Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 98
J e n n y E r p e n b e c k 98 TMM 2013 · 3 Miezel starfaði alla tíð sem húshjálp í höllinni og býr þar enn, á jarðhæð, til hliðar við innganginn. Fyrir fáeinum árum var hún vön að bera töskur upp á fyrstu hæð. Hún gerði hreint fyrir húsbændurna, eldaði mat, hafði umsjón með garðinum. Hún opnar stóru útidyrnar fyrir gestum, iðnaðar- mönnum, sótaranum, bréfberanum. Múrarinn og garðyrkjumaðurinn snæða hádegisverð í eldhúsinu hennar. Miezel drekkur hindberjasíróp blandað með kranavatni, hún eldar sér mat á gamalli eldavél og fleygir í eldhólfið öllu sem fellur til við heimilishaldið og ekki endar á safnhaugnum. Miezel hefur aldrei flogið í flugvél. Hér áður fyrr, þegar hún var ekki jafn slæm af svimanum, var hún vön að fara fótgangandi þriggja kílómetra leið niður í þorpið. Hún lærði ekki að hjóla og hefur aldrei staðið í rúllustiga. Hún gætir slotsins þegar húsbændurnir bregða sér af bæ og hefur ekki sel- skap af neinum nema svefnmúsinni, snáknum og rauðu salamöndrunni. Húsið sem Miezel fæddist í stendur neðan við höllina, Miezel hefur það fyrir augunum þegar hún horfir út um gluggann. Hún hefur búið í tveimur herbergjum síðustu þrjátíu árin og annað þeirra er dagstofa. Þar geymir hún ávexti og kökur í forsælunni, körfurnar og bökunarplöturnar standa á risastóru, svörtu borði með renndum fótum sem einhver fyrrverandi íbúi hefur átt. Miezel sefur í hinu herberginu, fötin hennar og svunturnar hanga uppi í litlum skáp, þarna er líka sjónvarp og hægindastóll sem er orðinn gljáandi snjáður á armbríkunum. Miezel ber inn kaffikönnuna og það fer ekki á milli mála að kannan er þung. Hér áður fyrr, þegar við vorum nágrannakonur, kom hún alltaf færandi hendi, með salathöfuð, fáein epli, nokkra sveppi eða kökur á disk. „Eitt- hvað með kaffinu“, sagði hún. Hún hafði ýmist sáð fyrir því sem hún hafði meðferðis, matreitt það, tínt það í skóginum eða bakað. Síðar meir, þegar hún var ekki lengur fær um að ganga út í skóg eða vinna í garðinum og var hætt að elda og baka, smurði hún handa mér brauð. Hveitibrauð með osti eða spægipylsu, niðursneiddum eggjum eða sýrðum gúrkum. Hún raðaði eggjasneiðunum á brauðið með kræklóttum fingrum og ef mér tókst ekki að borða allan matinn var honum vafið inn í álpappír og ég var send með hann heim – þú borðar þetta í kvöld, eða á morgun – og kexpakka handa barninu mínu. Þegar ég hringi bjöllunni hjá henni í þetta sinn, líður drykklöng stund þar til dyrnar opnast. Hún kann sjálfsagt ekki á lyklana ennþá, sjúkraliðinn. Á himninum, hátt fyrir stóra kirsuberjatrénu, hnitar músavákur hringi. Miezel situr við borð inni í skuggsælu eldhúsinu, sjúkraliðinn hefur ýtt stólnum alveg upp að borðinu þannig að hún geti setið upprétt. Miezel situr þarna, en er svo veikburða, að henni tekst ekki einu sinni að opna augun. Ég horfi út um gluggann. Inni á milli nakinna trjánna sé ég glytta í húsið þar sem móðir hennar var vinnukona og faðir hennar hestasveinn. Miezel situr hreyfingarlaus. Þegar ég stend á fætur til að kveðja hana, get ég bara faðmað hana frá hlið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.