Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 3 137 Hringsól (1987) og Hvatt að rúnum (1993). Minningar eru einnig mikilvæg- ur hluti skáldskapar hennar, auk þess sem tíminn leikur stórt hlutverk: það má því segja að Siglingin um síkin sé á kunnuglegum slóðum, en þar er einmitt fjallað um tímann, hlutverk hans fyrir minni og minningar, og samspil þessa við frásögnina. Með þessu er þó ekki verið að segja að Siglingin um síkin sé endurtekning á fyrri verkum, því fer fjarri. Í þessari nýju skáldsögu eru þessi fyrirbæri einfaldlega tekin til frekari könnunar, sett í nýtt samhengi og þau opnuð fyrir nýjum möguleikum. Gleymska Gyða er fullorðin kona sem er orðin gleymin. Seinna kemur í ljós að hún hefur orðið fyrir áfalli, og það er ástæða þess að hún er flutt inn til sonar síns, Sölva, sem hefur að auki ráðið unga konu, Elenu frá Kólumbíu, til að hugsa um móður sína þegar hann er í vinnu. Lengi framan af vitum við þó ekki fyrir víst hvort þetta séu ‚réttar‘ aðstæður, því stundum vaknar Gyða í sjúkrarúmi á spítala og þar situr dóttir hennar, Svala, og prjónar og útskýrir fyrir henni að hún hafi dottið og fengið höfuðhögg. Samband þeirra mæðgna hefur verið erfitt og gamla konan er fegin að hafa endurheimt dótturina en man þó ekki vel hvernig og hversvegna það hefur gerst. Gyða á erfitt með að viðurkenna minnistap sitt og þann rugling sem ríkir í veruleikaskynjun hennar og gerir sitt besta til að fela gloppurnar í minninu. Hún þolir illa að vera upp á aðra komin og þó hún sé orðin dálítið löskuð bæði andlega og líkamlega þá er ennþá töggur í henni og hún sýnir bæði útsjónasemi, skarpskyggni og snarræði í átökum sínum við sinn daglega veruleika, rugl- ingslegar minningar og óvænta endur- fundi við Önund. Það verður ljóst að þessi kona er ekk- ert ruglað eða farlama gamalmenni, og er langt því frá meðfærileg, eða eins og Gunnþórunn Guðmundsdóttir orðar það í ritdómi sínum: „hér er kraftakona á ferð, sem fer sínar eigin leiðir og virð- ist alltaf hafa gert það, hefur sterkar og frískandi skoðanir á mönnum og mál- efnum, er óþolinmóð gagnvart viðtek- inni hugsun og sinnuleysi samtímans.“4 Ímynd hennar er því um margt ólík stöðluðum ‚ömmu‘ persónum bók- menntahefðarinnar; þetta er ekki kona sem situr og prjónar eða bakar, þessi kona vill stinga sér „í samband við ver- öldina með því að lesa blaðafréttir“ (9). Hún vill fylgjast með, vera þátttakandi en ekki draga sig í hlé ellinnar, sem þó herjar á hana af fullum krafti. Og þess vegna laumast hún snemma út í sögunni, í trássi við fyrirmæli Sölva, og röltir niður í bæ í leit að dagblaði. Hún gengur yfir Ingólfstorg og minnist Hótels Íslands, sem brann árið 1944, og því má álykta að hún sé milli sjötugs og áttræðs þegar sagan gerist, árið 2008 rétt eftir efnahagshrunið. Gyða er næm á umhverfi sitt og finnst torgið ekki fal- legt: Ingólfstorgið, þótt nýlegt sé, er bæði svip- laust og móskulegt rétt eins og úthverfin í Reykjavík, enda fátt sem gleður augað. Það verður ekki sagt að gufan sem sýnist líða upp úr tveimur dröngum er standa út á miðju torgi breyti því neitt. Drang- arnir minna á þursa. Líkast til á þetta að vera táknrænt, öndvegissúlurnar tvær og gufustrókarnir sem Ingólfur sá í víkinni. Kannski er eitthvað til í því sem illar tungur segja, að þegar kemur að húsagerðarlist og skipulagsmálum skorti þjóðina fagurfræðilegt gen. (21) Gyða heldur áfram að íhuga borgar- myndina sem við blasir, rifjar upp búðir sem áður stóðu við Austurstræti og þannig mætast nútíð og fortíð í þessari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.