myndaalbúmanna? Er unnt að lesa eitthvað út úr þeim um uppeldisskilyrði og fjölskyldumyndun? Hvað segja ljósmyndirnar um flutninginn úr sveit í borg? Eða muninn á sveitalífinu og borgarlífinu? Þannig mætti áfram telja. Er þarna hægt að nota fjöl- skyldumyndirnar sem heimildir? Oft er talað um frosin augnablik þegar rætt er um ljósmyndir og spurt hvaða mynd af veruleikanum sé dregin þar upp. Og hvað gerist þegar ljós- myndir eru slitnar úr samhengi við það samfélag sem þær eru hluti af?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.