Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 136
136 TMM 2013 · 3
Úlfhildur Dagsdóttir
Siglingarleiðir
frásagnarinnar
Álfrún Gunnlaugsdóttir, Siglingin um
síkin, Mál og menning 2012
„og ég gat komið því að, að ég drægi í efa
kenningu hans um að öllu væri hægt að
breyta í sögu, að í meðförum manneskj-
unnar yrði allt sem gerðist að sögu og þar
af leiðandi líf manns sjálfs“ (221–222).
Hvaða hlutverki þjónar frásögnin og
hverskonar fyrirbæri er þessi frásögn
eiginlega? Heimspekingurinn Richard
Kearney heldur því fram að það að segja
sögur sé jafnmikil grunnþörf manneskj-
unnar og það að borða. Jafnvel enn frek-
ar, heldur hann áfram: maturinn heldur
vissulega í okkur lífi en sögurnar gera
hins vegar lífið þess virði að lifa því.1
Frásagnarfræðingar hafa leyst frásögn-
ina upp í ótal liði með tilheyrandi flók-
inni hugtakanotkun; greining þeirra
beinist fyrst og fremst að frásögninni
sem skáldskap, að frásögnin beri í sér
skáldskap að því leyti að hún fylgi
ákveðnum reglum, formúlum. Póstmód-
ernistinn Jean-François Lyotard lagði
grunninn að kenningarheimi póstmód-
ernismans með greiningu sinni á þætti
frásagnar í þekkingu; öll okkar þekking
byggist á frásögum og er því háð lög-
málum skáldskaparins, færð í form.2
Bókmenntafræðingurinn Linda Hutc-
heon yfirfærði þetta á líf manneskjunn-
ar; að fólk skynjaði líf sitt sem sögu,
færði tilveru sína í form frásagnar og
gæddi hana þar með merkingu.3
Kenningar á borð við þær sem hér
eru raktar eru ekki að skapi Gyðu, sögu-
konu og aðalpersónu skáldsögu Álfrún-
ar Gunnlaugsdóttur, Siglingin um síkin,
eins og fram kemur í tilvitnuninni hér í
upphafi. Í framhaldi af þessum orðum
hennar segir svo: „Eins og að líkum
lætur var Önundur á öndverðum meiði,
hélt því fram að með því að segja frá
seinustu áratugum ævi sinnar […] væri
óhjákvæmilegt að gefa frásögninni form
sögu. Ekkert yrði skýrt eða skilið nema
það hefði form“ (222). Önundur er því
greinilega fulltrúi þeirra hugmynda sem
gefa frásögninni sem slíkri merkingar-
bært vægi. Hann er þó ekki sá eini, því
þrátt fyrir höfnun sögukonunnar ber
skáldsagan stöðugt vitni inngrips frá-
sagnarinnar í líf fólks. Meðal annars er
samband þeirra tveggja, Gyðu og
Önundar, einmitt byggt á sögum. Þar
sem Gyða er gift héldu þau sambandinu
leyndu, fóru lítið út en lágu þess í stað í
rúminu: „… sögðum hvort öðru sögur
sem við bjuggum til jafnóðum og keppt-
um um hvort okkar segði betur frá“
(175). Og þegar fundum þeirra ber
saman á ný, áratugum síðar, þá hefjast
samskiptin einmitt á því að þau segja
hvort öðru sögur. Þessir endurfundir
eru hreyfiafl framvindu skáldsögunnar
en í kjölfar þeirra hefst ferðalag sögu-
konunnar Gyðu um gloppóttar minn-
ingar úr fortíðinni, auk þess sem hún
reynir að takast á við sinn daglega veru-
leika sem einnig er á stundum ókenni-
legur.
Álfrún hefur áður fjallað um tengsl
frásagna og minninga í stríðssögunni
Yfir Ebrofljótið (2001), en segja má að
könnun á fyrirbærinu frásögn sé einnig
grunnþáttur í skáldsögum hennar
D ó m a r u m b æ k u r