Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 133
Á d r e p u r
TMM 2013 · 3 133
langri lotu sem ekki fæst með því að
dreifa tónleikunum á nokkra daga?
Heildarflutningur verka af tiltekinni
gerð er í sjálfu sér ekki nýlunda í tón-
leikahaldi. Með slíku móti fæst áhuga-
verð yfirsýn yfir tónatak höfundar og
þróun allt frá bernskubrekum til síð-
verka. Sinfóníuhljómsveitir leika gjarn-
an „Beethoven-hringi“ eins og þann
sem Sinfóníuhljómsveit Íslands efndi til
fyrir skemmstu en þá er viðburðum
dreift yfir lengri tíma, jafnvel heilt tón-
leikaár. Bandaríski strengjakvartettinn
Pacifica, sem hefur Sigurbjörn Bern-
harðsson fiðluleikara innan sinna raða,
hefur flutt alla kvartetta Shostakovitsj
margoft, til dæmis á tónlistarhátíð í
Montreal 2012 þar sem tónleikunum var
dreift á fjögur samliggjandi kvöld.4
En nær viðstöðulaust tónleikahald í
12 klukkustundir er eitthvað annað og
meira. Slíkan viðburð má flokka sem
úthaldslist, sbr. úthaldsíþróttir eða end-
urance sports: ofurmaraþon eða jafnvel
„járnkarl“ (Ironman) þar sem synt er,
hjólað og hlaupið í ofurvegalengdum.
Markið er sett svo hátt að listamaðurinn
þarf að taka á öllu sínu, úthaldi, einbeit-
ingu og líkamskröftum, langt umfram
það sem áður hefur þótt fullgott. Á
maraþontónleikum fara bæði flytjendur
og áheyrendur í hlutverk ofurhetju,
stefna upp ókleifan hamarinn og stan-
dast þolraunina með glæsibrag ef að
líkum lætur, hafa sigrast á sjálfum sér
þegar upp er staðið. Væntanlega kallar
slík nálgun á aðrar hlustunarvenjur og
skapar annars konar upplifun en þegar
um skemmri tónleika er að ræða.
Úthaldslist og hugleiðsla
Skammt er á milli maraþontónleika og
gjörningslistar, ekki síst þess sem ser-
bneska listakonan Marina Abramović
hefur kallað „long-durational art“ eða
lengdargjörninga. Slíkar uppákomur
hafa verið nokkuð áberandi síðustu ár.
Árið 2010 var efnt til gjörnings í Borgar-
leikhúsinu þar sem Rannsóknarskýrsla
Alþingis var lesin upp í heilu lagi. Allt
starfsfólk leikhússins tók þátt í lestrin-
um sem varaði í 146 klukkustundir.
Fyrr á þessu ári hélt Stefán Pálsson
sagnfræðingur þrettán og hálfrar
klukkustundar langan fyrirlestur um
teiknimyndasögurnar um Sval og Val til
að minnast 75 ára afmælis sagnaraðar-
innar. Í verki Ragnars Kjartanssonar,
Bliss, kemur tónlist við sögu. Tveggja
mínútna kafli úr lokaatriði óperunnar
Brúðkaup Fígarós eftir Mozart er sung-
inn án afláts í 12 klukkutíma. Við flutn-
inginn, á myndlistartvíæringnum Per-
forma 11 í New York árið 2011 var þó
tekið fram að áhorfendum væri frjálst
að koma og fara að vild.5
Allnokkur tónskáld á 20. og 21. öld
hafa samið ógnarlöng tónverk sem reyna
á úthald flytjenda jafnt sem áheyrenda.
Nefna má bandarísku höfundana Mor-
ton Feldman og John Cage, sem samdi
til dæmis verkið Organ²/ASLSP.
Skammstöfunin stendur fyrir „As SLow
aS Possible“ enda tók það rétt tæpar 15
klukkustundir þegar það var flutt í heild
árið 2009. Þar sem hvergi er í nótunum
að finna nákvæm tilmæli um hraða eða
lengd þagna milli nótnanna hafa sumir
flytjendur gengið enn lengra. Í kirkju
einni í Halberstadt í Þýskalandi hófst
flutningur verksins árið 2000 og er
áformað að það vari næstu 639 árin.6
Verk þeirra Feldmans og Cage eru á
sinn hátt naumhyggjumúsík sem skapar
hjá hlustandanum eins konar zen-
ástand. Maður hverfur inn í aðra veröld,
týnir stund og stað.
En ekki er öll tónlist eins. Kvartettar
Shostakovitsj eru átakamikil verk sem
miðla sterkum og djúpum tilfinningum
af ólíku tagi, gleði og kátínu, sorg og
kvíða. Hafi eitthvert tónskáld í gervallri