Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 110
110 TMM 2013 · 3 Þorvaldur Gylfason Úr fórum föður míns Ég reifaði hér í Tímariti Máls og menningar haustið 2010 tilurð og afdrif sönglags föður míns, Gylfa Þ. Gíslasonar, við kvæði Halldórs Laxness, „Íslenskt vögguljóð á Hörpu“, og birti lagið í fyrsta sinn í nýrri raddsetningu handa blönduðum kór.1 Kór Íslensku óperunnar frumflutti lagið í þessum nýja búningi undir stjórn Garðars Cortes í Hátíðasal Háskóla Íslands 27. desember 2010 við afhjúpun brjóstmyndar af Gylfa eftir Erling Jónsson myndhöggvara. Þetta var annað þeirra laga, sem Gylfi söng og spilaði oftast fyrir okkur bræðurna, þegar við vorum að vaxa úr grasi, og síðar fyrir barnabörnin. Grýlukvæði Grímseyinga Hitt lagið, sem Gylfi söng og spilaði oftast með okkur, var vísnalag hans við „Grýlukvæði Grímseyinga“ eftir Einar Ásmundsson í Nesi. Gylfi lýsir tildrögunum sjálfur í minningarritgerð sinni um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra 1983:2 Þannig var, að Pétur Pétursson biskup hafði skipað séra Odd Gíslason prest í Gríms- ey, en þá hafði biskup rétt til að skikka presta til að gegna lausum prestaköllum. Séra Oddur skoraðist undan því að taka skipuninni, bar við heilsufarsástæðum og lagði fram vottorð frá Jóni Hjaltalín landlækni. Var í vottorðinu látið að því liggja, að ekki væri hollt að búa í Grímsey. Þetta fréttist, og reiddust Norðlendingar. Sætti landlæknir ámæli fyrir vottorðið í Þjóðólfi í september 1861, en hann svaraði í Íslendingi í október og sagði þar, að Grímseyingar væru „aumingjar“ og Grímsey „eyðisker“. Taldi Hjaltalín það „ótiltækilegt fyrir nefndan kandidat að fara á þennan stað“, ekki sízt fyrir „þann mann, er áður hefur verið heldur heilsulinur“. Norð- lendingar tóku upp hanzkann fyrir Grímsey, og urðu fjörug blaðaskrif um málið, þar sem m.a. var vitnað til alkunnra ummæla Einars Þveræings um Grímsey. Í grein í Norðanfara 1863 segir m.a. að „landregin … hafi hrokkið upp við dómadagsrit- gjörð Hjaltalíns“ og „séð í sýn, hvar Hjaltalín fór norður „kaldan Kjöl“ með hrip á baki … (og) mundi hann ætla sér að sækja Grímseyinga og bera til lands.“ Af þessu tilefni var ort „Grýlukvæði Grímseyinga“ … Móðir í Grímsey syngur við son sinn. Faðir drengsins hefur róið til lands í kaupstaðarferð, og á kona hans von á honum næsta dag. Kvæðið er svona:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.