Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 119
E r n ý t t „ k a l t s t r í ð“ í u p p s i g l i n g u ? TMM 2013 · 3 119 á þráðinn í samskiptum austurs og vesturs. Í því sambandi má einkum benda á þrennt: tregðu Bandaríkjanna til að framlengja ABM sáttmálann, ákvörðun NATO um stækkun til austurs og áform um innrás í Írak. Þegar Pútín hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti lagði hann áfram áherslu á að utanríkispólitíkin þjónaði innanríkishagsmunum, þróun og nútímavæðingu samfélagsins. Þetta kom m.a. fram í ávarpi hans í rússneska þinginu við innsetningu hans í embætti.13 Þá tók nýr maður við embætti utanríkisráðherra, Sergej Lavrov, sem gegnir því embætti enn þann dag í dag. Hann var sérstaklega valinn af Pútín og hefur reynst drjúgur og um margt farsæll, en hann átti að baki langa reynslu í utanríkisþjónustu Rússlands, m.a. sem fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og þar á meðal í Öryggis- ráðinu. Strax í upphafi ferils síns lagði Lavrov þunga áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lagði hann til umfangsmikla áætlun til að þróa fjölþjóðlegt samstarf í þeirri baráttu.14 Á vissan hátt má segja að það hafi þeir átt sammerkt, Jeltsín og Pútín, að þeim mistókst að hasla sér völl hjá Vesturlöndum sem samstarfsaðili eða bandamaður. Þetta var auðvitað visst bakslag í utanríkisstefnunni en munurinn var samt sá að undir stjórn Pútíns varð Rússland miklu sterkara heima fyrir. Pútín nýtti fyrstu fjögur ár valdatíma síns til að koma á stöðug- leika og efla ríkið. Hættan á einhvers konar upplausn, sem svo sannarlega einkenndi Jeltsín-tímann, var varla lengur til staðar. Efnahagskreppunni hafði verið snúið í efnahagslegan vöxt og verulegan afgang á fjárlögum, sem fyrst og fremst mátti þakka háu olíuverði. Þegar rússnesk yfirvöld tóku á nýjan leik að huga að hagsmunum þjóðarinnar í utanríkismálum voru sem sagt allt aðrar og betri forsendur til grundvallar slíkri stefnu. Margs konar hagsmunaárekstrar við Bandaríkin og Vesturlönd einkenndu þó annað kjör- tímabil Pútíns. Þar má nefna baráttu Rússlands gegn eldflaugaskildinum í Evrópu, ágreining um stefnuna gagnvart Íran, spurninguna um sjálfstæði Kosovo og einnig hafa samskiptin við Evrópusambandið verið fremur stirð, einkum eftir stækkun þess árið 2004. Stjórnin í Moskvu lagði þess í stað áherslu á samstarf við einstök ríki ESB um einstök mál, frekar en bandalagið í heild. Norski fræðimaðurinn Helge Blakkisrud, sem stýrir rannsóknum á Rússlandi og Austur-Evrópu við norsku alþjóðamálastofnunina NUPI, hefur bent á að í samræmi við það sem kallað hefur verið multipolar-nálgun í utanríkismálum, hafi Pútín lagt sérstaka rækt við mikilvæga leikendur á alþjóðasviðinu, eins og Kína, Indland og Íran. Samanborið við stefnuna sem Prímakov mótaði sem utanríkisráðherra hafi stefna Pútíns miklu fremur verið knúin áfram af pragmatisma og þjóðarhagsmunum Rússlands en síður af prinsippum og hugmyndafræði. Þessi stefna hafi síðan einnig leitt til áherslu á tvíhliða samskipti í rússneskri utanríkisstefnu.15 Engum blöðum er um það að fletta að rússnesk stjórnmál og stjórn landsins almennt tók miklum stakkaskiptum með Pútín í forsetaembætti við upphaf 21. aldar. En eins og hér hefur verið rakið er engan veginn unnt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.