Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 110
110 TMM 2013 · 3
Þorvaldur Gylfason
Úr fórum föður míns
Ég reifaði hér í Tímariti Máls og menningar haustið 2010 tilurð og afdrif
sönglags föður míns, Gylfa Þ. Gíslasonar, við kvæði Halldórs Laxness,
„Íslenskt vögguljóð á Hörpu“, og birti lagið í fyrsta sinn í nýrri raddsetningu
handa blönduðum kór.1 Kór Íslensku óperunnar frumflutti lagið í þessum
nýja búningi undir stjórn Garðars Cortes í Hátíðasal Háskóla Íslands 27.
desember 2010 við afhjúpun brjóstmyndar af Gylfa eftir Erling Jónsson
myndhöggvara.
Þetta var annað þeirra laga, sem Gylfi söng og spilaði oftast fyrir okkur
bræðurna, þegar við vorum að vaxa úr grasi, og síðar fyrir barnabörnin.
Grýlukvæði Grímseyinga
Hitt lagið, sem Gylfi söng og spilaði oftast með okkur, var vísnalag hans við
„Grýlukvæði Grímseyinga“ eftir Einar Ásmundsson í Nesi.
Gylfi lýsir tildrögunum sjálfur í minningarritgerð sinni um Bjarna
Benediktsson forsætisráðherra 1983:2
Þannig var, að Pétur Pétursson biskup hafði skipað séra Odd Gíslason prest í Gríms-
ey, en þá hafði biskup rétt til að skikka presta til að gegna lausum prestaköllum.
Séra Oddur skoraðist undan því að taka skipuninni, bar við heilsufarsástæðum og
lagði fram vottorð frá Jóni Hjaltalín landlækni. Var í vottorðinu látið að því liggja,
að ekki væri hollt að búa í Grímsey. Þetta fréttist, og reiddust Norðlendingar. Sætti
landlæknir ámæli fyrir vottorðið í Þjóðólfi í september 1861, en hann svaraði í
Íslendingi í október og sagði þar, að Grímseyingar væru „aumingjar“ og Grímsey
„eyðisker“. Taldi Hjaltalín það „ótiltækilegt fyrir nefndan kandidat að fara á þennan
stað“, ekki sízt fyrir „þann mann, er áður hefur verið heldur heilsulinur“. Norð-
lendingar tóku upp hanzkann fyrir Grímsey, og urðu fjörug blaðaskrif um málið,
þar sem m.a. var vitnað til alkunnra ummæla Einars Þveræings um Grímsey. Í grein
í Norðanfara 1863 segir m.a. að „landregin … hafi hrokkið upp við dómadagsrit-
gjörð Hjaltalíns“ og „séð í sýn, hvar Hjaltalín fór norður „kaldan Kjöl“ með hrip á
baki … (og) mundi hann ætla sér að sækja Grímseyinga og bera til lands.“ Af þessu
tilefni var ort „Grýlukvæði Grímseyinga“ … Móðir í Grímsey syngur við son sinn.
Faðir drengsins hefur róið til lands í kaupstaðarferð, og á kona hans von á honum
næsta dag. Kvæðið er svona: